Prentneminn - 01.02.1961, Blaðsíða 2

Prentneminn - 01.02.1961, Blaðsíða 2
FURÐULEG UMMÆLI Fráfarandi formaður Prentnemafélags- ins, Jóhann V. Árnason, sagði það i skýrslu sinni á aðalfundinum, fimmtudaginn 16. febr. að lítið hefði verið hægt að gera vegna áhugaleysis félagsmanna. Jóhann hefði betur látið þetta ósagt, þvi eins og flestir prentnemar hafa eflaust heyrt, þá skeði það fyrir mánuði siðan að nokkrir áhugasamir nemar hringdu kvöld eitt til Jóhanns og báðu um lykil að félags- heimili Prentarafélagsins, þar eð þeir hugs- uðu sér að eyða kvöldinu við spil og tafl. Jóhann kvað slíkt óhugsandi, þar eð heim- ilið væri upptekið á hverju kvöldi og kæm- ust prentnemar þvi ekki inn með sina starfsemi. Piltunum þótti þetta að vonum leið tíðindi, en voru ekki aldeilis á því að gefast upp. Fóru þeir því rakleitt niður í félagsheimilið og höfðu tal af húsverðin- um. Og viti menn, ekkert var sjálfsagðara en að þeir fengju að vera þar þessa kvöld- stund með áhugamál sín. Þetta kvöld var hafið skákmót, sem síðan var fram haldið að viku liðinni, í sömu húsakynnum og án þess að Jóhann kæmi þar nokkuð nálægt. Menn muna líka eftir fundinum i haust, þegar kosið var til Iðnnemasambands- þings, en mjög mikill áhugi var þá rikjandi um félagsstarf bæði hvað snerti tafl- og spiiakvöld, og sagði þá Jóhann, að allar þær hugmyndir, sem fram hefðu komið, væru mjög góðar, og myndi stjórnin þá þegar gangast fyrir þvi að koma á spilakvöldum og öðru þvíumlíku, — en ekkert gerðist. Var það, því til að kóróna allt starf frá- farandi stjórnar, þau ummæli formanns, er að framan greinir. Líklega hefur Jóhann haldið, að stjórnarmeðlimir væru nokkurs- konar stofustáss, sem aðeins væru í stjórn til að sýnast, en ekkert þyrftu að gera. Enda þótt Prentnemanum sé ekki ætlað að ræða um ávirðingar prentnema, heldur sé fyrst og fremst ætlað að berjast fyrir hagsmunum þeirra og velferð og gefa þeim kost á að setja skoðanir sínar í ljós Frh. á bls. 4. Prentnemar standa . . . Frh. af bls. 1. ingu á kjörum sínum, til samræmis við afköst þeirra, og laun sveina. Allir, sem til þekkja, vita að afköst nema miðað við svein, eru mun meiri en taflan hér að framan gefur til kynna, og meist- arar greiða eftir. Meistari einn hér í bæ hefur viðurkennt að afköst nema á fjórða ári væru 85% mið- að við svein. Hann greiðir nemanum 50% fyrir verkið og selur það síðan út á allt að 140% eða á sama verði og ef sveinn hefði unnið verkið. Sést bezt af þessu hve gíf- urlegur gróði það er fyrir meistara að hafa nema, enda hafa útreikningar sýnt að gróði meistara af nema, er um það bil 100 þús. krónur yfir námstímann. Vegna þessara augljósu staðreynda hafa iðnnemar farið fram á þær réttmætu kröf- ur, að laun þeirra hækki hlutfallslega frá þvi sem nú er. Þeir sendu fyrir ári síðan, til Iðnfræðsluráðs, þær kröfur, sem nú er barist fyrir, en það ákveður kaup iðnnema hverju sinni. Þetta ágæta Iðnfræðsluráð hefur enn ekki rætt við iðnnemasamtökin viðvíkjandi kröfum þessum. Sýnir það ljóslega þann áhuga sem þeir hafa fyrir því að þessar réttmætu kröfur nái fram að ganga. Kröfurnar eru þessar: 40% af kaupi sveina á 1. ári. 50% af kaupi sveina á 2. ári. 60% af kaupi sveina á 3. ári. 70% af kaupi sveina á 4. ári. Iðnnemar hafa ekki verkfallsrétt og geta þvi ekki barizt fyrir kröfum sínum nema með hjálp sveinafélaganna, en þau hafa tekið okkar kröfur inn í sínar og munu berjast fyrir þeim jafnhliða. Þau gerðu það árið 1955 með ágætum ár- angri, og vonandi er, að hann verði ekki slðri nú. Aldrei hefur verið eins nauðsynlegt og nú að laun iðnnema hækkuðu. Þeim kröf- um sem nú hafa verið settar fram, mun því verða fylgt eftir af miklum þunga, unz sigur vinnst, svo iðnnemar fái laun sín greidd eftir vinnuafköstum, og að þeir geti lifað mannsæmandi lífi. 2 PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.