Fjarðarpósturinn - 19.06.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Föstudagur 19. júní 2009
Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig!
Auglýsingasíminn er 565 3066
Fátt eitt er skemmtilegra en
að horfa á börn nema nýja
þekkingu af áhuga og eldmóði.
Markmið Álfabergs er að
byggja upp jákvæð viðhorf
gagnvart námi barna og mæta
þeim þar sem þau eru stödd. Nú
hefur geimvera lent í leik -
skólanum í öllu sínu veldi og
ekki er vitað nákvæmlega
hvað an hún kemur en getgátur
eru um að hún komi frá Mars.
Hún kann ekki enn íslensku en
stendur það til bóta því hlutverk
barnanna er að kenna henni þau
orð sem þau geta ritað á
íslensku. Smátt og smátt fyllist
geimveran af orðum sem
hjálpar henni að fóta sig á nýrri
plánetu, jörðinni. Vekur þetta
mikla kátínu og forvitni hjá
börnum og áhugi á rituðu máli
eflist til muna og allir hafa
eitthvað að miðla.
Þessi börn fara öll í hina
ýmsu grunnskóla í haust og nýr
hópur barna fæddum 2004
kemur inn. Mörg börn hafa
þegar verið skráð fyrir haustið
og einnig eru laus pláss.
Geimvera lent á Álfabergi
Leikskólabörn undirbúin undir grunnskólann
BYGGINGADEILD VERSLANIR VÉLADEILD ÞJÓNUSTUDEILD
FESTINGAMEISTARI Í 20 ÁR
Sumarstarf á vegum Hafnar -
fjarðarbæjar er nú hafið og börn
og ungmenni taka þátt í
uppbyggilegum námskeiðum og
verkefnum hjá íþrótta félögum,
æskulýðsfélögum og hjá Hafn -
ar fjarðarbæ.
Að sögn Ellerts Magnús sonar,
deildarstjóra æskulýðs mála,
sóttu talsvert fleiri um sum ar -
störf á vegum bæjarins en und -
an farin ár og stefndi í að stór
hópur yrði án atvinnu í sumar.
Bæjaryfirvöld tóku mynd arlega
á atvinnuástandi þessa hóps með
áherslu á 17-20 ára ungmenni.
„Atvinnutilboð til þessa hóps
yfir sumartímann hefur áður
verið takmarkað og hafa bæjar -
yfirvöld ávallt sýnt skilning á
gildi þess að ungt fólk geti sinnt
uppbyggilegum verkefnum yfir
sumartímann. Þá er mikilvægt
fyrir margar fjölskyldur að ungt
fólk fái núna tækifæri til að
vinna sér inn vasapening yfir
sumar tímann,“ segir Ellert.
Í dag hafa íþrótta- og tóm -
stunda nefnd og garðyrkju stjóri
ráðið vel á þriðja hundrað 17 ára
og eldri ungmenni, umfram
upp haflegar áætlanir og virðist
sem þörfinni hafi verið fullnægt.
Þessu fylgir aukinn kostnaður
en farið hefur verið í ým is konar
mótvægisaðgerðir. Vinnutími og
yfirvinna hefur verið skert að
hluta og gripið til ýmiskonar
ann arra aðgerða til hagræð ingar
en með fjölgun starfs manna
hefur verið aukið við þjónustuna
og fjölbreyttari verk efnum sinnt
að sögn Ell erts.
Í fjölbreyttum störfum
„Þegar svona stór hópur er er
til vinnu er eitt af meginmark -
miðunum að koma sem flestum
að og í uppbyggileg verkefni.
Stór hluti þeirra starfar hjá
íþrótta- og æskulýðsfélögum
sem þá geta veitt enn öflugri
þjónustu fyrir börn og ungmenni
yfir sum artímann. Þá starfa sumir
hjá leik skólunum og fá þeir dýr -
mæta reynslu og innsýn inn í það
starf sem þar fer fram. Einn ig
starfar þó nokkur hópur fyr ir
stofnanir bæjarins s.s. bóka -
safnið, tón listar skólann, sund -
laugar o.fl. Þessu til við bótar
koma til hin ýmsu átaks verkefni
við hreinsun og við hald í bænum.
Ekki má svo gleyma leikja -
námskeið unum, skóla görðunum,
gæslu völlum en með fjölgun
starfs manna er hægt að veita
bæjarbúum enn betri þjónustu.
Þrátt fyrir að stór hópur komi
inn aukalega er ljóst að verk -
efnin eru fjölmörg og margir
möguleikar sem opnast til auk -
innar þjónustu í sumar.
Að lok um er gaman að nefna
hina ýmsu sérhópa á vegum
vinnu skólans, s.s. leiklistarhópa,
fjöl miðlahóp og jafningja -
fræðslu en þeir munu gegna
mikilvægu hlutverki næstu
vikur og setja áreiðan lega
sterkan svip á bæinn.“
30% fjölgun
Sl. mánudag hófu tæplega 900
14-16 ára ungmenni störf hjá
Vinnuskólanum sem er um 30%
fjölgun frá í fyrra. Það hefur
ávallt verið stefna Hafnar fjarð -
arbæjar að taka á móti öllum
umsækjendum á þessum aldri
og mikil áhersla á að bjóða upp
á uppbyggileg verk efni. Áhersla
er lögð á að þau kynnist því
starfi sem þau takast á við sem
allra best enda hefur starfs -
fræðslu þátturinn alltaf verið
mikilvægur í starfi skólans að
sögn Ellerts.
Segir Ellert sérstaklega
ánægju legt fyrir starfsfólk ÍTH,
og fleiri er koma að æsku lýðs -
málum, að starfa fyrir bæjar -
félag þar sem áherslur í æsku -
lýðs málum eru ávallt í fyrirrúmi
og þverpólitískur skilningur á
mikilvægi þess að halda úti
mark vissu æskulýðsstarfi.
„Ávinn ingurinn er í raun ómet -
an legur enda ljóst að í dag státar
bær inn af æskulýðs-, tóm -
stunda-, íþrótta- og forvarnar -
starfi eins og best gerist.“
Á annað þúsund sumarstarfsmenn
Unga fólkið áberandi í bænum í sumar
Ellert Magnússon,
deildarstjóri æskulýðsmála
Andarungar hafa ítrekað
kom ist í sjálfheldu neðst á
lækn um við Skólabraut eftir að
nýjum þrepum var komið fyrir.
Góðhjartaðir borgarar hafa
bjargað þeim en bent hefur
verið á að ekki þyrfti ekki nema
ein stein við hvern stall sem
ungarnir gætu nýtt sem tröppu
og komist þannig til baka hafi
þeir farið fram af.
Ungar í sjálfheldu
L
jó
s
m
.:
D
a
g
u
r
B
ry
n
jó
lf
s
s
o
n