Prentarinn - 01.01.1981, Blaðsíða 12
Úr lögum um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum
II. KAFLI
öryggis- og heilbrigðisslarfscmi innan fvrirtækja.
Samskipti atvinnurekenda og starfsmanna.
4. gr. í fyrirtækjum. þar sem eru 1 til 9 starfs-
menn. skal atvinnurekandi og/eða verkstjóri
hans stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum
og öryggi á vinnustað. i nánu samstarfi við
starfsmenn fyrirtækisins og félagslegan trúnað-
armann þeirra. sbr. þó 2. mgr. þessarar greinar.
Forstjóri Vinnueftirlits rikisins getur þó
ákveðið. ef þurfa þykir. að fyrirkomulag það. sem
getið er um i 5. gr.. gildi einnig fyrir starfshópa.
sem getið er í þessari grein. þegar sérstakar að-
stæður eru fyrir hendi. sbr. til dæmis 40. og 44. gr.
laga þessara.
5. gr. í fyrirtækjum, þar sem eru 10 starfsmenn
eða fleiri. skal atvinnurekandi tilnefna einn aðila
af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu
tilnefna annan úr sínum hópi öryggistrúnaðar-
mann. Þeir skulu í samvinnu fylgjast með þvi. að
aðbúnaður. hollustuhættir og öryggi á vinnustað
séu í samræmi við lög þessi.
6. gr. 1 fyrirtækjum. þar sem eru 50 starfsmenn
eða fleiri. skal stofna öryggisnefnd. Starfsmenn
kjósa úr sínum hópi tvo fulltrúa og atvinnurek-
andi tilnefnir tvo fulltrúa. Þessi nefnd skal
skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað. holl-
ustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast
fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit
á vinnustöðum með því. að ráðstafanir er varða
aðbúnað. hollustuhætti og öryggi komi að tilætl-
uðum notum.
Þegar starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins koma i
eftirlitsferðir i fyrirtæki. skulu þeir hafa samband
við atvinnurekanda eða umboðsmann hans.
öryggistrúnaðarmann starfsmanna. félagslegan
trúnaðarmann starfsmanna. sbr. 1. mgr. 4. gr.. og
við öryggisnefndir. þar sem þær eru starfandi.
Nefndum aðilum skal auðvelda. svo sem kostur
er. að leggja vandamál fyrir Vinnueftirlit ríkisins.
7. gr. Stjórn Vinnueftirlits rikisins setur nánari
reglur um skipulag og framkvæmd ráðstafana. er
miða að auknu öryggi og bættum aðbúnaði og
hollustuháttum innan fyrirtækja, svo sem um
stofnun samstarfshópa og öryggisnefnda. um
verkefni þeirra og um daglega stjórn þeirrar
starfsemi. er lýtur að auknu öryggi og betri að-
búnaði og hollustuháttum innan fyrirtækja.
8. gr. Atvinnurekanda er skylt, ef hann er ekki
sjálfur í öryggisnefnd, að skipa i sinn stað aðila
með fullu umboði.
Atvinnurekandi skal stuðla að samstarfi þeirra.
sem kjörnir eru til þess að fjalla um aðbúnað.
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. og þeirra,
sem annast heilbrigðisþjónustu. Ennfremur skal
hann sjá um að þeir, sem til eru kjörnir að fjalla
um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað,
og þeir, sem sitja i öryggisnefnd. fái hæfilegan
tíma miðað við' verkefnasvið, til þess að gegna
skyldum sínum við eftirlit með aðbúnaði, holl-
ustuháttum og öryggi.
Atvinnurekandi skal sjá um. að þeir. sem
kjörnir eru til að fjalla um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi i fyrirtæki hans, fái tækifæri lil þess að
efla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar
varðandi aðbúnað. hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum.
Atvinnurekandi skal veita nefndum aðilum
hlutdeild í skipulagningu að því er varðar að-
búnað. hollustuhætti og öryggi á vinnustað.
9. gr. Atvinnurekandi ber kostnað vegna starfs
að bættum aðbúnaði. hollustuháttum og öryggi
og bætir þeim. sem að því vinna. tekjutap. sem af
kann að hljótast.
Öry'ggistrúnaðarmenn og fulltrúar starfs-
manna i öryggisnefnd njóta þeirrar verndar. sem
ákveðin er í 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttar-
félög og vinnudeilur.
10. gr. Vinnueftirlit ríkisins skal sjá um. að
þegar öryggi og heilbrigði starfsmanna krefst
þess. standi viðkomandi fyrirtækjum til boða
sérfræðileg þjónusta við störf að bættum aðbún-
aði. hollustuháltum og öryggi.
III. KAFLI
Öryggisncfndir sérgreina.
11. gr. Setja má á fót öryggisnefndir í sérgrein-
um, sem í sitja fulltrúar alvinnurekenda og
starfsmanna, til þess að vinna að lausn vanda-
mála, er varða aðbúnað. hollustuhætti og öryggi
innan hverrar sérgreinar.
Nefndir þessar skulu hljóta viðurkenningu
Vinnueftirlits rikisins.
Vinnueftirlit ríkisins getur átt frumkvæði að
stofnun slíkra nefnda. ef stjórn stofnunarinnar
þykir ástæða til.
Öryggisnefndir sérgreina. sem viðurkenndar
hafa verið, geta lagt fram tillögur og látið í ljós álit
sitt um nýjar reglur og einstök mál. sem stjórn
Vinnueftirlits rikisins ákveður að leggja fyrir þær.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins skal. áður en hún
gefur álit sitt um reglugerðir. sem fjalla sérstak-
lega um ákveðnar atvinnugreinar. leita eftir áliti
frá viðurkenndri öryggisnefnd viðkomandi sér-
greinar.
Öryggisnefndir sérgreina hafa það verkefni að
gefa atvinnurekendum og starfsmönnum upp-
lýsingar um þær reglur og ákvæði, sem gilda fyrir
viðkomandi sérgrein.
Öryggisnefndir sérgreina geta sent tillögur til
stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um breytingar á
reglum. er fjalla um viðkomandi sérgrein.
Stjórn Vinnueftirlits ríkisins setur að öðru leyti
reglur um skipulag, verkefni. starfsemi og fjár-
mögnun öryggisnefnda sérgreina.
IV. KAFLI
ALMENNAR SKYLDUR
a. Skvldur atvinnurekenda.
12. gr. Atvinnurekandi merkir í lögum þessum
hvern þann. sem rekur atvinnustarfsemi, sbr. 90.
gr. laga þessara.
Sé starfsemi, sem lög þessi ná til. rekin af tveim
mönnum eða fleiri í sameiningu. telst aðeins einn
þeirra atvinnurekandi samkvæmt þessum lögum,
en hinn/hinir teljast vera starfsmenn. enda vinni
hann/þeir við fyrirlækið. Skal það tilkynnt
Vinnueftirliti rikisins hver sé talinn atvinnurek-
andi.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis telst atvinnurek-
andi i merkingu þessara laga.
Auglýsingar
um atvinnu
Ákveóið er að gera tilraun með að birta
reglulega auglýsingar um atvinnu í
Prentaranum og er það hugsað þannig
að sjálfsögðu að félagsmenn geta sett
inn auglýsingar auk þess sem þessi
auglýsingadálkur er oþinn fyrir atvinnu-
rekendur.
Prentsmiðju úti á landi
vantar þressumann
— Offsetþrentara
— Hæðaprentara
Þeir sem áhuga kunna að hafa
snúi sér til skrifstofu FBM —
Sfmi 16313.
Frá Lífeyrissjóði
bókagerðarmanna
Lífeyrissjóðurinn vekur athygli
trúnaðarmanna og annarra
sjóðfélaga á eftirfarandi á-
kvæði í lögum um lífeyrissjóði
og reglugerð sjóðsins:
Lífeyrir greiðist mánaðarlega
fyrirfram, í fyrsta sinn mánuði
eftir, er laun voru síðast greidd,
og í síðasta sinn fyrir þann
mánuð er réttur til lífeyris fellur
úr gildi.
Aldrei skal þó sjóðsstjórn
skylt að úrskurða lífeyri lengra
aftur í tímann en tvö ár, reiknað
frá byrjun þess mánaðar er
umsókn berst sjóðnum.
Frestur til að
skila inn efni
Ef að takast á að gefa Prentar-
ann út reglulega er nauðsyn-.
legt að setja eindaga á hvenær
efni skuli berast til birtingar í
næsta blað. Frestur til að koma
inn efni í næsta blað rennur út
15. febrúar n. k.
TIL ÞÁTTTAKENDA
á trúnaðarmannanámskeiði
BFÍ, GSF og HÍP 1980
Ákveðið er að þeir sem tóku
þátt í trúnaðarmannanámskeiði
BFÍ, GSF og HÍP 1980 hittist í
Félagsheimili FBM að Hverfis-
götu 21, laugardaginn 14.
febrúar nk. kl. 14. — Mætum
öll.
12
PRENTARINN 1-1,81