Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Blaðsíða 6
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 19. nóvember 2009 Eldsneytisverð 18. nóvember 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 186,2 183,4 Atlantsolía, Suðurhö. 186,2 183,4 Orkan, Óseyrarbraut 185,6 182,8 ÓB, Hólshrauni 185,7 182,9 ÓB, Melabraut 185,7 182,9 ÓB, Suðurhellu 185,7 182,9 Skeljungur, Rvk.vegi gefa ekki upp Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is DempararMargar hendur vinna létt verk Áhorfendapallar á Ásvöllum Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir áhugasömum aðilum til að vinna með félaginu að byggingu áhorfendapalla sem félagið hyggst reisa fyrir vorið 2010. Um er að ræða m.a. jarðvinnu, uppslátt á timburpöllum og frágang á umhverfi. Félagið gerir einnig ráð fyrir því að sjálfboðaliðar á vegum félagsins geti komið að einstökum verkþáttum. Áhugasamir aðilar skili inn upplýsingum um sig á netfangið bhg@haukar.is fyrir fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi. Upplýsingar um verkið veitir Heimir Heimisson, verkefnisstjóri Hauka í s. 773 6933. Handbolti úrslit: Konur: Fram - FH: 32-24 Stjarnan - Haukar: 36-20 Karlar: Haukar 2 - Haukar: 28-38 Pler KC - Haukar: 21-22 Hauakr Pler KC: 26-26 Akureyri - FH: 22-23 FH - Grótta: 32-38 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar - Keflavík: (miðv.d.) Njarðvík - Haukar: 95-80 Karlar: Haukar - Þór: 86-61 ÍA - Haukar: 63-79 Næstu leikir Handbolti 21. nóv. kl. 16, Mýrin Stjarnan - FH (úrvalsdeild karla) 22. nóv. kl. 14, Ásvellir Haukar - FH (úrvalsdeild kvenna) 24. nóv. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Fylkir (úrvalsdeild kvenna) 25. nóv. kl. 19.30, Víkin Víkingur - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti 20. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Þór Þorlákshöfn (1. deild karla) 25. nóv. kl. 19.15, Grindavík Grindavík - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Skartgripaverslunina Sigga & Timo fagnar 16 ára afmæli í dag en fyrirtækið flutti í nýtt glæsilegt húsnæði á horni Linnetsstígs og Strandgötu fyrr á árinu. Að sögn Sigríðar Sigurðardóttur gullsmiðs hefur öll aðstaða batnað til muna og starfsemin færst á einn stað. Fyrirtækið hefur notið mikill - ar velgengni og smíðagripir þeirra hjóna Siggu og Tima notið vinsælda. Í tilefni afmælisins og af því að jólin nálgast verður opið til kl. 21 í kvöld en einnig verður lengur opið hjá Andreu fatahönnuði sem nýverið opn - aði þar sem Sigga & Timo var áður. Einnig verðu opið í blómabúðinni Burkna og í Galleríi Thors. Sigga & Timo 16 ára Nokkrar búðir opnar til kl. 21 í kvöld Það var ekki laust við að blaðamaður Fjarðarpóstsins kiknaði í hnjánum, frammi fyrir risa vöxnum kór glæsilegra kvenna, þegar hann leit við á æfingu Kvennakórs Hafnar - fjarðar undir stjórn Ernu Guð - mundsdóttur og Kvennakórs Garðabæjar undir stjórn Ingi - bjargar Guðjónsdóttur. Kórarnir æfa nú fyrir að - ventutónleika sem verða í Digraneskirkju 30. nóvember og í Víðistaðakirkju 2. desem - ber. Kórarnir ætla að syngja íslensk og erlend jólalög, þ.m.t. spænsk og suður-amerísk jólalög í útsetningu Conrad Susa fyrir kvennaraddir, hörpu, gítar og marimbu. Það er ekki að efa að tón - leikarnir verði skemmtilegir, kórinn hljómaði fallega á æfingunni á mánudaginn og hljómurinn kraftmikill. Yfir áttatíu konur syngja jólasöngva Tveir kvennakórar sameinast um aðventutónleika Erna Guðmundsdóttir L jó sm .: G u ð n i G ís la so n L jó sm .: G u ð n i G ís la so n Sigríður í verslun sinni. L jó sm .: G u ð n i G ís la so n L jó sm .: G u ð n i G ís la so n Gunnar Svavarsson tilkynnti félögum sínum í Samfylk ing unni á 10 ára afmæli hennar sl. laugardag að hann myndi standa við fyrri ákvörðun sína að hætta þátttöku í stjórnmálum að vori komandi. Gunnar segir að þetta hafi ekki komið þeim á óvart sem lesið hafi á milli línanna við ákvörðunina sl. vor að sækjast ekki eftir end - ur kjöri á Alþingi. „Næsti við - skilnaður verður sveitar stjórnar - málin,“ segir Gunn ar sem verið hefur þunga viktarmaður í liði Samfylkingar í bæjarstjórn. „Ég hef verið tengdur stjórn - málum í nær tvo áratugi og það hefur verið viðburðarríkur tími. Nú er komið að öðrum að taka við og gefa sig í hvorutveggja félagsstörf innan flokksins og önnur stjórnmálastörf. Það ber auðvitað að þakka öllum þeim sem hafa starfað með mér þennan tíma, fólk úr öllum stjórn mála - flokkum, jafnt sem úr flestum geir um sam félagsins, Hafn - firðingar sem og aðrir,“ segir Gunnar og segir næsta stóra verk efni sitt að takast á við formennsku í verkefnastjórn við byggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut í Reykjavík. „Stefnt er að því að for hönnun byrji strax á þessu ári og verkinu ljúki árið 2015. Sjúkrahúsið hefur verið minnk að frá því sem var í uppruna - legum tillögum, nú er um að ræða 66.000 fermetra byggingu sem er áætlað að kosti um 33 milljarða. Líf - eyrissjóðir munu koma að fjármögnun verksins og þannig má með sanni segja að samfélagið standi að fullu á bak við verkefnið sem mun auka atvinnustig hér á landi, en gert er ráð fyrir að verkefnið skili 2.700 ársverkum yfir fram kvæmda - tímann.“ Gunnar segir að auðvitað stefni hann að því að vera í þessu verkefni með einum eða öðr um hætti á næstu árum, en þeir sem hafa verið í stjórn málum vita að það er aldrei á vísan að róa í þeim efnum. „Ég mun fyrst og fremst reyna að vinna þetta á sama hátt og ég hef gert áður og leggja mitt að fullu inn í verkefnið, bæði sem verkfræðingur en ekkert síður sem sam ræm ingar aðili.“ Gunnar hættir í pólitík Tekur við verkefnastjórn um nýtt þjóðarsjúkrahús Alvöru auglýsingamiðillinn fyrir Hafnarfjörð? Hafnfirðingar lesa sitt blað og þar ná auglýsingar til lesendanna. Þurfir þú að ná til Hafnfirðinga – Hafðu þá samband! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s auglýsingasími: 565 3066 auglysingar@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.