Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.12.2012, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 13.12.2012, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. desember 2012 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ýmsar tillögur í bæjar­ stjórn í síðustu viku. Betri nýting skólahúsnæðis Lagt er til að leitað verði leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands­ og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum. Lagt til að húsnæði í öðrum skól­ um bæjarins eða nálægum mann­ virkjum verði nýtt tímabundið. Þróunarverkefni í Engidals­ skóla fyrir 2­10 ára börn Lagt er til að ráðist verði í þró­ unar verkefni í starfsstöð Víði­ staða skóla í Engidal. Þar verði starf ræktur skóli fyrir 2­10 ára börn sem færi fyrir þró unarstarfi á afmörkuðum sviðum. Skólinn hefði það að leiðarljósi að starfa eftir nýjum grunnþáttum í mennt­ un og lykilfærni. Ennfremur yrði skól inn forystuskóli á sviði upp­ lýs inga tækni þar sem sérstakt þró­ un arverkefni yrði mótað um notk­ un rafrænna kennslugagna. Sameining Hafnarfjarðar­ hafnar og Faxaflóahafna Sjálfstæðismenn vilja hefja við­ ræður við forsvarsmenn Faxaflóa­ hafna um hugsanlega kosti sam­ einingar Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna, eða að samstarf hafn anna verði aukið til muna. Mark miðið væri fjárhagslegur ávinn ingur í formi hagræðingar, auk innar atvinnu og aukinna tekna fyrir bæjar félagið. Samningi um ræstingu í grunn skólum verði sagt upp Lagt er til að skólaliðar og í einhverjum tilvikum húsverðir og stuðningsfulltrúar taki við ræst­ ingu í skólum og starfsfólki fjölgað og samingi um ræstingu sagt upp. Sparnaðurinn við þessar breytingar gæti numið um 100 milljónum króna á ársgrundvelli. Hagkvæmnigreining við úthlutun lóða á Völlum 7 Lagt er til að fjármálastjóri að hafi umsjón með gerð greiningar á hagkvæmni og kostnaði við uppbyggingu nýs íbúðahverfis á Völlum 7. Hagræðing í stjórnsýslu Lagt er til að hægræða í stjórn­ sýslu Hafnarfjarðarbæjar. Sam­ ein ing skipulags­ og byggingar­ sviðs og umhverfis­ og fram­ kvæmda sviðs verði tekin til skoð­ unar. Einnig hvort leggja megi niður nýtt starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Ennfremur verði íþrótta­ og tómstundanefnd lögð niður og málaflokkurinn tekinn því beint inn í fjölskylduráð Tillögurnar eiga að spara á annan milljarð króna á 5 árum. Minnihlutinn lagði fram margar tillögur Öllum vísað til nánari skoðunar í bæjarráði Hátíð Hamarskotslækjar var haldin hátíðleg í fyrsta skipti 12. desember 2010 í Hafnarfirði. Þá voru nákvæmlega 106 ár liðin frá því að Jóhannes Reykdal kveikti rafljós í 16 húsum í Hafnarfirði. Þáttaskil urðu í sögu þjóðarinnar þegar Reykdalsveitan, fyrsta almenna rafveitan á Íslandi tók til starfa. Meðal þessara 16 húsa sem fengu raflýsingu, var fyrsta verksmiðjan sem var raflýst, fyrsta skólastofnunin, fyrsta samkomuhúsið ásamt heimili frumkvöðulsins Jóhannesar. Á sunnudaginn verður Há tíð Hamarskotslækjar hald in í þriðja sinn. Kl. 13 – Kaldárhlaup, Víða­ vangshlaup 10 km: Hlaupaleiðin er farvegur Ham ars kotslækjar. Rásmark: Kaldárbotnar/Kaldársel, hlaup­ ið meðfram og eftir Kald ársels­ vegi að Lækjarbotnum og síð an eftir göngustíg meðfram Ham­ ars kotslæk, lokamark við Jóla­ þorpið, Thorsplani. Verð laun og viðurkenningar strax að hlaupi loknu á sviði Jóla þorpsins. Sjá nánar á hlaup.is Kl. 17­18 – Góðtemplarahús Hafnarfjarðar við Suðurgötu: Fyrirlestur og kvikmynda­ sýning um virkjun Hamars kots­ lækjar í Hafnarfirði og frum­ kvöðulinn Jóhannes Reykdal. Steinunn Guðnadóttir meistara­ nemi í mennta­ og menningar­ stjórnun og Halldór Árni Sveins son kvikmynda gerða­ maður. Kl. 17­19 – Sögubrot um raf­ væðinguna í Gúttó: Góðtemplarahús Hafnar­ fjarðar við Suðurgötu var eitt af fyrstu húsum Hafnar fjarðar sem voru raflýst þann 12. de s­ em ber 1904. Sögu sýningin seg­ ir frá frum kvöðl inum sem lýsti upp Hafnarfjörð ásamt þróun Vatnsveitu Hafnar fjarðar. Hátíð Hamarskots­ lækjar á sunnudag 10 km hlaup, fyrirlestur og sögusýning Hjónin Þórarinn Þórhallsson ostagerðarmeistari og María R. Ólafsdóttir opnuðu Ostahúsið 28. nóvember 1992 í nýju húsi við Thorsplanið. Þetta var sérverslun með osta, veislu­ þjón ustu, ostakörfur o. fl. ásamt fram leiðslu á ostarúllum, fyllt­ um brieostum og desertum fyrir verslanir. Fljótlega varð það húsnæði of lítið og Osta húsið var um nokkurra ára skeið í húsnæði gömlu Bæjar útgerð­ arinnar en flutti svo í húsnæði Drafnar við Strand götu. Þar starfaði fyrirtækið og dafnaði þar til 2006 er það sameinaðist fyrir tækinu Í ein um grænum, sem er dótturfélag Sölufélags garðyrkju manna. Fluttist þá fyrirtækið að Brúarvogi 2 í Reykjavík. Að sögn Þórarins hefur sam­ starfið verið mjög farsælt. Vöru þróun hefur verið mikil sem hefur skilað sér m.a. í stór­ auknu framboði á vörum til neytenda og einnig stóreldhúsa og mötuneyta. Á 20 ára afmæli Ostahússins var tímamótunum fagnað ­ að sjálfsögðu með góðri ostaveislu. Ostahúsið 20 ára Var fyrstu 12 árin í Hafnarfirði Taktu þátt í ET leiknum á endurvinnslutunnan.is Þú gætir unnið iPad mini Hjónin María R. Ólafsdóttir og Þórarinn Þórhallsson. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hafnfirsku systurnar Sonja og Henný Magnúsdætur eiga og reka Lolita.is sem er tískuverslun og netverslun að Trönuhrauni 2 hér í bæ. Þær segjast hvergi annars staðar vilja vera með verslunina og hafa metnað fyrir að efla verslun í Hafnarfirði. „Lolita.is selur fallegan fatnað, mikið úrval af fallegu skarti og fylgihlutum alls staðar að úr heiminum og við leggjum áherslu á að hafa úrvalið fjöl­ breytt og góð verð,“ segir Sonja. Fötin henti fyrir alla aldurshópa og koma í stærðum XS­XL. Í versluninni má meðal annars finna vörur sem eru hvergi annars staðar seldar á Íslandi að sögn Sonju og það kunna konur að meta enda sé kúnnahópurinn orðinn mjög stór. Hægt er að skoða vörurnar á www.lolita.is og á facebook undir „Lolita.is – Netverslun“. Hefðbundinn opnunartími versl ­ unarinnar er þriðjudaga­föstu­ daga kl. 14­18 og laugar daga kl. 12­16 en þær systur bjóða einnig upp á að halda stelpukvöld í versluninni þar sem vinahópar, saumaklúbbar eða aðrir hópar hafa verslunina út af fyrir sig. Þá eru í boði léttar veitingar og ráð­ legg ingar um fatakaup og eru allar vörur í versluninni á af ­ slætti. Ein stakl ingar geta einnig bókað tíma með eigendum versl­ unar innar utan hefðbundins opn­ un ar tíma og fengið þar persónu­ lega ráð gjöf. Þeir sem vilja bóka stelpu kvöld eða einstakling ráð­ gjöf geta haft samband á lolita@ lolita.is. Tískuverslun í miðju iðnaðarhverfi Vefverslun systranna Sonju og Hennýar hefur vafið upp á sig Systurnar Sonja og Henný Magnúsdóttur í Lolitu.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.