Verktækni - 15.10.1996, Side 2

Verktækni - 15.10.1996, Side 2
VERKTÆKNI Leiðarinn Um launajafnrétti Nokkuð hefur verið fjallað um launamismun kynja á vinnumarkaði. Reykjavíkurborg lét nýlega gera könnun meðal eigin starfsmanna (og starfskvenna) á launamun kynja. Niðurstöður eru um margt athygli- verðar. Fram kom að launamunur kynja á samnings- bundnum grunnlaunum er ekki mikill sé tekið tillit starfsaldurs, innan sömu starfsstétta osfrv. Hins veg- ar sé nokkur munur á heildargreiðslum og ýmsum aukagreiðslum til kynjanna. Borgarstjóri hefur í tilefni af þessum niðurstöðum gefið út yfirlýsingar um áherslur í komandi kjara- samningum þar sem nú skuli sem áður leggja sér- staka áherslu á að jafna launahlut hefðbundinna kvennastarfa. Enginn skyldi efast um að laun í hefð- bundnum kvennastörfum eru lág, alltof lág. Það á því að leggja áherslu í næstu samningum að hækka laun þeirra stétta umfram það sem almennt mun gerast á vinnumarkaðinum en ekki nota þessi viðhorf til að halda niðri eðlilegum kaupmáttarauka hefðbundinna karlastétta enda skaðlegt samstöðu kynjanna um launajafnrétti. Það er staðreynd að til að framfleyta meðalfjölskyldu á íslandi, þarf tvo útivinnandi einstaklinga. Það að halda niðri launum annars þeirra eða beggja krefst einfaldlega meira vinnuframlags af þeim er hefur hærri tekjur. Það er í flestum tilfellum karlmaðurinn þó munur hjá Reykjavíkurborg sé lítill á grunnlaun- um og þar af leiðandi lítill munur á yfirvinnukaupi. Vegna óhóflegrar skattpíningar á Islandi og þeirrar staðreyndar að grunnlaun hjá t.d. Reykjavíkurborg eru skammarlega lág, þá þarf óhóflegt vinnuframlag að koma til, til að tekjur aukist að einhverju marki með aukinni vinnu. Þessar fjarvistir, oftast heimilis- föðursins bitna fyrst og fremst á heimilinu og móta viðhorf afkomenda til heimilisstarfa og hvort foreldri skuli vera fyrirvinnan. Einfaldasta leiðin til að tryggja jafnrétti innan hverr- ar starfsstéttar er að setja inn í annars hlægilega taxta allar hefðbundnar aukagreiðslur t.d. óunna yfirvinnu. Nú er lag í næstu samningum að jafna hlut kven- tæknifræðinga og -verkfræðinga með því að setja all- ar aukagreiðslur inn í launin og tryggja þannig að samkvæmt gerðum samningum væru greidd sömu laun jafnt til kvenna og karla. Samkvæmt könnun Reykjavíkurborgar er þetta nefnilega best tryggt í kjarasamningum. Þetta er ekki stórt skref fyrir Reykjavíkurborg þar sem t.d. 35 af 45 félagsmönn- um SV starfandi hjá Reykjavíkurborg eru í Lífeyris- sjóði verkfræðinga og hefði ekki afgerandi áhrif á heildar launakostnað Reykjavíkurborgar ef auka- greiðslur væru teknar inn í föst laun. A almennum markaði er ekki óalgengt að nýútskrif- uðum verkfræðingum sé greitt um það bil 140.000 - 150.000 krónur á mánuði. Það eru byrjunarlaun sem verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkur- borg geta bara látið sig dreyma um. Það getur ekki verið aðlaðandi fyrir kvenverkfræðing eða kventæknifræðing (frekar en karla) að ráða sig eftir fjögurra til sex ára háskólanám til Reykjavíkur- borgar á launum sem eru á bilinu 70.000 - 80.000 krónur á mánuði fyrir skatt! Slíkum vinnustöðum ætti beinlínis að vara við. Tillaga undirritaðs til kvenmanna í tæknigreinum er því þessi: Leitið frekar á vinnumarkað þar sem kynjum er ekki mismunað af vinnuveitanda og þar sem samið er um laun sem sannarlega eru greidd. Jónas G. Jónasson verkfr. Framkvœmdastjóri SV Breyting á skattmati í staðgreiðslu frá 1. júní Frá og með 1. júní 1996 breytist skattmat á kílómetragjaldi og dagpeningum. Mat á endurgreiddum bifreiðakostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, verður: Almennt gjald Fyrstu 10.000 km Næstu 10.000 km Umfram 20.000 knt kr. 35,15 pr. km kr. 31,45 pr. km kr. 27,75 pr. km Kílómetragjaldið sem miðast við „sérstakt gjald” eða „torfærugjald” sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður verður: Sérstakt gjald Fyrstu 10.000 km Næstu 10.000 km Umfram 20.000 km kr. 40,50 pr. km kr. 36,25 pr. km kr. 31,95 pr. km Torfærugjald Fyrstu 10.000 km Næstu 10.000 km Umfram 20.000 km kr. 51,55 pr. km kr. 46,15 pr. km kr. 40,70 pr. km Hlunnindamat vegna takmarkaðra afnota Hlunnindi vegna takmarkaðra afhota af biffeið launagreiðanda verða 35,15 pr. km ffá og með I. júní. Dagpeningar erlendis Mat á dagpeningum erlendis til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum frá og að flugvöllum og öðrum sambærilegum fargjöldum erlendis verður sem hér segir: Almennir dagpeningar Gisting Annað Samtals Svíþjóð, Bretland og Sviss SDR 95 86 181 New York SDR 97 65 162 Asía SDR 125 100 225 Annars staðar SDR 78 86 164 Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa Gisting Annaö Samtais Svíþjóð, Bretland og Sviss SDR 61 55 116 New York SDR 62 41 103 Asía SDR 81 65 146 Annars staðar SDR 51 55 106 Dagpeningar innanlands Mat á dagpeningum til greiðslu á gistingu og fæði innanlands verður: Gisting og fæði í einn sólahring kr. 8.400 Gisting í eina nótt kr. 4.900 Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 3.500 Fæði hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 1.750 Skilyrði fyrir því að halda megi dagpeninga- greiðslum utan staðgreiðslu eru þau að fyrirliggjandi liggi gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpeninga eða eftir atvikum reikningar frá þriðja aðila, svo og nafn og kennitala launamanns. Nýir félagsmenn í Tæknifræðingafélagi íslands Aðalsteinn Þórhallsson, f. 30.10.68. Nám: Stúdent frá MK 1988. B.Sc. í byggingatækni- fræði frá TÍ 1993. Sveinspróf frá FB 1995. Starfar hjá Hönnun og ráðgjöf hf. Reyðarfirði. Maki: Stefanía Baldursdóttir, kennari. Bjarni Bentsson, f. 21.08.60. Nám: Vélskóli íslands II stig. BS í véltæknifræði frá Odense Teknikum 1985. Starfar hjá Vinnu- eftirliti ríkisins. Maki: Klara Björg Olsen, tækniteiknari. Börn: Helga Dagný (f. 92) og María Kristín (f. 94). Amar Pálsson, f. 18.07.65. Nám: Stúdent frá Fjölbr. Ár- múla 1965. Iðnrekstrarfræðingur fráTÍ 1989. Iðnaðartæknifræði frá TÍ 1992. Starf: Deildartækni- fræðingur hjá Pósti og síma. Maki: Hildur Ruth Markúsdóttir, leikskólakennari. Einar Már Jóhannesson, f. 20.12.64. Nám: Raungreina- próf frá TÍ 1992. B.Sc. í bygg- ingatæknifræði frá TÍ 1995. VERKTÆKNI er gefin út af Verkfræðingafélagi íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi Islands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Upplag blaðsins er 2200 eintök. Ritstj og ábm: Birgir Jónsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja Blaðnefnd: Guðmundur R. Jónsson (VFÍ) formaður, Árni Geir Sigurðsson (SV) og Charles Ó. Magnússon (TFI) auk ritstjóra. Óheimilt er að nota efni úr VERKTÆKNI til birtingar annars staðar án leyfis ritstjórnar eða greinarhöfunda í þeim tilfellum sem það á við. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavík Sími: 568 8510 • Símbréf: 568 9703 Tölvupóstur: sv@centrum.is 2

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.