Prentneminn - 28.02.1941, Blaðsíða 4
Iðnteikning prentnema
I fyrsta skipti i vetur hefur prenlnemum i
3. og 4. bekk Iðnskólans verið kennd iðnteikn-
ing. Erum við prentnemar alvegsammála um,
að þettaséein nauðsynlegasta námsgrein, sem
okkur er kennt við skólann. Enda höfuiri við
haft ágætan kennara, Hafstein Guömundsson
prentara. Hefur hann synt frábæran áhuga
og rnikla þekkingu.
Við byrjuðum fyrst á þvi að teikna aðeins
bein strik og hringi. Siðan steinskrift og önn-
ur letur og þá jafnhliða titilsiður, bókakápur,
auglýsingar, aðgöngumiða og yfirleitt alll,sem
unnið er i prentsmiðjunum. Pessi teikning er
þannig mjög mikilsverð fyrir okkur, sérstak-
lega setjara. Þegar við erum við vinnu i prent-
smiðjunum teiknum við lauslega upp það, sem
við eigum að setja, svo að við fáum yfirlit
yfir tilhögun verksins. En við teiknum að-
eins fyrirsagnir og það, sem á að vera mest
áberandi, hinu strikum við aðeins fyrir. Ýms-
um mun sýnast þetta full erfitt, og of tima-
frekt, en svo er alls ekki. Með æfingunni kem-
ur leiknin og ekki þarf að eyða nema láein-
uríi minútum í þetta.
Annars liafa prentnemar orðið varir við
það, sérstaklega meðal liinna eldri prentara,
að þeir eru mjög á móti hinni nýju prentlist,
sem okkur er kennd. Er sumum prentnem-
um jafnvel meinað að setja i hinum nýja
stil og fá ekki að nota þá þekkingu, sem þeir
hafa numið i skólanum. En við erum sann-
færðir um, að þeir, sem eru á móti teikning-
unni og stílnum, hafa algjörlega rangt fyrir
sér. Pegar einhver kemur með einhverjar
nýjungar þá mætir hann venjulega mikilli
andúð fyrst i stað, en að lokum fer svo að
hann fær viðurkenningu.
Hin »nýja prentlist* miðar að þvi að fegra
og lífga prentlistina, svo lnin verði regluleg
list, en ekki aðeins dauði'r stafir. Pess vegna
fögnum við prentnemar því, að Hafsteinn
hefur tekið að sér að kenna okkur hina »nýju
prentlist« hinnar »svörtu listar«.
En því miður hafa ekki allir prentnemar
fært sér þetla vel i nyt. Nokkrir liafa ekki
látið sjá sig í marga tíma i röð, og nokkrum
sinnum ;hafa aðeins 3 til 4 mætt af 14. t*vi
hefur verið borið við, að svo mikið væri að
gera í prentsmiðjunum, að þeir gætu ekki
komið. Petta er að visu að nokkru leyti rétt.
En prentnemum ber engin skylda til að vinna,
þegar þeir eiga að vera i skólanum. Eg er
viss um, að ef einhver fellur við próf í vor,
sem ekki er ólíklegt, þá mun hann vafalaust
sjá eftir að rækja eigi skólann sem skyldi.
Hörður Óskarsson.
Iðkið íþróttir
Nauðsynlegt er fyrir livern heilbrigðan
mann að æfa íþróttir, og þar sem við prent-
nemar vinnum svo óholla vinnu, er það brýn
nauðsyn fyrir okkur. Iieilsu okkar er hætta
búin nema þvi aðeins, að við æfum vel og
reglulega, t. d. knattspyrnu, skíða- og skauta-
ferðir, fimleika. sund eða frjálsar iþróttir.
Eg er viss um, að ef þið æfðuð 2—3 kvöld í
viku, t. d. í fimleikum yfir veturinn, og svo
frjálsum iþróttum eða knattspyrnu á sumrin,
þá er það vist, að þið sjáið ekki eftir þvi, þegar
þið eldist, lieldur þvert á móti.
Við getum athugað þá menn, sein æft hafa
iþróttir, og þá, sem ekki liafa æft þær. Það er
mikill munur á þeim mönnum. Við sjáum hvað
flestir iþróttamenn eru vel vaxnir og um fram
allt upplitsdjarfir og frjálsmannlegir, en liinir
aftur á móti vondir í skapi, bognir i baki og
aumingjalegir.
Við þurfum ekki annað en að athuga inenn
i okkar eigin stétt, þá sjáum við fljótt, hverjir
það eru, sem lagt liafa stund á iþrótlir meðan
þeir voru ungir, og við sjáum fljótt, hverjir það
eru, sem ekki liafa lagt stund á þær.
Það er ábyggilega enginn nútima prentnemi
svo vitlaus, að vilja ekki verða vel vaxinn.
Við verðum þvi að leggja stund á iþróttir og
aðra heilsuvernd, meðan við erum ungir, svo
að við verðum ekki liálfgerðir aumingjar af
heilsuleysi þegar við eldumst.
Incjólfur Sleinsson.
Nýlega hefur einn af félögum okkar, Har-
aldur Ivr. Guðmundsson i Vikingsprent, opin-
berað trúlofun sina með Gerði Guðmunds-
dóttur.
4 PRENTNEMINN