Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Side 16

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Side 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. janúar 2013 Kínverskt lostæti! Appelsínuönd m/hrísgrjónum kr. 1.890,- Djúpsteiktar rækjur m/ súrsætri sósu Pönnusteiktar eggjanúðlur m/ grænmeti og kjúklingi Kínverskar vorrúllur Pönnusteikt lambakjöt með ostrusósu - hrísgrjón Tilboð fyrir 2 eða fleiri kr. 1.290,- á mann Reykjavíkurvegi 68 • sími 555 6999 • www.kinaferdir.is Opið kl. 11.30 - 14 og kl. 16.30 - 21.30 ...kínverskur veitingastaður síðan 2001 DONG HUANG Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir stöðu starfsmanns lausa til umsóknar Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í fjölbreytt 100% starf sem fyrst Umsækjandi þarf að sýna frumkvæði og geta starfað sjálfstætt. Helstu verkefni: • Færsla á bókhaldi sveitarinnar • Utanumhald á útgáfumálum sveitarinnar • Utanumhald á félagatali sveitarinnar • Auglýsinga- og styrkjasöfnun • Innkaup og öflun tilboða • Aðkoma að daglegum rekstri sveitarinnar • Vinna við fjáraflanir sveitarinnar Hæfniskröfur: • Haldgóð menntun sem nýtist í starfi • Góð tölvukunnátta • Skipulagshæfni • Frumkvæði og drifkraftur Umsókn ásamt ferilskrá skal skila til stjorn@spori.is Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2013. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál Frekari upplýsingar um starfið veita Ragnar í síma 898 6453 eða Dagbjartur í síma 659 9099. Um sjötíu erlendir frisbí leik­ menn frá 15 þjóðlöndum ásamt íslenskum spilurum kepptu að Ásvöllum á fyrsta ultimate frisbí mótinu sem haldið hefur verið hér á landi en mótið var jafnframt fyrsta alþjóðlega mótið í greininni. Þar með tókst Hönnu Þórðardóttur sem búsett er í Svíþjóð að láta draum sinn rætast að halda slíkt mót á Íslandi en mótið var haldið fyrir milligöngu Frisbí íþróttasam­ bands Íslands sem er sérsam­ band fyrir ultimate frisbí og systurgreinina frisbí golf. Ultimate hefur verið æft reglu­ lega á íslandi frá 2005 en félagið Ultimate Reykjavík æfir vikulega í Kópavogi. Ultimate var fundið upp í Bandaríkjunum árið 1968 og er það nú leikið í yfir 90 þjóð­ löndum. Það er þekkt undir nafngiftinni „heimsins rétt­ látasta íþrótt“ því leikmennirnir sjálfir leiða til lykta allar deilur sem upp kunna að koma í leikjum og því er ekki þörf fyrir dómara né vítaköst! Patrick Nadonley sem bú settur er í Bonn og var einn af skipu leggjendum, sagði í sam tali við Fjarðarpóstinn að mikil ánægja hafi verið með mótið. Íslensku leikmönnunum var dreift á liðin og gátu því lært af því að leika með erlendu leikmönnunum. Hann segir íþróttina stundaða með því markmiði að njóta enda gera leikmenn samkomulag um að leika drengilega. Þessi keppni var sk. „hat tournament“ en þá eru liðin valin með því að draga nöfn úr hatti en keppendur voru af báðum kynjum. Patrick segir íþróttina vera mjög hraða en markmiðið er að kasta diskinum til leikmanns sem er á merktu svæði við endalínu en leik­ maður má ekki hlaupa með diskinn né halda honum lengur en í 8 sekúndur og diskurinn má ekki snerta gólfið. Að Ásvöllum var leikið á tveimur völlum innanhús og að sögn Patricks gekk mótið mjög vel, vel hafi tekist til með skipulagningu og erlendu leikmennirnir hafi látið mjög vel af dvölinni hér. Fyrsta alþjóðlega ultimate frisbí mótið var haldið í Hafnarfirði Keppendur komu frá 16 þjóðlöndum Mikill hraði getur verið í leiknum og kasttæknin þarf að vera góð. Leikmenn komu víða að og voru á öllum aldri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Á nýju ári býður Foreldraráð Hafnarfjarðar foreldrum til fyrirlesturs þann 15. janúar n.k. kl. 20 í Hásölum, safnaðar­ heimili Hafnarfjarðar kirkju. Efni fyrirlestrarins er örugg netnotkun barna og unglinga frá SAFT. Hvað geta foreldrað gert? Allir eru velkomnir og er fyrirlesturinn þátttakendum að kostnaðarlausu. Rjúkandi kaffi verður á boðstólnum. Hleypir barnið þitt hverjum sem er inn á heimilið? Hársnyrtistofan Flóki Staðarbergi 2-4 auglýsir stól til leigu Áhugasamir hafi samband við Rakel Ársælsdóttur í síma 862 7830

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.