Prentarinn - 01.01.1981, Qupperneq 6

Prentarinn - 01.01.1981, Qupperneq 6
Hugleiðingar að loknum samningum 1980 Við lá að það tœki verkalýðshreyfinguna heilt ár að ná samningum að þessu sinni, þó er varla hœgt að segja að hreyfingin hafi skipt skapi á öllum þessum langa tíma svo orð sé á gerandi. Og þó, þegar komið var langt fram á vetur hysjuðu samtökin upp um sig, án þess þó að renna upp klaufinni, og boðuðu til eins dags verkfalls með löngum fyrirvara. Til þess verkfalls kom aldrei, samningar tókust og verkalýður landsins fékk nokkra kjarabót, en þó ekkert í líkingu við sólstöðu- samningana góðu, sem þó var upphaflega markmiðið, enda var nú skrifað undir í svartasta skammdeginu. Nú spyrja menn hver annan: Verður okkur launuð biðlundin, heldur kaupmáttaraukningin? Slcer hjarta ríkisstjórnarinnar áfram í takt við hjörtu alþýðunnar? Bókagerðarfélögin höfðu nokkra sér- stöðu í þessu ef til vill lengsta samn- ingaþófi verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Auk þess sem bókagerðarfélögin settu fram hefðbundnar kjarakröfur í þessum samningum fór HÍP fram með kröfur um uppstokkun á 4. kafla kjara- samnings félagsins, en sá kafli fjallar eins og allir vita um nýja tækni í setn- ingargreininni og vinnurétt við þá tækni. Fljótlega eftir að kröfur félagsins voru lagðar fram lýstu Bókbindara- félagið og Grafiska sveinafélagið yfir fullum stuðningi við þessar kröfur HÍP. Bæði félögin litu svo á að þarna væru á ferðinni kröfur sem snertu í grund- vallaratriðum atvinnuöryggi allra starfsgreina innan bókagerðarfélag- anna, og eins hitt að þeir snertu í megin atriðum hvernig yrði farið með samn- inga um nýja tækni í öðrum greinum í framtíðinni. Miklar umræður hafa átt sér stað innan HÍP um þessi málefni undanfar- in ár bæði á félagsfundum, vinnustöð- um sem og í Prentaranum og félags- bréfum HÍP. Undanfari þess að stjórn HÍP sá ástæðu til að krefjast breytinga á 4. kaflanum nú er sá að í umfjöllun og að fenginni reynslu af samkonrulaginu sem gert var 1977 um þessi mál er ljóst að út frá atvinnuöryggissjónarmiðum og faglegum réttindum væri lífsspurs- mál að ná fram breytingum á 4. kafl- anum í anda þeirrar kröfugerðar sem sett var fram. Svo mikla áherslu lögðu menn á þetta mál í upphafi samninganna að samstaða varð um það á milli samninganefnda allra bókagerðar- félaganna að þessum kröfum bæri að hafa algeran forgang í samningsgerð- inni og til samræmis við þetta álit var unnið framan af, eða allar götur þar til menn fóru að tapa trúnni einn af öðrum á réttmæti og mikilvægi þessara krafna HÍP. Atvinnurekendur voru að því leytinu til heiðarlegir í þessu máli að þeir létu okkur vita strax í upphafi að þeir ætl- uðu sér ekki að ljá máls á neinu sem hétu breytingar á 4. kaflanum, sam- komulaginu frá 1977. Upphaflega hafði þessi þvergirðingsháttur atvinnurek- enda þau ein áhrif á okkur að menn þjöppuðu sér einungis betur saman um þessi brýnu hagsmunamál. Menn áttuðu sig á hvílík nauðsyn okkur var að ná fram breytingunum, menn áttuðu sig á lögmálinu: Því harðari sem and- staða atvinnurekendanna er, þeinr mun mikilvægara er málefnið okkur. Eftir að sáttasemjari fékk málið í sínar hendur settum við það strax sem skilyrði af okkar hálfu að viðræður — samningar — um almennu atriði krafn- anna færu aldrei framúr viðræðum um 4. kaflann. Strönduðu viðræður um hann, þá yrði jafnframt viðræðum um önnur atriði slitið, og svo fór. Þá var gripið til þess ráðs að boða til 6 PRENTARINN 1.-1 .'81

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.