Verktækni - 01.06.1997, Page 8

Verktækni - 01.06.1997, Page 8
VERKTÆKNI Dagbókin Verk-tækni Open Áætlað er að halda golfmót verk- og tæknifræðinga, þ.e. fyrir félagsmenn í VFÍ, SV og TFÍ, föstudaginn 8. ágúst 1997. Mótið verður haldið á Vífilsstaðavelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni einstaklinga, en einnig sveitakeppni milli verk- og tæknifræðinga (5 bestu skor). Makar velkomnir. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu- verk- og tæknifræðinga að Engjateigi 9, en þar sem skrifstofan verður lokuð í júlí verður skráning og upplýsingar veittar hjá Gústaf í heimasíma 567 1422. Vallargjald og kvöldverður kr. 1.800.-. CLIMA 2000 Alþjóðlega ráðstefnan, CLIMA 2000, sem fjallar um loftræsti- og kælitækni verður haldin í Brussel 30. ágúst - 2. sept. 1997. Nánari upplýsingar gefur Jón Sigurjónsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, fax: 567 8811. NIM fundur í Reykjavík Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra verkfræðinga- félaganna á Norðurlöndum „Nordisk Ingeniörmöde" var haldið í Reykjavík dagana 5. og 6. júní sl. Á fundinn mættu 2 fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð og íslandi. Frá Finnlandi komu 4 fulltrúar, en þar eru tvö félög (TFiF og TEK) bæði fyrir sænsku- mælandi og finnskumælandi Finna. Frá Danmörku komu 6 fulltrúar, þ.e. frá Hovedforeningen, Ingeniörforbundet og Ledende og Selvstændige Ingeniörer. Meginþemu fundarins voru vinnuskipulag (fjarvinnsla), eftir- menntun og staða verkfræðinga. Það kom fram á fundinum að atvinnuástand verkfræðinga á Norðurlöndum er almennt gott, atvinnuleysi yfirleitt ekki mikið yfir 4%. Tvær undantekningar eru þó. I Danmörku er 10% atvinnu- leysi meðal hinna nýju “exporting- eniöre” og sumstaðar ber á því að eldri verkfræðingar sem ekki gegna einhvers konar stjórnunar- störfum eigi í erfiðleikum með að fá vinnu. í Finnlandi hefur hins vegar á síðari árum orðið hrun í kjörum verkfræðinga miðað við aðrar stéttir, sem Finnamir áttu í erfiðleikum að útskýra. Mikil umræða var á fundinum um eftirmenntun og símenntun sem alls staðar virðist mál málanna hjá stéttinni. Rætt var bæði um skipulag og fjármögnun HFÆ hannið ...en kannið hvar ljósleiöarastrBngir liggja í jörðu. Tján vegna rofins ljósleiðara getur hlaupið á milljónum króna og er á ábyrgð þess sem veldur því. Látið því legu ljósleiðara ekki koma ykkur á óvart við hönnun eða eftirlit framkvæmda. I síma 550 6280 fást allar upplýsingar um staðsetningu strengjanna. Póstur og sími veitir alla þjónustu og upplýsingar, verkfræðingum, tækni- fræðingum og öðrum hönnuðum að kostnaðarlausu og við teljum það ekki eftir okkur að koma á staðinn er þörf krefur. POSTUR OG SIMI HF endurmenntunarinnar og skipti þar nokkuð í tvö horn. I Danmörku og Svíþjóð er endumenntunin fyrst og fremst samstarfsverkefni vinnu- atvinnurekendumir hins vegar bera bróðurpartinn af kostnaði við endurmenntunina. Rætt var almennt um stöðu veitenda og launþega og þar eru námskeiðin að verulegu leyti um kvöld og helgar. í Noregi og Finnlandi virðast verkfræðinga og verkfræðinámið, og kom fram það sama og oft áður, að tilfinnanlega skorti á þjálfun í tjáskiptum og framsetn- Formenn verkfrœðingafélaganna f.v. Henrik Janson (TFiF), Britt Vorgod Pedersen (Ingeniörforbundet), Ole Schiöt (Hovedforeningen), Einar E. Madsen (NIF), Gerhard Raunio (CF), Kristiina Hartikainen (stjórnarmaöur TEK), Birgcr Dahlslund Pedersen, (Ledende og sælvst.), Pétur Stefánsson (VFÍ) ingi í ræðu og riti og nauðsynlegt væri að endurskoða verkfræði- námið með tilliti til breyttrar samkeppnisstöðu verkfræðinga við aðrar stéttir. Laugardaginn 7. júní átti að fljúga með hópinn í Stykkishólm og fara í siglingu á Breiðafirði. Um morguninn rauk hins vegar á Faxaflóanum og hvorki flugveður né sjóveður. Nú vom góð ráð dýr, allir sestir upp í rútuna. Hringt var í skyndi í Hrein Frímannsson hjá Hitaveitu Reykjavíkur og séra Heimi á Þingvöllum og ferðinni snúið á Nesjavelli, Þingvöll og Gullfoss. Það var fallegt „gluggaveður* en þetta reyndist kaldasti júnídagur í 63 ár. Við Gullfoss var hlíðin klakabrynjuð og frostúðinn rauk yfir þá fáu sem treystu sér út úr bílnum. Nestið sem Ambjörg geymdi undir sætinu bætti nokkuð upp kuldann og bjargaði því sem bjargað varð. Burtséð frá þessari óvæntu uppákomu með veðrið, tókst fundurinn með ágætum og héldu menn glaðir heim þrátt fyrir allt. Pétur Stefánsson Fánar frœndþjóðanna tóku sig vel út. (Ljósm. B.J)

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.