Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 19. ágúst 2010 Íþróttir Næstu leikir Fótbolti: 19. ágúst kl. 19, Ásvellir ÍH - KV (2. deild karla) 19. ágúst kl. 19.15, Grindavík Grindavík - FH (úrvalsdeild karla) 22. ágúst kl. 18, Kaplakriki FH - Fylkir (úrvalsdeild karla) 23. ágúst kl. 18, Kópav.völlur Breiðablik - Haukar (úrvalsdeild karla) Fótbolti úrslit: Karlar: Haukar - Stjarnan: 0-5 Víkingur Ó. - ÍH: 4-1 FH - KR: 4-0 Frítt á völlinn Actavis býður öllum á leik FH og Fylkis í Kaplakrika á sunnudaginn kl. 18 en sigur í leiknum er mikilvægur fyrir FH í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu karla. FH er 5 stigum á eftir Breiðabliki og 7 stigum á eftir ÍBV en á leik til góða.Sundfélag Hafnarfjarðar • Ásvallalaug • www.sh.is • sh@sh.is Upplýsingar um þessi námskeið eru á heimasíðu SH www.sh.is Sundæfingar! Skráning á sundæfingar fyrir 5 ára og eldri, hefst mánudaginn 16. ágúst á heimasiðu Sundfélags www.sh.is einnig er hægt að senda t-póst á sh@sh.is. eða hringja á skrifstofa kl.10 -14 alla dag í síma 555-6830. Stundaskrár og nafnalistar hópa verða birtir á heimasíðu SH, www.sh.is. Æfingar hefjast mánudaginn 30. ágúst. Æfingarstaðir: Sundhöll Hafnarfjarðar, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. Ný sundnámskeið fyrir börn – Hefjast 1. sept. 3-4 ára fædd 2006 • 4-5 ára fædd 2005 • 5-6 ára fædd 2004 Á þessi námskeið þarf að forskrá hjá heimasiðu www.sh.is, t-póst á sh@sh.is eða í síma 555 6830. Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna Nýtt skriðsundsnámskeið hefst 1. september og stendur yfir í 4 vikur. Skráning hafin á sh@sh.is styrkir barna- og unglingastarf SH Hafnfirð­ ing ar í lands liðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur gegn Frökkum á Laugardalsvelli á laugardaginn kl. 16. Er leikurinn lykilleikur fyrir íslenska landsliðið í undankeppni HM og eru líkur á að stúlkurnar þurfi að vinna Frakka með 3 mörkum auk þess að vinna Eistland í lokaleik riðilsins til þess að hafna í efsta sæti. Þrír Hafnfirðingar eru í lands- liðshópnum, það eru: Guðbjörg Gunnarsdóttir lék með FH en leikur nú með Djur- gården í Svíþjóð Sara Björk Gunnarsdóttir lék með Haukum en leikur nú með Breiðabliki Sif Atladóttir lék fyrst með Haukum svo með FH en leikur nú með Sarsbrucken í Þýska- landi. Sif var fyrirliði þýska liðsins FC Saarbrücken í 3-0 sigri á FF USV Jena um helgina. Sif hafði gengið til liðs við félagið síðasta vetur frá Val og ákvað svo í sumar að vera áfram hjá félaginu. Drafnarhús Óskum eftir starfsmanni til að taka þátt í fjölbreyttu og gleðiríku starfi í dagþjálfun í Drafnarhúsi í Hafnarfirði. Um er að ræða hlutastarf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Erla Einarsdóttir forstöðumaður í síma 534 1081 eða 695 3464 Umsóknir sendist á netfangið drafnarhus@internet.isfyrir 25. ágúst n.k. Óskum eftir manneskju í vörumerkingar, samantekt pantana og létta útkeyrslu. Um er að ræða 80% vinnu. Nauðsynlegt er að hún sé skipulögð, nákvæm og rösk. Góð íslenskukunnátta skilyrði. Upplýsingar í síma 517 66 35 kl. 9-18. Ópal Sjávarfang ehf. • Hvaleyrarbraut 33 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum verður haldið á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst. Þetta er stærsta hestamót ársins þar sem Landsmótið var blásið af og hafa 300 knapar skráð sig til keppni. Undirbúningur er í fullum gangi og hefur Hesta manna- félagið Sörli umsjón með mótinu og fjöldi sjálfboðaliða verður með í að tryggja að mótið verði sem glæsilegast. A-úrslit verða á laugar- deginum og verður spennan þá í hámarki. Framkvæmdastjóri Íslandsmótsins er Bryndís Snorradóttir. Stærsta mót ársins í Hafnarfirði Keppt verður frá miðvikudegi til laugardags í 8 keppnisgreinumíslandsmótið plakat loka.pdf 6.7.2010 21:10:01 Viðhaldsframkvæmdir Það eru ýmis skrýtin tæki notuð í dag við viðhald gatna. Þessi vél fræsir upp malbikið og svo er nýtt malbik lagt yfir án þess að gatan hækki. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.