Prentarinn - 01.01.1981, Qupperneq 8

Prentarinn - 01.01.1981, Qupperneq 8
félagsins mátti ekki einu sinni freista þess að ná einhverju fram í lokin. í mínum huga hefði það verið betra að sleppa því að fara fram með kröf- urnar um atvinnuöryggis- og tækni- málin heldur en að standa að þessum málum eins og raun ber vitni, máli sem ég vil flokka undir það stærsta og mikilvægasta sem nokkru sinni hefur legið á borði bókagerðarfélaganna bæði fyrr og síðar. FBM kemur örugg- lega til með að þurfa að kljást við þessi mál svo um munar í náinni framtíð og er þá engin iðngreinanna undanskilin. Því er það mjög miður að svona skyldi fara nú og á það ugglaust eftir að þyngja okkur róðurinn. Vissulega getur menn greint á um vinnubrögð í samningsgerð og ævin- lega á sér stað viss kaupmennska, hjá því verður ekki komist. Enda er í sjálfu sér ekki á það deilt hér að framan; á það er lögð áhersla, að með þau atriði sem snerta atvinnuöryggi stéttarinnar er ekki leyfilegt að fara eins og um hverjar aðrar „krónur og aura“ sé að ræða. Greina verður á milli aðalatriða og aukaatriða og haga sér í samræmi við það. Félögin gerðu sér grein fyrir aðal- atriðum þessa máls í upphafi en heykt- ust svo á öllu saman þegar á leið og það löngu áður en tók að sverfa til stáls. Vonandi endurtaka svona vinnubrögð sig ekki aftur. hitt er svo aftur óljóst hvenær félagið fær annað eins tækifæri og við köstuðum frá okkur síðastliðið haust til að fást við þessi mikilvægustu hagsmunamál félagsmanna sem upp hafa komið. Hvað snertir önnur atriði en að framan greinir og útúr þessum samn- ingum komu, getur undirritaður verið sæmilega ánægður eftir atvikum, enda voru þau dýru verði keypt. þar eð höfuðkröfugerðinni var fórnað eins og áður getur. Ekki er ástæða til þess hér að rekja þessi atriði svo rækilega sem þau hafa verið kynnt auk þess sem kjarasamningunum í heild sinni verður dreift til félagsmanna fljótlega. Áður en settur verður punktur aftan við þessar hugleiðingar. vil ég aðeins víkja að því sem getið er lauslega hér í upphafi. Þessir kjarasamningar voru gerðir og undirritaðir með hliðsjón af loforðum ríkisvaldsins, bæði hvað snertir félagsleg atriði svo og loforðum þess um að ekki yrði um kaupmáttar- skerðingu að ræða. Auðvitað gat verkalýðshreyfingin af biturri reynslu sagt sér það sjálf að varlegt er að treysta slíkum loforðum. Og það fór eins og vænta mátti, „ríkisstjórn hjartalagsins" færði íslenskum verkalýð í áramótagjöf að skerða verðlagsbætur sem korna eiga til framkvæmda í mars um 7 stig. Gegn þessu var að vísu fullyrt að kaupmáttur skyldi haldast óbreyttur eða því sem næst, þessar fullyrðingar voru þó klæddar vart skiljanlegu orðalagi hvað þá framkvæmanlegu. Ekki virðist heldur svo sem að nægja eigi að ræna þessum 7 stigum í mars, sterk öfl innan ríkisvaldsins halda því fram að meiri gripdeild á hendur verkalýðnum verði að koma til eigi að lækka verðbólguna og er því eins víst að reynt verði að kroppa af verðbótum sem koma til framkvæmda síðar á árinu. Það sem er þó sorglegast af öllu er það að verka- lýðshreyfingin virðist ekki vera þess megnug að mæta slíkum fantabrögðum af hálfu ríkisvaldsins á viðeigandi hátt. með því að segja upp samningum, látið er nægja eins og oftast áður að mót- mæla. Meinsemdin liggur í því að innviðir verkalýðshreyfingarinnar eru grút- máttlausir, hreyfingin lýtur pólitísku afli sem er henni þar að auki andstætt í grundvallaratriðum. Reynsla okkar af samningunt undanfarinna ára ætti að sýna okkur svo ekki verður um villst að höfuðverkefni okkar er nú að byggja upp innviði hreyfingarinnar. Gera verkalýðshreyfinguna þess megnuga að stýra í stað þess að láta stýrast. —mes. Menningar- pósturinn Það bar oft á góma í ritnefnd HÍP Prentarans að gaman væri að hafa fastan þátt í blaðinu með ,,menn- ingarlegu" efni. Ekki komst neitt fast form á þetta hjá ritnefndinni en nú er meiningin að reyna aö koma þessum þætti á í þessu blaði. í þessu sambandi hvetjum við þá félagsmenn sem eitthvað kunna að vera að fást við að semja eitt og annað að gefa Prentar- anum tækifæri til að birta það. Viö völdum þann kostinn að láta Jóhannes úr Kötlum hefja þennan þátt, en fá Ijóðskáld þessa lands hafa verið drýgri málsvarar ís- lenskrar alþýðu. Ljóðabréf til lítiljar stúlku Jóhannes úr Kötlum Gaman er að ganga á fund við gleði þína og láta hana á sálu sína sumarlangan daginn skína. Þú ert aðeins ofurlítil yngismeyja, — en þeir, sem tímann hjá þér heyja, hugsa ekki til að deyja. Þaö er líkt og Ijósið streymi úr lófa fínum, þegar þú hvítum höndum þínum hjúfrar upp að vanga mínum. Og þá glingrið grípur þú úr gullastokkum björt og sæl, í bláum sokkum, bragar af þínum silkilokkum. Þegar ég horfi í þessi augu þýð og fögur, finnst mér eins og láö og lögur leysist upp í kvæöi og sögur. Upp á hól þú hleypur þar og hoppar niður: kringum þig er frelsi og friður, fuglar. blóm og lækjarniður. Þar er allt, sem illska minnar aldar smáði, allt, sem skáldsins andi dáði, allt, sem móðurhjartað þráði. Riktu þar á .rauðum' kjól, mín rós og lilja, þartil allar þjóðir vilja þína veröld sjá og skilja. 8 PRENTARINN 1.-1 '81

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.