Prentarinn - 10.03.1990, Blaðsíða 13

Prentarinn - 10.03.1990, Blaðsíða 13
Starf eldri félaga Um nokkurra ára skeiö hefur veriö efnt til einnrar ferðar á sumri fyrir eldri fé- lagsmenn og jafnframt hefur verið haldinn einn fundur í desember. Þetta framtak fé- lagins hefur mælst vel fyrir og hafa bæði ferðirnar og fundirnir verið fjölsóttir og er það eftilvill vísbending um að auka mætti þetta starf eldri félagsmanna. í bróðurfélög- um okkar á Norðurlöndunum er töluvert öflugt starf hjá þeim félögum sem komnir eru á eftirlauna aldur, stað- reyndin er nefnilega sú að eldri félagsmönnum, eldra fólki veitir svo sannarlega ekki af að standa vörð um hagsmuni sína. Meðfylgjandi myndir eru teknar á fundi eldri félaga í desember s.l. Formanns- kjör Frestur til að skila inn tillögum til formanns í félaginu rann út 10. jan- úar s.l. Einungis var stungið upp á núverandi formanni félagsins, Þóri Guðjónssyni. Hann er því sjálfkjör- inn formaður félagsins til næstu tveggja ára, en hann tók við for- mennsku í því árið 1988. Þórir á námskeiði fyrir trúnaðarmenn í Ölfusborgum Trúnaðar- mannaráð Meðfylgjandi myndir eru teknar á fundi í Trúnaðarmannaráði félags- ins. Oft áður hefur verið fjallað um það hversu mikilvægu hlutverki trúnaðarmannaráðið gegnir og hversu völd þess í félaginu eru mikil, en góð vísa er aldrei of oft kveðin og því eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með störfum ráðsins og þeir sem í því eru hvattir til að sinna þar störfum að fullri ein- urð. .1 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.