Prentarinn - 01.01.1981, Síða 9
Alþýðusamband íslands -
Á FBM að vera með?
Þegarstofnun Félags bókagerðarmanna
var ákveðin var jafnframt ákveðið að
allsherjaratkvæðagreiðsla réði úrslitum
um það livort félagið yrði aðili að
Alþýðusambandi Islands. Stjórn FBM
hefur nú ákveðið að þessari allsherjar-
atkvæðagreiðslu verði lokið þann 6.
mars n. k.
Eins og öllum er kunnugt eru all-
skiptar skoðanir á því hvort félagið eigi
að verða aðili að ASÍ. Á stjórnarfundi
var ákveðið að gefin skyldi út greinar-
gerð með kjörseðlum frá ágreinings-
aðilum og var Arsæli Ellertssyni falið að
gera greinargerð gegn aðild og Magnúsi
Einari Sigurðssyni var falið að gera
greinargerð með aðild að ASÍ. Þótt
þessum tveimur mönnum hafi verið fal-
ið að semja þessar greinargerðir þá er
ekki þar með sagt að þeir óski ekki eftir
samvinnu í því máli og eru þeir sem
áhuga kunna að hafa á því að taka þátt í
þessu starfi beðnir að snúa sér til þeirra
Ársæls og Magnúsar.
Auk þessara greinargerða er stefnt að
því að boða til félagsfundar þann 8.
febrúar n. k. svo menn geti skipst á
skoðunum um Alþýðusamband íslands
og gildi þess. Það er ástæða til þess að
hvetja alla félagsmenn til að leiða hug-
ann að þessum málum og til að taka þátt
í þeim skoðanaskiptum sem framundan
eru.
Vinnustaðafundir
Stjórn félagsins ákvað að efna til vinnu-
staðafunda á Akureyri og fóru þeir
Magnús Einar Sigurðsson, Ómar
Harðarson og Svanur Jóhannesson
norður.
Byrjað var á því að halda fund í
Skjaldborg. þá var haldinn fundur i
Valprenti og síðast í Prentverki Odds
Björnssonar. Allir fundirnir heppnuðust
vel, menn skiptust á skoðunum um þau
mál sem hæst ber í félaginu nú.
Við höfum nú orðið nokkra reynslu af
því að halda vinnustaðafundi og er það
samdóma álit allra sem þeim hafa
kynnst að þeir séu ákaflega mikilvægir
og beri að fjölga þeim. í þessu sambandi
er rétt að geta þess að mikilvægi þeirra
liggur ekki einungis í því að með þeim
gefst tækifæri til að ná til allra t við-
komandi fyrirtæki og koma á framfæri
upplýsingum um málefni félagsins. Það
sem gerir þessa fundi ef til vill ennþá
mikilvægari er að svo margir félags-
menn taka til máls á þeim og láta í Ijós
skoðanir sínar á hinum ýmsu sviðum og
þannig fær stjórn félagsins öruggari
vitneskju um hver vilji félaganna er í
þeim málum sem verið er að fást við
hverju sinni.
Það er meiningin að fjölga þessum
fundum og nota helst til fulls heimild i
kjarasamningum þar um. Gott væri að
óskir um svona fundi berist til skrifstof-
unnar í meira mæli en hingað til.
Styrkir vegna náms
Stjórn FBM ákvað að notfæra sér
heimild í reglugerð Menningar- og
utanfararsjóðs GSF til að setja eindaga á
umsóknir um styrk úr sjóðnum.
Ástæða þessa er reynsla stjórnar GSF
af úthlutun úr sjóðnum. en hingað til
hefur reynst vandkvæðum bundið að
tryggja að fjármagn sjóðsins endist allt
árið.
Sömuleiðis ákvað stjórn FBM að um-
sóknir um styrk úr Styrktar- og trygg-
ingasjóði FBM vegna náms (sjá 8. gr.
reglugerðar sjóðsins) skyldu berast fyrir
sömu eindaga og ákveðnir eru hjá
Menningar- og utanfararsjóði GSF.
Stjórnin ákvað að eindagar umsókna
skyldu í þessum sjóði verða tveir á ári
hverju, 1. mars og 1. október. Umsókn-
um skal fylgja vottorð frá viðkomandi
fræðslustofnun. skóla eða verksmiðju.
um að umsækjandi hafi verið skráður á
minnst viku námskeið.
Upphæð styrks hefur ekki verið
ákveðin en gera má ráð fyrir að miðað
verði við flugfargjald fram og til baka til
Kaupmannahafnar, sé um utanferðir að
ræða.
Trúnaðarmenn
á vinnustöðum
Áformað er að kosning trúnaðarmanna
FBM á vinnustöðum fari fram svo fljótt
sem verða má. en nokkur undirbún-
ingsvinna er fyrirsjáanleg áður en hún
getur farið fram. Fram að þeim tíma
verða trúnaðarmenn gömlu félaganna
að halda áfram störfum. Á þeim stöðum
sem fleiri en einn trúnaðarmaður er
væntum við þess að þeir starfi saman að
úrlausn mála.
Kosning í
Trúnaðarmannaráð
FBIVI
Frestur til að skila uppástungum í
Trúnaðarmannaráð Félags bókagerðar-
manna rann út föstudaginn 5. desember
1980. Uppástungur bárust um 41 félags-
mann á 4 listum. Tólf uppástungur af
iðnsviði GSF, þrettán uppástungur af
iðnsviði BFÍ og sautján af iðnsviði HÍP.
Stjórn FBM ákvað að skipa kjörnefnd
er úrskurðaði um Iögmæti listanna, í
nefndina völdust Bragi Jónsson, Her-
mann Aðalsteinsson og Sigurður Guð-
geirsson. Nefndin hélt einn fund og
komst hún að þeirri niðurstöðu að allir
listarnir væru lögmætir.
Áformað er að kosningunni verði
lokið 6. febrúar.
Útdráttur úr fundargerðum
stjórnar FBM
19. nóvember1980
1. Starfsmönnum falið að ganga frá
auglýsingu um frest til að skila
uppástungum um menn í Trúnað-
armannaráð FBM. Skilafrestur
ákveðinn til kl. 17.00 þann 5.
desember.
2. Samþykkt að afgreiða um aðild að
Alþýðusambandinu fyrir ASÍ fyrir
áramót. Kosningin verði yfirstaðin
fyrir kl. I7, 12. des.
PRENTARINN 1.-1 ’81
9