Verktækni - 01.06.1997, Side 1

Verktækni - 01.06.1997, Side 1
Stéttarfélag verkfræðinga • Tæknifræðingafélag íslands Verkfræðingafélag íslands • 8. tbl. 3.árg. júní 1997 Arnbjörg hætt Ambjörg Edda hefur eignast marga vini í röðum verkfræðinga og hennar verður saknað. Arnbjargarskeiðið er líka þegar orðið sérstakur kafli í sögu félagsins. Nú þegar Arnbjörg Edda Guðbjömsdóttir lætur af starfi framkvæmdastjóra VFÍ, vill stjóm félagsins færa henni alúðarþakkir fyrir hennar mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins og óska henni og fjölskyldu hennar heilla um ókomin ár. Pétur Stefánsson formaður VFI Hinn 1. júní s.l. lét Arnbjörg Edda Guðbjöms- dóttir af starfi framkvæmdastjóra VFÍ og TFÍ að eigin ósk. Raunar sagði hún starfi sínu lausu frá og með 1. desember s.l. en féllst á þau eindregnu tilmæli formanna félaganna að gegna starfinu út félagsárið og þar til vetrarstarfinu lyki. Ambjörg Edda tók við framkvæmdastjórastarfi VFÍ í desember 1988. Þá voru miklir erfiðleikar í rekstri félagsins, miklar skuldir eftir húsbyggingu og lán í vanskilum. Arnbjörg hóf þegar endur- reisnarstarfið af sinni alkunnu elju og mátti á næstu árum oft sjá ljós í Verkfræðingahúsi fram á nætur. Mun vart ofmælt að Arnbjörg hafi í félagi við þáverandi formenn og stjórnir félagsins unnið þrekvirki við að endurreisa fjárhag félagsins. Hlutur hennar í hinni öflugu stöðu VFÍ í dag með skuldlausa húseign og drjúgan sjóð er því ótvíræður. Reglusemi í fjármálum fylgir gjarnan reglusemi Arnbjörg Edda GuSbjörnsdóttir framkvœmdastjóri VFÍ og TFI lét af störfum I. júní. Er hennar sárt saknað. Hér faðmar hana Brynja Guðmundsdóttir fv. stjórnarmaður í VFI. (Ljósmynd Birgir Jónsson) á öðrum sviðum. Arnbjörg er einstök reglu- manneskja á pappír. Skrifstofurekstur VFÍ hefur því í hennar tíð verið um flest til fyrirmyndar, bréfum svarað strax og hvert skjal á sínum stað. Dugnaður og reglusemi er kannski það sem fyrst kemur í hugann þegar horft er yfir „Arnbjargarskeiðið“ í sögu félagsins. Frá árinu 1994 hefur Ambjörg einnig gengt framkvæmdastjórastarfi TFI. Ekki er að efa að þessi ár hafi verið erilsöm, þó aldrei væri orð á gert. Nú þegar Ambjörg kýs að láta af starfi hefur hún margítrekað að það sé ekki af neinskonar óánægju með menn eða málefni, þvert á móti hafi hver dagur verið henni til gleði. Tíminn sé bara einfaldlega kominn. Við viljum gjaman trúa þessu og hljótum að virða hennar ákvörðun. Okkar vandi verður hins vegar að finna verðugan arftaka, en sú leit stendur einmitt sem hæst. Ásta Malmquist Sigurður Þorvaldsson Ólafur Einarsson Landsbanki íslands / forystu til framtiðar Fimm ástæður til að skipta um banka 1. Persónuleg og hröð þjónusta Símabankinn veitir alhliða bankaþjónustu á persónulegan hátt. Við svörum þegar þú hringir og sinnum öllum þínum málum hratt og örugglega, án þess að þú þurfir nokkurn tíma að fara í bankann. 2. Hagræöi og þægindi Engar biðraðir - enginn akstur eða hlaup. Með einu símtali getur þú gengið frá bankaviðskiptum þínum - hvar sem þú ert, hér á landi og erlendis. 3. Hærri innlánsvextir og lægri útlánsvextir Vegna þess hagræðis sem fylgir því að hafa ekkert útibú og hraða afgreiðslu bjóðum við hærri innlánsvexti og lægri útlánsvexti en aðrir bankar. 4. Opið lengur Nú getur þú gengið frá bankaviðskiptum þinum, með einu símtali, áður en þú leggur af stað til vinnu eða eftir að þú kemur heim. Við höfum opið frá klukkan átta á morgnana til klukkan sjö á kvöldin. 5. Gagnkvæmt traust og öryggi I Símabankanum leggjum við áherslu á persónulegt samband við viðskiptavini okkar.Við lánveitingar b/ggjum við mat okkar fyrst og fremst á greiðslugetu.fjárhagsstöðu og viðskiptasögu lántakenda sjálfra - ekki á ábyrgðarmönnum. Símabankinn er í eigu Landsbanka íslands sem tryggir öryggi sparfjár þíns. Sí ma ba n ki - allt annaö líf hringdu núna! Opið virka daga kl. 08.00 - 19.00 • PÓSTFANG: simabanki@lais.is • VEFFANG: http://www.lais.is/simabanki ________________________________________________________________________________________________________________ OPIN KERFI HF Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími: 570 1000 Fax: 570 1001

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.