Verktækni - 15.10.1996, Blaðsíða 1
Álit umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar
í starf byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðisins
Samkvæmt gögnum málsins
eru helstu málavextir þessir:
Hinn 30. apríl 1994 auglýstu
byggingarnefndir Eyjafjarðar-
svæðis eftir byggingarfulltrúa.
í auglýsingunni kom fram, að
starfið væri laust frá 1. júní
1994. Hinn 19. maí 1994 sótti
Jónas Vigfússon, byggingar-
verkfræðingur, um starfið. Alls
voru umsækjendur 15. Þeirra á
nteðal var X húsasmíðameist-
ari, sem var aðstoðarmaður
byggingarfulltrúa Eyjafjarðar-
svæðis frá 1981 -1991, er þáver-
andi byggingarfulltrúi féll frá,
og var ráðinn byggingarfulltrúi
tímabundið frá 1. maí 1992 til
ársloka 1993.
Hinn 26. maí 1994 ákvað
sameiginlegur fundur bygg-
inganefnda Eyjafjarðasvæðis að
ráða X í stöðuna. Bókun þess
efnis var samþykkt með 6 at-
kvæðum gegn 2, en 4 sátu hjá.
Tveir þeirra er l'undinn sátu
voru náskyldir X, annar þeirra
föðurbróðir hans og hinn og X
eru systkinaböm.
Jónas Vigfússon kærði
ákvörðunina til umhverfisráðu-
neytis, sem úrskurðaði að hún
skyldi standa óbreytt.
Af hálfu Jónasar Vigfússon-
ar er því haldið fram, að X hafi
ekki uppfyllt hæfisskilyrði 1.
mgr. 21. gr. byggingarlaga nr.
54/1978, og ekki hafi átt við
hann undantekningarákvæði 2.
og 4. mgr. sömu greinar. Af
þessum sökum telur Jónas, að
óheimilt hafi verið að lögum að
ráða X í umrædda stöðu.
Samkvænt I. mgr. 21. gr.
byggingarlaga skal byggingar-
fulltrúi vera arkitekt, bygging-
arfræðingur, byggingartækni-
fræðingur eða byggingarverk-
fræðingur. í dreifbýli er heim-
ilt að ráða búfræðikandidata úr
tæknideild búnaðarháskóla í
stöðu byggingarfulltrúa í viss-
um undantekningartilfellum.
í gögnum málsins kemur
fram að X, sem ráðinn var í
stöðuna, sé húsasmíðameistari.
í málinu er óumdeilt að X, upp-
fyllti ekki menntunarskilyrði 1.
mgr. 21. gr. laganna, þegar
hann var ráðinn. Kemur þá til
athugunar hvort undantekning-
arákvæði 21. gr. hafi heimilað
ráðningu hans í stöðuna.
í 2. mgr. 21. gr. byggingar-
laga er mælt svo fyrir, að fáist
ekki maður í stöðu byggingar-
fulltrúa, sem uppfylli skilyrði I.
mgr., geti sveitastjóm að fengn-
um tillögum byggingarnefndar
ráðið húsasmíða- eða múrara-
meistara lil starfans, enda hafi
hann tveggja ára starfsreynslu,
sem byggingamefnd meti gilda.
Þar sem um stöðuna sóttu um-
sækjendur, sem uppfylltu mennt-
unarkröfur 1. mgr. 21. gr. bygg-
ingarlaga, gat undantekningará-
kvæði 2. mgr. 21. gr. ekki átt við.
í 4. mgr. 21. gr. er einnig
undanþága frá menntunarskil-
yrðum 1. mgr. 21.gr. laganna,
en þar segir, að þeir, sem gegni
störum byggingarfulltrúa við
gildistöku laga þessara, skuli
hafa rétt til að gegna starfi sínu
áfram, þótt þeir fullnægi ekki
skilyrðunt 1. mgr. 21. gr.
Byggingarlög nr. 54/1978 öðl-
uðust gildi l.janúar 1979.
í úrskurði umhverfisráðu-
neytisins frá 30. nóvember
1994 kentur fram, að X hafi
verið aðstoðarmaður bygging-
arfulltrúa og „í reynd margsinn-
is gengt starfi byggingarfulltrúa
á árunum 1982 til ársloka 1985
...” Undanþága 4. mgr. 21. gr.
tekur því ekki til X þegar af
þeirri ástæðu, að hann var ráð-
inn aðstoðarmaður byggingar-
fulltrúa rúmum tveimur árum
eftir að lögin tóku gildi og
gengdi því ekki störfum bygg-
ingarfulltrúa “ við gildistöku
lagana “.
' ;,Eins og ég hef áður vikið
að, eru hæfisskilyrði í eðli sín-
um lögfest lágmarksskilyrði,
sem opinberrir staifsmenn
verða að uppfylla til þess að
geta fengið starf og haldið því,
sbr. álit mitt í máli 382/1991,
SUA 1992:151. Þar sem fyrir
lá, að X uppfyllti ekki lagaskil-
yrði 21. gr. byggingarlaga, þegar
tekin var ákvörðun um veitingu
stöðu byggingarfulltrúa Eyja-
fjarðarsvæðis, var að lögum
óheimilt að veita honum stöðuna.
Samkvæmt framansögðu er
það niðurstaða mín að veruleg-
ur annmarki hafi verið á ráðn-
ingu byggingarfulllrúa Eyja-
fjarðarsvæðis, þar sem í stöð-
una var ráðinn maður, sem ekki
uppfyllti almenn hæfisskilyrði
samkvæmt byggingarlögum.
Einnig er aðfinnsluvert, að um-
hverfisráðuneytið úrskurðaði ekki
í kærumáti Jónasar innan lögboð-
ins frests og fjallaði ekki um öll
þau atriði sem kærð voru.“
Ofangreint er úrdráttur úr
áliti umboðsmanns Alþingis,
Gauks Jörundssonar,
dags. 10. október '96.
Viðbrögð jónasar Vigfússonar
Verktækni hafði samband við Jónas Vigfússon
verkfræðing og var hann að vonum ánægður með
úrskurð umboðsnianns Alþingis. Kvaðst hann bíða eftir
viðbrögðum umhvernsráðherra, byggingarnefnda og
sveitastjórna í Eyjafirði.
Jónas starfar nú sem sveitarstjóri og byggingar-
fulltrúi á Kjalarnesi. I ofangreindu kærumáli hafði
Jónas aðra túlkun á byggingarlögunum frá 1978 en
bygginganefndirnar í Eyjafirði og umhverfisráðuneytið.
Þar sem umboðsmaður Alþingis túlkar lögin eins og
Jónas gerir, er það mikill stuðningur fyrir Jónas í
núverandi startl hans, því hann þarf að vinna eftir
þessum lögum. Úrskurður umboðsmanns er hins vegar
alvarlegur álitshnekkir fyrir byggingarnefndirnar í
Eyjafirði, sem eiga að starfa eftir þessum sömu lögum.
Einnig er úrskurðurinn alvarlegt inál fyrir umhverfis-
ráðuneytið sem fer með yfirstjórn byggingarmála í
landinu.
Þess má geta að VFÍ, TFÍ og AÍ mótmæltu
ráðningunni bréflega til umhverfisráðuneytis og SV
kom Jónasi í samband við lögfræðing félagsins.
OPIN KERFI HF
HEWLETT®
PACKARD
Höföabakka 9 112 Reykjavík Sfmi: 567 1000 Fax: 567 3031