Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Side 14

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Side 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. janúar 2013 Það gerist æ sjaldgæfara að minnst sé á St. Jósefsspítala í fjöl­ miðlum. Helst er það að menn séu að velta fyrir sér hvað verði um þær verðmætu bygg ingar í hjarta Hafnar fjarðar sem einu sinni hýstu spítalann. Það er þó ekki ástæð­ an fyrir því að ég er að skrifa þessar línur núna. Í einu blaðanna um síðustu helgi er við tal við Einar Oddson, yfirlækni á meltingar­ sjúk dómadeild Land­ spítalans. Þar talar hann um skort á lækninga­ tækjum á LHS og að ekki sé unnt að fylgj ast með nýjustu tækni og framþróun. Síðan segir hann meðal annars: „Nýjustu tækin sem notuð eru á meltingar­ sjúkdómadeildinni eru þau sem spítalinn fékk frá St Jósefs spítal­ anum í Hafnarfirði þegar honum var lokað fyrir tveim árum.“ Annað dæmi þessu líkt var að dag einn sl. haust átti að fram­ kvæma hnéspeglun eftir slys á LHS en speglunartæki spí tal ans voru biluð. Segir þá einn lækn­ irinn: „En við fengum þessi fínu speglunartæki frá St. Jós­ efsspítala.“ Þetta höfðu hinir ekki vitað en málinu var bjargað. Enn eitt dæmi er að skurðhjúkr­ unar fræðingar á LHS voru að tala um það skömmu eftir að St. Jósefsspítala var lokað að það væri komið svo mikið af fínum skurðstofuverkfærum í umferð. Það voru komin verkfærin frá St. Jósepsspítala. Ég minnist þess þeg ar verið var að vinna að því með öllum ráðum að loka St. Jósefsspítala var ein af ástæðunum fyrir því að hann ætti ekki rétt á sér var að þar væru svo úrelt tæki og lækn ingabúnaður. Ann að hefur komið í ljós. Ég vil líka vekja athygli á því að flest þessara tækja voru gefin af Hafnfirðingum og hafnfirskum fyrirtækjum. Ég hef orðið vör við það ennþá hvað Hafnfirðingar eru bæði sárir og reiðir yfir því að vera rændir sínum góða spítala. Fáir skilja það betur en ég. Ég vil óska Hafnfirðingum farsældar á nýju ári og vona að við berum gæfu til þess að finna húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verðugt verkefni sem fyrst Höfundur er fv. hjúkrunarforstjóri. Lækningatækin góðu frá St. Jósefsspítala Gunnhildur Sigurðardóttir Þegar blekið er varla þornað af samningi Hafn ar fjarðarbæjar við Hauka þar sem bæjarfélagið bjargar félaginu úr skulda súpu hefur Magnús Gunn arsson, fram kvæmda stjóri Hauka og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafn­ arfirði, sagt í blaðaviðtali að hann telji ákvæði um bann við að stofna til nýrra skulda á samn ings tím anum ekki fela alfar ið í sér bann við að Haukar skuldsetji sig, heldur að félag­ inu sé óheim ilt að veðsetja félags heimili sitt! Ákvæðið getur vart verið skýr ara eins og sést í samn­ ingn um og því undarlegt að strax sé reynt að túlka ákvæðið á annan hátt. Fjármálastjóri bæjarins Gerður Guðjónsdóttir segir í svari til Fjarðarpóstsins að eng inn vafi sé í hennar huga hvað ákvæðið þýði. Ekki fjallað um málið í bæjarstjórn Mikill asi var á að klára þetta mál fyrir áramót og var haldinn aukafundur í bæjarráði, ein­ göngu vegna þessa máls og málið hefur ekki komið inn á borð bæjarstjórnar auk þess sem ekkert er um þetta í fjár­ hagsáætlun bæjarfélagsins þó Gunnar Axel Axelsson segi að það rúmist innan hennar. Ljóst er þó að strax þarf að gera við­ auka við nýsamþykkta fjárhags­ áætlunina. Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að ljúka málinu fyrir áramót en viður­ kennir að vandinn hafi verið þekktur um langan tíma. Núvirtur samningur Skv. upplýsingum fjármála­ stjóra bæjarins deilist heildar­ greiðslan á 25 ár þar sem upp­ hæðin er núvirt. Bærinn kaupir 7,1% eignarhluta á árinu 2013 en eftir það lækkar hlutfall eign­ arhlutans sem bærinnn kaupir á hverju ári vegna nú virð ing­ arinnar. Upplýsir hann að ritvilla sé í samningnum um þetta at riði. Þá kemur fram í svari fjár málastjórans að greiðsla skv .samni ngurinn sé í takt við skil mála láns sem Haukar tóku hjá Lands bank anum þegar 150 millj. kr. kúlulán féll í gjald­ daga og stendur í um 200 millj. Óráðsíu velt á bæjarbúa Með þessu hefur bæjarráð ákveðið að skera Hauka úr skulda snöru sem þeir sjálfir settu sig í. Árið 2007 tók aðalstjórn Hauka 150 millj. kr. kúlulán sem greiða átti í einu lagi tveimur árum síðar og formaður Hauka fór ekkert leynt með það að vonast var eftir því að Hafn ar fjarðarbær tæki það yfir. Það gerðist ekki og félagið komst í vanskil. Ástæða kúlulánsins var að létta af rekstrarskuldum deilda félagsins en stærstu skuld irnar tilheyrðu knatt spyrnu deild og handknatt leiksdeild félagsins sem höfðu eytt háum upp hæð­ um m.a. í leikmannakaup. Nú má segja að ósk for manns ins hafi ræst og gott betur. Bygging íþróttamannvirkja hafa sligað fjölmörg sveitar­ félög og hafa glæsihallir verið reystar á forsendum félaganna þó bæjarfélögin greiði að mestu fyrir þau og rekstur þeirra enda eru þau líka notuð undir lögboðna íþróttakennslu við grunnskólana. Margir undrandi Margir eru undrandi á afgreiðslu þessa máls og vitna m.a. til erindisbréfs bæjarráðs og telja ekki að bæjarstjórn hafi falið bæjarráði að ljúka þessu stóra máli enda hafi málið ekki verið tekið upp í bæjarstjórn. Meirihluti fræðsluráðs áformar að byggð verði viðbygging við Áslandsskóla með 4 kennslu­ stofum og íþróttahúsi árið 2013 og tekin í notkun í haust. Ekki ligg ur fyrir með hvað hætti framkvæmdin verður fjár mögnuð. Tillaga full trúa Sjálfstæðis­ flokksins sem lögð var fram í bæjarstjórn 5. des ember sl. snýr að því að kannað verði hvort nýta megi tímabundið laust skólahúsnæði í nálægum skólum til að leysa húsnæðisvanda í nýrri hverfum. Nánari útfærsla myndi vera í höndum fræðsluráðs og viðkomandi skóla. Tillagan er framkomin vegna þess að meirihluti Sam­ fylkingar og Vinstri grænna hefur ekki getað sýnt fram á að skilyrði og heimildir séu í lánasamningum Depfa og Íslandsbanka, né í við­ miðum og heimildum frá eftir­ litsnefnd um fjármál sveitar félaga til frekari skuldsetningar, sem augljóslega fylgir byggingu nýs skólahúsnæðis. Innra starf skólanna og hagur nemenda skiptir mestu máli Undanfarin misseri hefur mjög verið þrengt að starfi grunn­ skólanna og m.a. skiptistundum fækkað ásamt fleiri aðhalds­ aðgerðum sem bitnað hafa á gæðum skólastarfs. Því er mjög mikilvægt að fjármunum sveitar­ félagsins til málaflokksins sé ráðstafað af ábyrgð og forgangs­ raðað í þágu innra starfs skólanna. Það er ljóst að nemendur Áslands­ skóla hafa búið við þrengri kost í húsnæðismálum en samemendur þeirra í grónari hverfum bæjarins. Ennfremur er Vallasvæðið í uppbyggingu og skoða þarf með hvaða hætti viðbótarþörf fyrir skólahúsnæði á því svæði verður mætt. Mikilvægt er að skoða heildstætt hver raun­ veruleg þörf er útfrá fleiri sjónarhornum en þar sem nemenda toppar liggja tímabundið og skoða lausnir sem fela hvort tveggja í sér; sem minnst rask fyrir nemendur og betri nýtingu á fjármagni sveitar félags­ ins með gæði skólastarfs í fyrirrúmi Brýnt að vanda til verka við forgangsröðun verkefna Ekki er unnt að fjármagna bygginguna með eigið fé vegna hárrar greiðslubyrði af erlendum lánum og fyrir liggur fram­ kvæmdaáætlun ársins sem nú er að hefjast, en þar er ekki gert ráð fyrir einni krónu til viðbyggingar við Áslandsskóla eða annarar nýfjárfestingar í skólahúsnæði. Með nýjum sveitarstjórnarlögum og hertum reglum um leyfilegt skuldahlutfald er ennfremur ljóst að fé til nýfjárfestinga verður takmarkað næstu árin og því brýnt að vanda til verka við forgangsröðun verkefna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Frekari skuldsetning bæjarins óheimil samkvæmt samningum Helga Ingólfsdóttir Með öllu óheimilt að stofna til nýrra skulda á samningstímanum Framkvæmdastjóri Hauka telur það bara eiga við um veðskuldir! Íbúar við Hverfisgötu eru margir hverjir ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að gamalt friðað hús verði flutt frá Ólafsvík og sett upp að Hverfisgötu 12 sem er eitt af fáum opnum leiksvæðum í hverfinu. Þann 16. október sl. fjallaði skipulags­ og byggingarráð um umsókn um að flytja þangað hús og tók jákvætt í erindið enda falli það að stefnumörkun Hafnarfjarðar varðandi upp­ byggingu í gamla bænum og myndi lítið hús á þessum stað styrkja götumynd Hverfisgötu. Ráðið fól starfsmönnum sviðsins að vinna áfram að mál­ inu. Skipulags­ og byggingarráð vísaði lóðarumsókn hins vegar til bæjarráðs sem ekki hefur fjallað um hana. Vilja ekki hús á Hverfisgötu 12 Ekki skilgreind sem byggingarlóð „Ólafsvíkurhúsið“ að Hverf­ is götu 12 eins og og umsækj­ andi vill staðsetja það. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.