Verktækni - 01.06.1997, Qupperneq 4
VERKTÆKNI
Hinn 25. apríl s.l. stóð VFÍ
fyrir skoðunarferð í Hvalfjarðar-
göng. Farið var með hópferðarbíl
frá Verkfræðingahúsi kl. 15.30 og
komið að bækistöðvum Fossvirkis
og Spalar við suðurmunna gang-
anna upp úr kl. 16. Þátttakendur,
sem voru milli 50 og 60, settust nú
í boði heimamanna inn í matsal og
hlýddu á fróðlegan fyrirlestur
Hermanns Sigurðssonar, staðar-
stjóra Fossvirkis. Eftir fróðlegar
umræður var svo haldið niður í
göngin í 60 manna rútunni sem fór
hátt á annan km inn í göngin.
Þaðan var gengið inn að stafni
ganganna, en svo vildi til að þessa
helgi náðu göngin 2/3 af
væntanlegri gangalengd, eða um
3,6 km. samanlagt að norðan og
sunnan.
Eftir nokkra dvöl við ganga-
stafn var haldið í félagsheimili
Kjalnesinga, Fólkvang, þar sem
Fossvirki bauð til hófs í samvinnu
við Kjalameshrepp. Páll Sigur-
jónsson forstjóri Istaks bauð gesti
velkomna í hófið, sem fór hið
besta fram og voru veitingar hinar
glæsilegustu, bæði í föstu og
íljótandi formi. Komu menn sælir
og ánægðir í bæinn nokkru eftir
sjónvarpsfrétir.
Horft norður yfir Hvalfjörð á gangasvœðinu. Cangamunninn hérna megin er á hak við tvílyfta skrifstofuhúsið á miðri mynd. Munninn norðan megin er undir háu
myndinni sjást stórir haugar afefni sem hefur komið út úr göngunum.
Ræða Eiríks Briem
fyrir 30 árum
í veglegu samkvæmi í boði
Fossvirkis í Fólkvangi, félags-
heimili Kjalnesinga, rifjuðu Páll
Sigurjónsson forstjóri ístaks og
Einar B. Pálsson prófessor, upp
skemmtilega fræðsluferð á vegum
Verkfræðingafélagsins austur í
Búrfellsvirkjun fyrir 30. árum, er
sú virkjun var í byggingu. Eftir að
framkvæmdir við Búrfell höfðu
verið skoðaðar, var farið niður í
félagsheimilið Ames þar sem
boðið var upp á veitingar. Á þeirri
samkomu átti Eiríkur Briem
forstjóri Landsvirkjunar að halda
erindi um: “ Orkumál Islands í
fortíð, nútíð og framtíð”. Ræðan
var einhvem veginn á þessa leið,
eftir frásögn þeirra Páls og Einars.
“Þið vitið allir hvað gert hefur
verið hingað til í orkumálum
Islands. I dag hafið þið svo séð
hvað verið er að gera núna í
orkmálum Islands. Um framtíðina
í orkumálum fslands veit svo ekki
nokkur maður!”. Svo mörg voru
þau orð og varla þarf að taka fram
að ræðan féll í góðan jarðveg
austur í Ámesi, og ekki var annað
að sjá en að ný kynslóð
verkfræðinga í Fólkvangi kynni
einnig að meta ræðu Eiríks. f
umræðum um ræðuna mátti meðal
annars heyra að hún hafi verið
hnitmiðuð og sérstaklega
“verkfræðileg”.
BJ
Hvalfjarðargöng
Ekki BOT, BOOT eða
BOOST, heldur fyrsta
BIGFOOT mannvirkið
Á síðasta áratug hefur það
mjög aukist að ýmis stórverkefni,
sérstaklega í samgöngumálum,
hafa ekki verið fjármögnuð og
byggð á vegum opinberra aðila
eins og áður tíðkaðist, heldur hafa
mörg stórverkefni verið byggð og
rekin tímabundið af einkaaðilum
uns þeir hafa aflað tekna af
mannvirkinu sem svarar
fjármögnun þeirra ásamt hæfdegri
ávöxtun. Ein aðal ástæðan fyrir
slíkum verkefnum hefur verið að
stór verktakafyrirtæki hafa ekki
haft nóg að gera á seinni helmingi
níunda áratugarins og hafa því
beitt sér fyrir útvegun fjármagns í
ýmsar stórframkvæmdir á þennan
hátt. Þessi verkefni eru oftast
nefnd “BOT” eða “BOOT”, á
ensku , sem stendur fyrir “BUILD-
Þeir Páll Sigurjónsson, forstjóri Istaks og Einar B. Pálsson fv. prófessor sögðufrá
ýmsu skemmtilegu. Ljósm.: Birgir Jónsson.
* •
wr
Félagsmenn hlýða á mál Páls Sigurjónssonar forstjóra Istaks og Einars B. Pálssonar t Fólksvangi á Kjalarnesi, en þar bauð Fossvirki til samkvœmis að lokinni ferð niður í göngin.
OPERATE-TRANSFER” eða
“BUILD-OWN-TRANSFER” í
fyrra tilfellinu og “BUILD-OWN-
OPERATE-TRANSFER” í því
seinna. Á Islensku mætti kalla
þessi verk BRA (BYGGJA-
REKA-AFHENDA) eða BERA
(BYGGJA-EIGA-REKA-
AFHENDA).
Það var fyrrum forsætis-
ráðherra Tyrklands, Turgut Ozal,
sem ekkert vit hafði á verklegum
framkvæmdum, sem fyrstur notaði
skammstöfunina BOT. Illar
tungur sögðu að hann hefði ekki
getað borðið fram ensku orðin þrjú
og því gripið til
skammstöfunarinnar, sem allir
hafa síðan tekið upp eftir honum.
Ein önnur útgáfa á skamm-
stöfunum hefur einnig verið í
gangi, þ.e.”BOOST” (BUILD-
OWN-OPERATE-SUBSIDIZE-
TRANSFER), í þeim tilfellum þar
sem opinberir aðilar hafa komið
með framlag í verkefnið,
annaðhvort strax í upphafi eða
dregið verkefnið að einhverju leyti
að landi, ef það hefur ekki náð
endum saman.
Hvalfjarðargöngin eru þó með
mun flóknari fjármögnun en hér
hefur verið lýst, þar sem Spölur,
fyrirtækið sem kom verkinu af
stað og ætlar að reka göngin í 20
ár, kemur ekki með sína
fjármögnun að verkinu fyrr en eftir
að göngin hafa verið byggð og
rekin í þrjá mánuði af
verktakanum, sem sér alveg um að
fjármagna og ábyrgjast verkið á
byggingartíma og þrjá mánuði í
VFI efndi til mjög góðrar ferðar í Hvaljjarðargöng 25. apríl síðastliðinn. Mœttu milli 50 og 60 manns. Hér hlýða gestir á kynningu Hermanns Sigurðssonar staðarstjóra Fossvirkjis í matsal verktakans.
4