Prentarinn - 01.01.1981, Síða 7

Prentarinn - 01.01.1981, Síða 7
3ja og 3ja daga verkfallsaðgerða dag- ana 26.—30. september 1980 til þess að þrýsta á um raunhæfar viðræður um breytingar á 4. kaflanum. Bókbindara- félagið og Grafiska sveinafélagið tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum með HÍP, og urðu þá í raun beinn aðili að þessari kröfugerð HÍP um atvinnu- öryggis- og tæknimálin, enda snerti málið allar greinar bókagerðar eins og áður er að vikið. Þessar aðgerðir urðu svo sannarlega þess valdandi að viðræður hófust, þó draga megi stórlega í efa hversu raun- hæfar þær urðu. Því rniður gróf mein- semdin um sig innan okkar raða í kjöl- far þessarar viðræðulotu. Undirrit- uðum er ógerningur að skilja þær hörmungar sem dundu yfir samninga- nefnd HÍP þá daga sem í hönd fóru þar eð alla þá menn sem í samninganefnd- inni sátu hef ég ekki reynt að öðru en að vera drengskaparmenn, en eitthvað það skeði í okkar röðum sem mér er næst skapi að halda að sé af öðrum heirni. Hverri kröfunni af annarri var varpað fyrir róða ellegar þær af- skræmdar á þann veg að við stóðum á margan hátt verr að vígi en eftir samn- ingana 1977, þá samninga sem allir voru upphaflega sammála um að nauðsynlegt væri að breyta. Endanleg niðurstaða samninganna um 4. kaflann hefur verið kynnt á félagsfundum, svo ekki er ástæða til þess hér að fara ofaní saumana á henni. Hins vegar skal þeim félagsmönnum sem einhverra hluta vegna misstu af þessum fundum bent á að hægt er að fá sérprentun á skrifstofu FBM, þar sem þessi niðurstaða er kynnt. Fá mál hafa valdið jafn miklum ágreiningi og fjaðrafoki í HÍP en ein- mitt þetta mál svo furðulegt sem það verður að teljast. Sjaldan eða aldrei hefur HÍP farið fram með jafn mikil- vægt mál. Kröfur sem þegar snerta at- vinnuöryggi stéttarinnar og munu gera það í vaxandi mæli í allra næstu fram- tíð. Sé litið til þess að í upphafi þessa máls ríkti alger eining um það hvernig ætti að því að vinna, er ótrúlegt að þeir sem þar að auki voru helstu málsvarar þess féllu svo fljótt frá þeirri skoðun sinni. Svo langt gekk þetta að jafnvel var farið að jafna kröfum um atvinnu- öryggi stéttarinnar saman við aðrar kröfur og það sumar hverjar léttvægar. Allt þetta varð til þess að draga úr vitund félagsmanna fyrir mikilvægi þessa máls auk þess sem hamrað var á því við þá að ef eitthvað ætti að fást út úr kröfunum um 4. kaflann þýddi það svo og svo langt verkfall, svo langt gekk þessi endaleysa að farið var að blanda jólahaldi manna inní málið. Svo fór að fimm menn af átta manna samninganefnd HÍP skrifuðu undir samkomulag um 4. kaflann og var þá tekið til við að semja um önnur atriði kröfugerðarinnar. Á fjölmörgum fundum sem haldnir voru um samningamálin á þessum tima var ævinlega deilt um meðferðina á 4. kaflanum, en aðeins á tveim fundum voru gerðar afgerandi samþykktir þar um. Fyrri samþykktin var á þann veg að ekki mætti ganga svo frá samningum um 4. kaflann að ekki væri tryggður okkar réttur á „layoutdeildum" blað- anna, réttur blaðamanna til að skrifa inn eigin texta yrði stórlega rýrður og að öll setning auglýsinga yrði í okkar höndum. Ekkert af þessum atriðum náði fram að ganga í samningunum. Hin afgerandi samþykktin var gerð á sameiginlegum félagsfundi bóka- gerðarfélaganna af félagsmönnum HÍP, samkomulagið var fellt. Meiri- hluti stjórnar HlP ákvað að hunsa gjörsamlega báðar þessar samþykktir félagsfundanna, málið var aldrei tekið upp aftur í samningunum. Sami meiri- hluti taldi heldur enga ástæðu til að taka málið upp aftur og nota pressuna sem varð til þegar boðað var til alls- herjarverkfalls frá og með 17. nóv. 1980 til að þrýsta á um gerð kjarasamninga, sá tími var einungis nýttur til að semja um önnur atriði og veigaminni. Þrátt fyrir þá óánægju sem vissulega ríkti um samkomulagið um 4. kaflann innan BH[ v. PRENTARINN 1.-1 '81 7

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.