Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Page 2

Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. desember 2009 Örlítil hreyfing er komin í framboðsmálin en þrjú tilkynntu í fyrradag framboð sitt til prófkjörs Samfylkingar, reynsluboltinn Eyj - ólfur Sæmundsson sem einhvern veginn hefur ekki náð alvöru fylgi sinna flokksmanna, prjóna konan unga Margrét Gauja Magnús dótt - ir sem fékk skjótan frama innan flokksins og nýr kandidat, hinn átján ára Geir Guð - brandsson, nefndur í höfuð afa síns Gunnars - sonar alþing is manns sem ætlar í framboð með móðurbróður sínum, bæjar stjóranum. Lítið fréttist úr herbúðum Sjálfstæðismanna en Ingi Tómasson lýsir yfir framboði hér í blaðinu. Þó heyrist athyglis verð - ur orð rómur um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verði oddvita - kandídat og sé það leið í hernaðaráætlun flokksins um að ná meirihluta á ný. Verður að segjast að þetta væri áhugavert að fylgjast með og langtum skárri kostur en að sækja út fyrir bæinn eins og nefnt hefur verið í fjölmiðlum. Annars ætti fólk nú að huga að sér og sínum á aðventunni þó fyrir liggi hjá bæjarfulltrúum að undirbúa fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að fólk gæti hófs í jólaundirbúningi og minnist mikilvægis samveru fjölskyldunnar eins og Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi fjallar um í grein hér í blaðinu. Ýmislegt bendir til að fólk gæti meiri hófs í innkaupum fyrir jólin og að fólk horfi sér nærri en fjölmargir styrkja góð málefni eins og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem hefur fjölmörgum verkefnum að sinna og þakkar allan stuðning. Fjölbreytt dagskrá er í boði sem vert er að njóta með sínum nánustu, tónleikar, sýningar og ekki má gleyma Jólaþorpinu sem býður upp á fjölbreytta dagskrá um helgar. Eru bæjarbúar hvattir til að vera sem mest í heimabyggð, kíkja í miðbæinn, sýna sig og aðra og njóta þess að vera til. Gangið á Guðs vegum. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf., kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Víðistaðakirkja 3. sunnud. í aðventu 13. desember Fjölskylduhátíð og helgileikur kl. 11 Prestur: sr. Bragi J. Ingibergsson Stúlknakór, einsöngvarar, trompetleikari og fl. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Tölvuþjónustan Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Kaffisetur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Prjónakaffi í kvöld Prjónakaffi verður haldið í Vonarhöfn, Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn af Suðurgötu í kvöld fimmtudag kl. 20- 22. Erla Sigurðardóttir kynnir bókina Prjónaperlur sem er nýkomin út. Mætið með handavinnuna ykkar eða komið bara og spjallið. Kaffi. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands Old Joy (2006) í leik stjórn Kelly Reichardt. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd Óskarsverðlaunamyndin On Golden Pond (1981). Aðalleikarar: Henry Fonda, Katherine Hepburn og Jane Fonda. Opið hús í Jafnréttishúsi Opið hús er í Jafnréttishúsi, Strand - götu 25 um helgar á aðventunni kl. 13-18. Kórar Öldutúns og - skóla Jólatónleikar Kórs Öldutúnsskóla og Kvennakórs Öldutúns verða í Hafnar - fjarðarkirkju á laugardaginn kl. 17. Rósa áritar í Galleríi Thors Rósa Guðbjartsdóttir áritar mat - reiðslu bók sína „Eldað af lífi og sál“ í Gallerí Thors á laugardaginn kl. 14- 16. Kl. 15-17 á sunnudaginn leikur Tómas Jónsson, tónlistarmaður ljúfa tóna á hljómborð fyrir gesti. Ómar á Jólatónleikum Fríkirkjukórsins Jólatónleikar Fríkirkjukórsins verða í Fríkirkjunni á laugardaginn kl. 17. Gestur kórsins er Ómar Ragnarsson. Syngja til styrktar Bleiku slaufunni Kristín Ósk Wium söngkona úr Hafnarfirði og félagar hennar Alan Jones og Arnar Jóns söngv arar ásamt nokkrum bakröddum ætla að gefa út lag til styrktar Bleiku slauf - unni. Kristín Ósk og Alan syngja nokkur jólalög í Jólaþorpinu á sunnudaginn og munu þá kynna diskinn, sem verður tekinn upp þann 15. des. Þau verða svo með styrktartónleika í Fríkirkjunni 18. des ember kl. 20 og þar munu koma fram ýmsir tónlistarmenn. Stórhátíð Elínar Óskar Stórhátíð er yfirskriftin á jólatón - leikum Elínar Óskar Óskarsdóttur sem verða í Víðistaðakirkju á sunnu - daginn kl. 17. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Maríanna Más - dóttir, flauta, Drengjakór Hafnar - fjarðar og Óperukór Hafnarfjarðar. Sopranos í Hafnarborg Söngtríóið Sopranos heldur sína árlegu jólahátíð með gleði og söng í Hafnarborg á miðvikudaginn kl. 20. Gestur þeirra er bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson. Dagskrá í Jólaþorpinu Laugardag kl. 13-18: Kl. 14: Kvennakór Öldutúns, Ívar Helgason syngur jólalög, Pála Ögn Stefánsdóttir söngkona úr Lækjar - skóla syngur. Kl. 15: Rauðhetta, Lalli töframaður, Stúlknakór Ástjarnarkirkju. kl. 16: Ástjarnarsystur syngja, atriði frá Jafnréttishúsi. kl. 17: Karlakórinn Þrestir, Borgar - börn sýna atriði úr María, asninn og gjaldkerarnir. Sunnudag kl. 13-18: kl. 14: 3 raddir og Beatur syngja, Sopranos tríóið syngur. kl. 15: Úti jólaball með jóla- Jóhönnu. kl. 17: Street Passion Crew sýnir götulistir. Jólakort Kaldár Lionsklúbburinn Kaldá Hafn arfirði er að hefja sína ár - legu jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Ingibjörg Eldon, mynd listar - kona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin, með eða án texta. Nán ari upplýsingar gefur Elísa - bet í s. 893 5455. Út að borða í Hafnarfirði Á aðventunni getur verið þægilegt að geta a.m.k. einu sinni hvílt sig á elda mennsk - unni og farið með fjölskyldunni út að borða. Af nógu er að taka í Hafnarfirði hvort sem menn vilja arabískan, kínverskan eða bara íslenskan fjölþjóða mat. Finna má ódýran skyndibita eða heimilismat, hátíðarmat og allt þar á milli. Jólablaðið er í næstu viku! Áttu smásögu, jólaljóð, fallega jólamynd? Sendu okkur á ritstjorn@fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.