Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 2

Prentneminn - 01.02.1960, Blaðsíða 2
Jóhann Vilberg Árnason: Iðnnemasamband Sslonds fimmtcm éra I’að var laugardaginn 23. september árið 1944 að haldið var stofnþing Iðnnemasambands ís- lands, og því hafa iðnnemasamtökin orðið 15 ára á þessu hausti. Nú á þessum tímamótum vitum við, að aldrei rættust þær hrakspár, sem sumir þröngsýnir menn spáðu iðnnemasamtök- unum, og eins hefur hin mikla þörf fyrir þessi samtök komið æ betur í Ijós með hverju árinu sem hefur liðið. Þótt I. N. S. í. sé ekki nema 15 ára nú, þá er hugmyndin að þeim miklu eldri, en það mun þó fyrst hafa verið miðviku- daginn 24. marz árið 1943 að hugmyndin kom fram opinberlega, og það var á fundi í Prent- ncmafélaginu í Reykjavík, að borin var fram sú tillaga að stjórn félagsins yrði falið að standa íyrir stofnun Iðnncmasambands, tillagan hljóð- aði svo: ,,Fundur haldinn í Prentnemafélaginu 24. marz 1943, felur stjórn félagsins að gangast fyrir stofnun Iðnnemasambands, ef unnt er, og hefja í þeim tilgangi viðræður við stjórnir annarra iðnnemafélaga." Lítið mun þó hafa orðið úr framkvæmdum fyrst í stað, en í 1. — 2. tölublaði Prentnemans, er kom út í febrúar 1944, var málið tekið upp á ný með því að birt var grein eftir Sigurð Guð- geirsson um málið. í greininni hvatti hann ein- dregið til stofnunar Iðnnemasambands og í benni segir meðal annars: ,,. . . með stofnun iðnnemasambands væru öll iðnnemafélög mikið betur á vegi stödd, á svipaðan hátt og þau verkalýðsfélög, sem mynda Alþýðusamband íslands, en iðnnemasambandinu er ætlað að inna af höndum sama hlutverk fyrir félaga sína og Alþýðusambandið gerir fyrir þau félög, sem það skipa, þótt auðvitað sé mikill munur á aðstöðu." . . . „Leikur ekki nokkur vafi á því, að nauðsyn ber að glæða áhuga iðnnema fyrir mæti félagssamtaka, þar sem þau hafa Jóhann Vilberg Árnason. komið ýmsu því til leiðar, er til heilla hefur horft fyrir iðnstéttir landsins. Hér er því um að ræða mikið og gott hlutverk, senr iðnnema- sambandinu skal ætlað að leysa af hendi." Með þessari grein var málið vakið upp á ný, og nú var eins og menn fyrst vöknuðu, því á fundi, sem haldinn var nokkru síðar í Prent- nemafélaginu, var samþykkt tillaga um að fela stjórninni að hcfja þegar í stað viðræður við stjórnir annarra iðnnemafélaga um stofnun iðn- nemasambands. Nokkru eftir að þessi fundur var haldinn var Félag rafvirkjanema stofnað. Á stofnfundinum var samþykkt tillaga þess efnis, að félagsmenn lýstu vfir ánægju sinni vfir sam- þyl íkt prentnema og fælu stjórn sinni að skrifa stjórnum annarra iðnnemafélaga og æsktu þess, að hvert iðnnemafélag tilnefndi tvo menn í nefnd er ynni að stofnun iðnnemasambands. í sumarbvrjun 1944 hafði undirbúningsnefndin verið skipuð. Nefndin kom saman á sinn fyrsta f'und sunnu- daginn 4. júní 1944. Á þeim fundi var Óskar Hallgrímsson kjörinn formaður nefndarinnar og Sigurður Guðgeirsson ritari. Nefndin hélt síðan sex fundi um sumarið, og þann 23. september var stofnþingið haldið eins og áður er sagt. For- maður undirbúningsnefndarinnar, Óskar Hall- grímsson, setti þingið með ræðu. Á stofnþinginu 2 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.