Prentarinn - 10.03.1990, Blaðsíða 22

Prentarinn - 10.03.1990, Blaðsíða 22
Mannabreytingar hjá Alþjóðasambandinu Þann 30. apríl 1990 lætur Alfred Kaufmann af störfum sem fram- kvæmdastjóri IGF. Alfred hóf störf hjá IGF árið 1974 og hefur því staðið í eldlínunni í fimmtán ár. Eldlínu einhverra mestu breytinga sem gengið hafa yfir í okkar iðngreinum og á þessum tíma hefur reynt hvað mest á hvers virði alþjóðasamtök eins og IGF eru í réttindabaráttu bókagerðarmanna. Vissulega greinir menn á um hversu mikið gildi alþjóðasambönd á borð við IGF hafa og halda sumir því fram að einungis sé um mátt- vana stofnanir að ræða. Stað- reyndin er þó önnur og ættu allir að geta viðurkennt það ef þeir kynna sér málin. Við í FBM vit- um hvert gildi það hefur haft fyr- ir okkur þegar okkar deilur hafa harðnað að vita af og njóta þess alþjóðlega stuðnings sem IGF svo sannarlega framkallar við slíkar kringumstæður. Við sem höfum setið við stjórnvöl í FBM vitum jafnframt hvers mikils virði það er í okkar störfum að kynnast viðhorfum og reynslu félaga í öðrum lönd- um á þeim málþingum sem fyr- irskrifuð eru í lögum IGF. Alfred Kaufmann hefur reynst góður framkvæmdastjóri og hefur unn- ið sér aðdáun allra þeirra sem hafa átt samskipti við hann, hið daglega starf á erfiðum tímum hefur að mestu mætt á honum og hann hefur leyst málin af lip- urð en festu. Félag bókagerðar- manna þakkar honum vel unnin störf og skilning á stöðu okkar litla félags innan alþjóðasamtak- ana um leið og honum fylgja kveðjur um ánægjulega framtíð. Maður kemur í manns stað. Þann 3. janúar 1990 hóf Robert William Tomlins störf hjá IGF, en hann tekur við af Alfred þeg- ar hann lætur af störfum í apríl. Bob eins og hann er kallaður fæddist 12. janúar 1941 og er þvf tæplega fimmtugur. Hann hefur verið virkur í störfum enskra bókagerðarmanna frá því árið 1973 og nýtur þar virðingar sem áræðinn og stéttvís félagi. Hann er heldur ekki óþekktur innan IGF félaga, enda verið virkur á þingum þess og í nefndum á þess vegum. Félag bókagerðar- manna býður Bob velkominn til starf og óskar honum góðs gengis í krefjandi starfi. Aðal- stöðvar IGF hafa hingað til verið í Bern en nú er verið að flytja þær til Brussel. Ástæður þess eru að sjálfsögðu tengdar þeim breytingum sem nú eiga sér stað í Evrópu og þeirri stað- reynd að í Brussel slær „hjarta" Efnahagsbandalagsins. Ástæða er til að ætla að starfsemi IGF verði við flutningana enn mark- vissari og þjóni betur en áður aðildarfélögum IGF. Á þessum sama stað er jafnframt starfsemi Evrópusambands bókagerðar- manna, sem starfar innan IGF, en aðildarfélög IGF eru að sjálf- sögðu mun fleiri en þau sem koma frá Evrópu, innan IGF eru félög frá öllum heimsálfum. Alfred Kaufmann Robert William Tomlins 22 PRENTARINN 1.10.'90

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.