Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.06.2012, Side 6

Fjarðarpósturinn - 14.06.2012, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. júní 2012 Töluverð umræða hefur verið um umdeildar reglur sem fræðslu ráð Hafnarfjarðar hefur haft til umræðu og eru að grunni til komnar frá borgar­ stjórn Reykjavíkur. Reglurnar voru samþykktar í fræðsluráði á mánudag og sama dag mátti lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum eina og „Opnun á dreifingu Kóransins“, Trúfélögum úthýst úr hafnfirskum skólum“ og „Trúfélög mega heimsækja börnin“. Fulltrúi Sjálfstæðis­ flokks segir í fréttaviðtali að í Hafnarfirði sé verið að víkka út aðgengi trúfélaga og gefa öllum trúf élögum jafna möguleika á að dreifa efni sínu. Reglurnar opni og staðfesti það fyrir­ komu lag sem þegar sé í gildi í skól unum. Oddviti VG segir í frétta­ viðtali að Nýja testamentið og Kóraninn geti fallið undir kennslu fræðilegt efni en það sé sett í hendurnar á skóla stjórn­ endum og kennurum. Óljósar reglur? Það virðist vera ljóst, strax á fyrsta degi, að fólk túlkar þessu nýju reglur mismunandi. Nýju reglurnar „Fræðsluráð samþykkir að eftirfarandi viðmiðunarreglur verði hafðar að leiðarljósi í samskiptum leik­ og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar­ og lífsskoðunarfélög:1 a) Hlutverk skóla er að fræða nemendur um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni. b) Trúar­ og lífsskoðunarfélög stunda ekki starfsemi sína innan veggja leik­ og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Þetta á við allar heimsóknir í lífsskoðunar­ og trúarlegum tilgangi og dreif­ ingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar­ og lífsskoðunar­ rit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðl­ ar að menningarlæsi barna. Um almenna kynningu gagn­ vart foreldrum og börnum á viður kenndu barna­ og æsku­ lýðs starfi trú­ og lífsskoðunar­ félaga skal fara líkt og með kynn ingu á hliðstæðum frí­ stunda tilboðum frjálsra félaga­ samtaka í skólastarfi. c) Skólastjórnendur grunn­ skóla geta boðið fulltrúum trúar­ eða lífsskoðunarfélaga að heim­ sækja kennslustundir í trúar­ bragðafræði/lífsleikni sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir samkvæmt gildandi aðalnáms­ skrá og námsefni, og fer þá heim sóknin fram undir hand­ leiðslu kennara. d) Heimsóknir á helgi­ og samkomustaði trúar­ og lífsskoð­ unarfélaga á skólatíma grunn­ skóla eiga sér stað undir hand­ leiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. Þar sem ekki er sér staklega getið um vett vangs­ heimsóknir leikskólabarna á helgi­ og samkomustaði trúar­ og lífsskoðunarfélaga sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir í aðalnámskrá leikskóla er eðlilegt að miða slíkrar heimsókna við það sem fram kemur í aðal­ námskrá grunnskóla til að gæta samræmis milli skólastiga. e) Sígildir söngvar, dansar, leik ir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sessi sínum í árstíðabundnum skemmt unum og starfi leik­ og grunnskóla, þar með taldir jóla­ sálmar, helgileikir og heimsóknir í trúar – og lífsskoðunarfélög tengd hátíðum. f) Skólayfirvöld beini því til trúar­ og lífsskoðunarfélaga að þau skipuleggi fermingarfræðslu og barnastarf með það að leiðarljósi að það hvorki trufli lög bundið skólastarf um skemmri eða lengri tíma. g) Ef áfall verður í leik­ og grunn skólum er unnið sam­ kvæmt samþykktri áfallaáætlun viðkomandi skóla. h) Trúarlegar guðsþjónustur sem tengjast viðbrögðum við áfalli fara að öllu jöfnu fram utan skólatíma. Rísi ágreiningur um túlkun þessara reglna úrskurðar Fræðslu þjónusta í þeim efnum. Fræðsluþjónustu er jafnframt falið að skipa nefnd sem meti reynslu af reglunum innan eins árs frá setningu þeirra og leggi mat á álitamál sem upp kunna að koma. Um setu í nefndinni verði m.a. leitað til fulltrúa úr leik­ og grunnskólum, foreldra auk full­ trúa trúar­ og lífsskoðunar félaga. 1 Lífsskoðunarfélag er félag sem byggist á siðferði og lífs­ skoð unum óháð trúarsetn ing um og tengja má við þekkt hug­ mynda kerfi í heimspeki og siðfræði.“ Umdeildar reglur samþykktar Viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög.Sú leið hefur verið farin af hálfu Hafnarfjarðarbæjar að veita tæplega helmingi 17 ára ungl inga sem sóttu um vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ 100% starf en rúmlega helmingi þeirra 0% starf á meðan Kópavogur hefur veitt öllum 17 ára unglingum starf sem sóttu um hjá bænum, en Kópavogur er álíka skuldsettur og Hafnar­ fjörður. Sem foreldri furða ég mig á afhverju Hafnarfjarðarbær hafi ekki frekar farið þá leið að veita öllum 17 ára ungl ingum 50% starf. Ég hef einnig velt því fyrir mér hvernig þeir hafi verið valdir sem fengu vinnu. Var tilviljun látin ráða eða eitthvað annað og þá hvað? Ég hef ekki séð neinar upplýsingar um það sem mér finnst benda til skorts á gagnsæi í kerfinu. Það er mikilvægt fyrir alla að vera virkur meðlimur í sam félag­ inu. Virkni hefur jákvæð áhrif á líðan og sjálfsmat og dregur úr líkum á þunglyndi og öðrum geð rænum vandkvæðum. Það að hafa markmið og tilgang þegar maður vaknar á morgnana er gríðarlega mikilvægt. Annars er hætt við að sólarhringurinn snú ist við, sérstaklega meðal ungl inga. Tölvunotkun getur aukist mjög meðal unglinga sem ekkert hafa fyrir stafni allt sumarið og hætt an á tölvufíkn eykst þar með. Ef sveitarfélög eru ekki tilbúin til þess að koma til móts við þarfir allra ungl inga sem þurfa á vinnu að halda yfir sumartímann, hlýtur að þurfa að endurskoða lengd sumarfría fram halds­ skólanna. Sumar fríið er einfaldlega of langt fyrir framhalds skóla­ nemendur sem ekki fá vinnu. Sam félagið er að breytast og mun minna er um vinnu fyr­ ir þennan aldurs hóp. Marg ir atvinnurek end­ ur ráða ekki einstakl­ inga und ir 18 ára aldri. Sem foreldri greip ég til þess ráðs að skrá son minn í sumarnám (í samráði við hann), svo að sumarið nýttist hon um eitthvað. Slíkt nám er þó í formi fjarnáms og krefst þ.a.l. talsverðs sjálfsaga af hálfu ungl ingsins og aðhalds af hálfu for eldra. Auk þess kostar slíkt nám tugi þús­ unda á meðan ungling urinn fær heldur enga innkomu. Því er aug ljóst að þessi leið er ekki fyrir alla unglinga sem ekki fá vinnu eða fjölskyldur þeirra. Ég vil því hvetja Hafnarfjarðarbæ til að endurskoða ákvarðanir sínar um sumarstörf 17 ára unglinga fyrir næsta sumar og hafa velferð unglinga og fjölskyldna þeirra betur í huga þegar ákvarðanir eru teknar um hverjir fá sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ. Höfundur er móðir og félagsráðgjafi. Unglingar sem „mæla götur“ í sumar Freydís Jóna Freysteinsdóttir Slappaðu af með fjölskyldunni á Hótel Örk – kynntu þér tilboðin á hotelork.is Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / info@hotel-ork.is / sími: 483 4700 Að skarta þjóðbúningum er afar viðeigandi og hátíðlegt á 17. júní þjóðhátíðardegi okkar Íslend inga og því eru Hafn­ firðingar hvattir til að prúðbúast og hittast í þjóðbúningakaffi í Gúttó, Suðurgötu 7 kl. 12.15. Þar verður boðið upp á aðstoð við að festa húfur, setja upp sjöl og fleira sem tengist þjóðbún­ ingunum. Þaðan verður gengið saman að Hellisgerði þar sem hátíðardagskrá hefst 13.30. Skrúð ganga fer af stað frá Hellis­ gerði um kl. 14 en þeir sem ekki treysta sér í langa göngu geta sam einast göngufólki við Strand­ götu/Lækjargötu og gengið að hátíðasvæðinu á Víðstaðatúni. Á nýliðnum Björtum dögum var haldin þjóðbúningakynning í Gúttó í boði Annríkis – Þjóð­ búningar og skart, sem er í eigu Ásmundar Kristjánssonar vél­ virkja og gullsmíðanema og Guð rúnar Hildar Rosenkjær klæðskera­/ kjólameistara og sagn fræðinema. Kynningin mælt ist afar vel fyrir, en þar voru til sýnis fjöldi búninga s.s. fald­ og skautbúningar, kyrtlar, upp­ hlutir, peysuföt, herrabúningar og barnabúningar en nemendur Guðrúnar Hildar í þjóðbúninga­ saum sýndu einnig verk sín og fræddu gesti um handverkið. Þróunarsaga ís lenskra þjóðbúninga er löng og afar merkileg og því áríðandi að viðhalda og kenna komandi kynslóðum handverkið sem og söguna. Í haust er ætlunin að bjóða Hafnfirðingum sem öðrum upp á námskeið í þjóð bún inga­ gerð á vegum Annríkis en leið­ beinandi auk Guðrúnar Hildar verður Olga Kristjáns dóttir kjóla sveinn. Einnig verður kennd baldýring og annað hand­ verk sem tilheyrir búningunum og verða námskeiðin auglýst frekar þegar líður að hausti, en einnig geta áhugasamir haft samband í annriki@simnet.is. Í þjóðbúningi 17. júní Þjóðbúningakaffi í Gúttó Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.