Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.07.2010, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 01.07.2010, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. júlí 2010 Stangaveiðifélag Hafnar­ fjarðar býður Hafnfirðingum og nærsveitarmönnum í veiði í Kleifar vatni n.k. sunnudag. Segir Hans U. Ólason, formaður félagsins tilvalið að skreppa með fjölskylduna og njóta útivistar og veiða í leiðinni. Helstu veiðistaðir eru Lamb­ hagi, á vinstrihönd þegar komið er að vatninu, Vatnshlíð/ Hrossabrekkur, haldið lengra á sömu leið, Stefánshöfði, „Indíáninn“, Syðri stapi og fjörurnar þar á milli meðfram Krýsuvíkurvegi, Lambatangi í suðurenda vatnsins og „Hraun­ ið“ að austanverðu en þá er farið framhjá aðstöðu hesta­ manna og áfram yfir Geit­ höfðann á mjög grófum vegi Leyfilegt agn er maðkur, spúnn og fluga. Það má nota maísbaunir en ekki makríl eða annað sjávarfang. Hvetur Hans veiðimenn til að taka myndir og senda á stjorn@ svh.is, og leyfi@leyfi.is Stangaveiðifélagið vonar að sem flestir nýti sér þetta boð og eigi góðar stundir við vatnið. Frítt að veiða í Kleifar vatni á sunnudaginn Óvanir eru líka velkomir að veiða í Kleifarvatni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi lauk núna um helgina í Ásvallalaug. Sveit SH vann 4x50 m skrið­ sund boðsund og setti Íslands­ met í piltaflokki. Sveit ina skip­ uðu: Njáll Þrastarson, Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafn­ kels son og Sigurður Frið rik Kristjánsson. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir vann 100 m baksund og setti Hafnarfjarðarmet. Kolbeinn Hrafnkelson var stigahæstur pilta á mótinu og Hrafnhildur Lúthersdóttir og Hrafn Traustason voru stiga­ hæstu Hafnfirðingar mótsins. Orri Freyr Guðmundsson sigr aði í þremur einstaklings­ greinum og Snjólaug Tinna Hansdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sigruðu báðar í fjórum einstaklingsgreinum. Karlarnir voru með flestu gullin og saman var SH í 3. sæti í stigakeppni liða. Í stigakeppninni sigraði Ægir með 1.273,5 stig, ÍRB varð í öðru sæti með 1.109 stig og SH varð í þriðja sæti með 618 stig. AMÍ er stærsta sundmót ársins og voru 275 sundmenn og um 400 áhorfendur alla dagana. Sjötíu foreldrar hjálp­ uðu til við mótshaldið. Á AMÍ 2010 setti Kristinn Þórarinsson Fjölni níu drengja­ met og náði þar nokkrum göml­ um metum Arnar Arnarsonar. Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi setti eitt Íslandsmet og fjögur stúlknamet. Þær Íris Dögg Ingvadóttir, Ólöf Edda Eðvarðs­ dóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hólmfríður Rún Guð munds­ dóttir skipuðu telpnasveit ÍRB sem setti telpnamet í 4x100 metra fjórsundi. Piltarnir úr SH Njáll Þrastarson, Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafn­ kelsson og Sigurður F. Kristj­ áns son settu piltamet í 4x50 metra skriðsundi. Þannig voru 16 íslensk met sett á AMÍ 2010. Sundfólkið synti samtals 526.500 metra á keppnis­ dögunum þremur. Vel heppnað Aldurs flokka mót Það er í raun ótrúlegt þegar annars vegar bæjarstjóri Hafnar­ fjarð ar, Lúðvík Geirsson, og hins vegar fyrrum skólastjóri í Hafnar­ firði, Hörður Zóphaníasson, réttlæta endurráðningu Lúðvíks sem bæjar­ stjóra í Hafnarfirði með þeim hætti að hann hafi fengið stuðning bæjarbúa í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Samkvæmt þeim virðist ekki skipta máli þó svo að Lúðvík hafi ekki fengið stuðning bæjarbúa í kosningunum þar sem hann lagði 6. sæt ið sjálfur undir. Fyrir þá sem ekki vita þá er skoðanakönnun ekkert annað en aðferð til að komast að við­ horfum fjölda fólks, sérstaklega fyr­ ir kosningar. Niðurstöður skoðana­ kannana eru birtar með fyrirvara um skekkjumörk, svonefnd örygg­ is mörk. Skoðanakannanir eru alls ekki alltaf áreiðanlegar og niður­ stöður þeirra geta verið fjarri lagi. Það er því ekkert annað en þvaður og móðgun við Hafnfirðinga að nota þessa röksemd eins og þeir Lúð vík og Hörður hafa báðir gert í fjölmiðlum. Eðlileg meirihlutamyndun Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og kjósum á fjögurra ára fresti um þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningum. Í kosningunum 29. maí sl. fékk Samfylking flest atkvæði og fimm fulltrúa og myndaði meiri­ hluta með Vinstri grænum sem voru í lykil stöðu með sinn eina fulltrúa. Sjálfstæðisflokkur fékk 371 at ­ kvæði færra heldur en Samfylking en fékk engu að síður jafn marga full­ trúa eða fimm talsins. Miðað við hugmynda­ fræði Samfylkingar og Vinstri grænna var mjög eðlilegt að þeir flokkar skyldu mynda meiri hluta og það er eitthvað sem fáir hafa gagnrýnt. Stattu við orð þín Gagnrýni Hafnfirðinga beinist að þeim vinnubrögðum að Lúðvík skyldi vera endurráðinn. Lúðvík sagði fyrir kosningar að þær kæmu til með að snúast um hann sjálfan. Hann lagði sitt sæti, 6. sætið, að veði en fékk ekki nægan stuðning frá kjósendum. Frá barnæsku er okkur kennt að standa við orð okkar og það þarf Lúðvík að gera. Hann þarf að standa við stóru orðin. Útspil hans gekk ekki upp að þessu sinni en hafði gengið glæsilega upp í kosningunum 2006. Var verið að ljúga að Hafnfirðingum? Afar hæpin eru þau rök að bæjar­ fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafi eindregið óskað eftir því að Lúðvík yrði áfram bæjar­ stjóri. Þessi rök duga ein faldlega ekki þar sem Lúðvík náði ekki sætinu sem hann sjálfur lagði að veði. Ef það var ætlunin allan tímann í kosninga barátt unni að Lúðvík yrði bæjarstjóri, þá var að sama skapi verið að ljúga að Hafnfirðingum þegar sagt var að 6. sætið, sæti Lúð víks, yrði lagt að veði! Jafnframt er það ekki Lúðvíki sæmandi þegar hann sagði eftir­ farandi í viðtali við Mbl Sjónvarp þann 14. júní sl.: ,,Ég er einmitt í þeirri stöðu að ég er ekki pólitískur bæjar stjóri, heldur er ég fram­ kvæmdalegur verkstjóri í þessum meirihluta.“ Að segja að hann sé hættur að vera pólitískur bæjarstjóri korteri eftir kosningar er ekkert annað en lítilsvirðing við kjósendur í Hafnarfirði. Hafnfirðingar af öllum toga Hvort sem ritað er eða rætt er um stjórnmál á Íslandi þá er fólk oft fljótt að setja hvert annað í ákveðna dilka. Þar sem þessi gjörningur í kringum ráðningu Lúðvíks er fram­ kvæmdur af vinstri flokkum hér í bæ þá eru allir andstæðingar þessa gjörnings flokkaðir sem Sjálfstæðis­ menn sem er auðvitað algjör fjar­ stæða. Tæplega 1400 manns hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem þessum vinnubögðum er mótmælt og þar er um að ræða fólk úr öllum flokkum og engum flokkum, t.d. harðir Samfylkingarmenn þar sem þeim finnst verið að skaða flokkinn með þessum aðgerðum. Undirskriftasöfnun til að fá lýðræðislega niðurstöðu Þrátt fyrir mótmæli gegn þessum vinnubrögðum hefur bæjarstjórnin ekki endurskoðað ákvörðun sína. Því hefur hópur Hafnfirðinga lagt af stað með undirskriftalista en ef 25% kosningabærra íbúa eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um ákvörðun bæjarstjórnar ber bæjar­ stjórn að verða við þeirri kröfu. Þannig geta Hafnfirðingar með undir ritun sinni krafist þess að ákvörð un bæjarstjórnar verði borin undir atkvæði í almennri íbúa­ kosningu. Með því getum við Hafn­ firðingar fengið lýðræðislega niður­ stöðu í þetta mál. Undir skrifta­ listarnir munu hanga á bensín stöðv­ um og verslunum víðsvegar um bæinn eins er hægt að prenta út lista á vefslóðinni http://sigurjonsson. org/skjol/undirskriftarlisti.pdf, safna undirskriftum og koma honum til Rúnars Sigurðar Sigur­ jónssonar sem hefur skipulagt undirskriftasöfnunina. Höfundur er Hafnfirðingur og er ekki skráður í neinn stjórnmálaflokk. Skoðanakannanir duga ekki til í lýðræðisþjóðfélögum! Halldór Jón Garðarsson Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun eru á heimasíðu SH www.sh.is og er innritun hafin. styrkir barna­ og unglingastarf SH Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, verður starfræktur í Ásvallalaug í sumar. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-12 ára og standa yfir í tvær vikur eða 10 skipti. Aðalkennari er Anna Rún Kristjánsdóttir. Síðasta tímabil: 12. júlí - 23. júlí mest laust fyrir 7-12 ára Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöl Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira Keppt í 25 m sundi í Ásvallalaug Lj ós m .: B en ed ik t S ve in ss on

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.