Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Síða 9

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Síða 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 10. janúar 2013 Dagskrá fyrir Félagsmiðstöðina Hraunseli frá janúar 2013 – júní 2013 Hraunsel er opið frá kl. 13:00 til 16:30 virka daga. Sú starfsemi sem fer fram fyrir hádegi er á vegum FEBH. MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR. 10:00 Ganga 1) 10:00 Qi Gong 10:00-11:30 Pútt 7) 10:00 Qi Gong 11:00 Gaflarakórinn 10:00 Myndmennt 10:00 Bókmenntakl. 6) 11:20 Dýnuæfingar 2) 11:30 Leikfimi 2) 13:00 Gler 11:30 Leikfimi 2) 11:00 Línudans 13:30 Pílukast 13:30 Boccia 13:00 Bridge 13:00 Saumar 13:30 Félagsvist 13:00 Bridge 13:30 Félagsvist 13:00 Myndmennt 13:00 Bingó 14:00 Opið hús * 13:00-15:30 Gaman að vera saman13:00 Gler 13:00 Boltaleikfimi 1) 14:00 Tréútskurður 5) 14:40 Vatnsleikfimi 3) 16:00 Gaflarakórinn 14:40 Vatnsleikfimi 3) Félagsheimilið HRAUNSEL, Flatahrauni 3, 220 Hafnarfjörður, s: 555 0142 Skrifstofa Febh er opin þriðjud. og föstud. 13-15, s: 555 6142 Netfang: febh@islandia.is • Heimasíða: www.febh.is Vinsamlegast geymið á áberandi stað. Þorrablót 26. janúar Kvöldvaka Lions 21. febrúar Kl. 19.00. Dansleikir: 15. febrúar, 22. mars, 24. apríl, 24. maí, 17. júní. Ï Aðalfundur: 21. mars. Sparidagar í Hótel Örk: 10-15 mars. Opið hús í Hraunseli: 10 maí og 6. júní. Leikhús og bókmenntaferðir: auglýstar sérstaklega. Billjard í kjallara er opin alla daga frá kl. 9 til kl. 16. Ï Ferðalög: Bratislava 8.- 12. maí. Bjartir dagar: Handverksýning 1. júní Nýtt ár gengið í garð Við höfum byggt upp þetta þjóðfélag og skilum því til næstu kynslóðar á þann veg er við megum vera stolt af, með þrotlausu starfi okkar fyrir land og þjóð, til sjávar og sveita. Þakklæti er í algjörlega í öfugu hlutfalli við það fórnfúsa starf er við erum að skila. Eldri borgarar hafa tekið á sig kjaraskerðingu alveg frá t.d. 1. júlí 2009 sem við teljum hefði átt að bæta ok- kur strax og mögulegt var. En hvað skeður, jú fyrst eru hækkuð laun æðstu starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, en millistéttin og lægstu launaþegar eru látnir hafa það sem úti frýs. Það er stutt í næstu alþingiskosningar og örug- glega verður okkur lofað alls konar fríðindum á næstu mánuðum. Við sku- lum vera vel á verði og taka varlega öllum loforðum að fenginni reynslu þessara framboðskanídata. Ef við lítum okkur nær til okkar sveitarfélags, ber okkur að þakka góðan stuðning við starf eldri borgara í Hafnarfirði á umliðnum árum. Vissulega hefur FEBH tekið á sig ýmsa félagslega pósta frá 2008, er áður voru greiddir af Hafnarfjarðarbæ. Þessar upphæðir sem við höfum þurft að bæta á FEBH skipta hundruðum þúsunda, en með góðum styrkjum frá fyrirtækjum hér í Hafnarfirði hefur okkur tekist að halda í horfinu og ber að þakka þessum fyrirtækjum er okkur hafa vel styrkt. Eitt mál er í mjög undarlegum farvegi, það er bygging hjúkrunarheimilis á Völlum. Á meðan hjúkrunarheimili er að rísa upp víðsvegar á landinu þá er ekki sjáanlegt á þessari stundu hvernig þessu máli lyktir hér í Hafnarfirði. En ef til vill skýrast málin í aðdragandi alþingiskosninga, hver veit? Að lokum kæru vinur og félagar dagskrá sú sem hér birtist mun örugglega veita þeim er þátttaka í, góðar og ánægjulegar samverustundir. Dagskráin er að mestu leiti óbreytt frá haustmánuðum, eitt vil ég minnast á það er liður sem heitir “Gaman að vera saman” og er á föstudögum milli 13-15.30 og er hugsaður að fólk mæti til að spjalla í ró og næði án þess að sérstök dagskrá sé endilega skipulögð. En kæru vinir í FEBH og Hafnfirðingum öllum, óskar stjórn FEBH gleðilegs árs 2013 og þökkum innilega samveru ársins 2012. Jón Kr. Óskarsson, formaður FEBH. FÉLAG eldri borgara í hafnarfirði 1) Frá Haukahúsi. • 2) Í Bjarkarhúsi. • 3) Í Ásvalla- laug. • 5) Í gamla Lækjarskóla, byrjar 31. jan. • 6) Annan hvern miðvikudag, byrjar 16. jan. • 7) Hjá Keili til vors. Vefur Félags eldri borgara í Hafnarfirði www.febh.is/ Nú um áramótin var vefur Félags eldri borgara í Hafnarfirði, www.febh.is/, upp- færður. Það er von stjórnar FEBH að sem flestir notfæri sér hann til að afla upplýsinga um starfsemina og þá viðburði sem eru til ráðstöfunar. Félagar eru hvattir til að senda inn fréttir og myndir frá starfsemi félagsins til að birtast á heimasíðu félagsins inn netfang félagsins febh@islandia.is. Hjónin Margréti Guðmundsdóttur og Gísla Engilbertssyni hafa haldið utan um viðburði á vefnum undanfarin ár og er þeim þakkað fyrir ötult starf.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.