Prentneminn - 28.02.1941, Blaðsíða 2
Tildrögin til stofnunar
Prentnemafélagsins
Á alþingi 1939 voru samþj’kkt lög er mein-
uöu öllum iðnnemum á landinu aö vera meö-
limir í fagfélögum sveina innan sinnar stéttar.
Var þaö að sjálfsögðu mikill hnekkir fj'rir
okkur prentnema að fá ekki að vera íengur
aðnjótandi hinna slerku og félagslega þrosk-
uðu samtaka H. I. P., sem jafnan hefur gætt
okkar hagsmuna við kaupsamninga og önnur
réttinda atriði. Okkur prentnemum var þegar
ljóst, að brýn nauðsyn var lil þess, að stofna
til samtaka okkar á milli, til að geta komið
fram sem ein heild til verndar hagsmunum
okkar og til að efla félagslegan þroska og ein-
ingu innan stéttarinnar. I 2. gr. laga Prent-
nemafélagsins segir svo um tilgang félagsins:
Tilgangur félagsins er að efla samheldni og
félagslyndi prentnema, að efla þekkingu prent-
nema og búa þá undir starf þeirra, að vinna
í samráði við II. I. P. að sem beztum kjörum
og beztri aðbúð prentnemum til handa.
Reynslan hefur þegar sj’nt, að prentnemar
hafa skilið þj’ðingu þessa félagsskapar, þar
sem allir prentnemar i Reykjavik hafa gerzt
meðlimir í félaginu, og af þeim áhuga er ríkir
meðal mikils hluta félaganna má gera sér
góðar vonir um happadrjúgt og ávaxtarikt
starf. Fyrsta verk félagsins var að gefa H. I. P.
fullt umboð til kaupsamninga fyrir hönd
prentnema í desember siðastliðnum, og náði
H. í. P. ágætum samningum fyrir liönd okkar,
sem við megum vera þakklátir fyrir. Enn-
freniur hefur félagið hafið útgáfu þessa blaðs.
Fiindir félagsins og blað þella veita prent-
nemum gott tækifæri til að æfa sig í ræðu og
riti. Einnig verða fengnir fróðir og skemmti-
legir menn úr prentarafélaginu lil upplestra
á fundum, er seðja nninu fróðleiksþorsta
okkar, t. d. um prentlist og önnur fróðleg og
skemmtileg áhugamál. Pá má geta þess, að við
höfum hugsað okkur að lialda skemmtanir
á vetrum og sameiginlegar skemmtiferðir á
sumrum, sem munu veita okkur líkamlega og
heilsuíarslega hressingu frá hinu þunga og
óholla prentsmiðjulofti.
Svipað spor til stofnunar prentnemafélags
hefur áður verið stigið. Var það árið 19215,
en þó að það félag sé nú komið undir græna
torfu, þá er mikið, sem liggur eftir það, og
eftirtektarverðast er það, að fjölda trúnaðar-
staða í hinu sterka stéttarfélagi prentara hafa
verið skipaðar þeim mönnum, sem störfuðu
mest og bezt fyrir gamla prentnemafélagið
á sínum tíma, og þessum mönnum hafa
einmitt verið falin trúnaðarstörf innan Prent-
arafélagsins vegna þess, að þeir höfðu fengið
reynslu i félagslífinu og skapað sér þann
félagsþroska, er liefur einkennt Prentarafé-
lagið frá öðrum stéttarfélögum, hvað félags-
lj'ndi og samheldni snertir.
Eg hef þá dregið hér saman helztu tildrögin
til stofnunar félagsins, og má þá hver sjá á
þeim, hvað félagsstofnunin var nauðsynleg.
Takmark okkar prentnema á að vera að efla
svo hinn félagslega þroska, að við munum
standa jafnfætis hinum gömlu og rej’ndu
félögum Prentarafélagsins, þegar okkar timi
kemur innan H. I. P.
Hafið það hugfast prentnemar, að ef þið
viljið eiga sterk og öflug félagssamtök, bæði
nú og i framtíðinni, þá verðið þið að starfa,
af fyllstu einlægni og dugnaði fj’rir samtök
ykkar. Mæta betur á fundum, taka meiri þátt
í félagslifinu, og greiða félagsgjöldin skilvis-
lega. Pelta mun veita ykkur þann félagslega
þroska, er hvert félag mætti vera hrevkið af
að hafa innan sinna vébanda. Munið það
prentnemar, að samtök eru máttur.
V. I.
Heilir að starfi, nemar!
Eg býst við, að öllum prenturum, sem veittu
þvi athygli, að þið liefðuð stofnað félag, hafi
farið líkt og mér, þeir hafi glaðzt yfir þessu
framtaki vkkar og þeim fyrirheitum, sem þið
í rauninni gefið með þessu, um gott starf í
félagsskap prentara, þegar þar að kemur.
Ef þið í framtiðinni haldið sama áhuga og
þið hafið nú, munuð þið siðar komast að þvi,
að þetta var eitt það bezta, sem þið gerðuð í
æsku, þvi ég efast um, að nokkuð það sé til
er jafnasl á við góðan félagsskap jafnaldra,
þar gel’ast svo mörg tækifæri lil samúðar og
bræðralags.
2 PRENTNEMINN