Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Síða 3
! S LEN2KAR R A D DIR
3
þarna engu að ráða. Viö
áttum ekki svo mikið sem
að fá vitneskju um, hvað
þar gerðist. Þannig báðu
Bandaríkin þá um land af
okkar landi til þess að gera
það að landi af sinu landi.
„Almennur stúdentafund-
ur, haldinn í Háskóla ís-
lands mánudaginn 18. nóv-
ember 1945, samþykkir eft-
irfarandi ályktun:
Háskólastúdentar Iýsa sig
eindregið andvíga því, að
nokkru erlendu ríki verði
veittar hernaðarstöðvar hér
á landi, þar sem slíkar ráð-
stafanir mundu leiða af sér
alvarlega hættu fyrir frelsi
vort, tungu og þjóðerni.
Stúdentar telja, að for-
ráðamönnum þjóðarinnar
beri að vísa tafarlaust á
bug hvers konar ásælni er-
lendra ríkja, hvaðan sem
Eigum vér að selja eða
leigja hinum glæsilegu lýð-
ræðisríkjum Vesturheims
land vort eða hluta þess
undir hernaöarbækistöðvar,
til þess að þau taki eilíflega
að sér vernd íslands, eins
og nokkur erlend og innlend
blöð hafa rætt um undan-
farnar vikur? Það er hvorki
hægt að hugsa né tala nú, 1.
desember, án þess að minn-
ast á þessar spurningar og
Þegar Bandaríkin fóru 1.
október s. 1. fram á her-
stöðvar hér á landi til langs
tíma á þremur stöðum, í
Keflavík, í Reykjavík ogN
Hvalfirði, þá vakti sú mála-
leitun ólgu og andstöðu ís-
lenzku þjóðarinnar. Það var
fjöldi af fjölmennustu fé-
lagssamtökum landsmanna,
sem reis upp og mótmælti.
Ástæðurnar fyrir þeirri ólgu
og andstöðu, sem þetta
vakti, voru augljósar. Ef
hið erlenda stórveldi hefði
fengið herstöðvar eins og
það fór fram á, hefði það
haft viss landssvæði af ís-
lenzku landi á sínu valdi og
undir sínum yfirráðum.
Hersvæðin og þeir útlendu
Og margir óttuðust, að síðan
ætti að stjórna okkar gamla
landi frá þeirra nýja lándi.
Gegn þessu reis íslenzka
þjóðin.
Ólafur Thors í bingrœ'ð'u í
september 1946.
hún kemur og í hverri mynd
sem hún birtist.
Ef íslenzka ríkið gerist
aðili að bandalagi hinna
sameinuðu þjóða, telja
stúdentar að leggja verði
ríka áherzlu á það, að þjóð-
inni sé það lífsnauðsyn
vegna þjóðernis og menn-
ingar sinnar, að landið verði
ekki gert að neins konar
hcrnaðarbækistöð í þágu
hinna sameinuðu þjóða,
þótt íslendingar séu að öðru
leyti reiðubúnir til þess að
leggja fram sinn skerf til
eflingar friði og samvinnu
þjóðanna".
svara þeim. Og mitt svar er
á reiðum höndum: íslend-
ingar eiga ekki að leigja
neinu erlendu ríki hernað-
arbækistöðvar í landi sínu.
Það er óþarfi að spyrja
vegna hvers. í fyrsta lagl er
sú leið hæpin til aukins ör-
yggis ... í öðru lagi vilja
fslendingar hvorki leigja
land sitt né selja. Slíkt get-
ur engin þjóð gert, sem ann
sóma sínum og frelsi. Til
þess að slíkur gerningur
teljist hyggilegur og annað
en hreint pólitískt gjald-
þrot, þarf áreiðanlega að
leggja annan mælikvarða á
stjórnarathafnir á íslandi
en hingað til hefur tíðkazt
hér.
Ef einn einasti íslendingur
er til, sem vill til frambúð-
ar leigja Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku eða nokkru
öðru ríki hernaðarbæki-
stöðvar á íslandi, hefur það
verið dregið of lengi að
ræða málið fyrir opnum
tjöldum.
Sigur'ður Bjarnason í ræ'ðu
1. desember 1945.
herflokkar, sem hefðu haft
gæzlu stöðvanna á hendi,
hefðu orðið utan við lands-
Slíku er ekki
til að dreifa
Spurningin, sem nú er á
hvers manns vörum, er
þessi: Leiðir innganga ís-
lendinga í bandalag hinna
sameinuðu þjóða það ekki
óumflýjanlega af sér, að það
verði erlendar herstöðvar á
íslandi? Slíku er ekki til að
dreifa. Um það erum við
allir í utanríkismálanefnd,
ríkisstjórn og fræðimenn
utan nefndar á einu máli,
og erlendir fræöimenn einn-
ig ... Um leið og nefndin
undirstrikar, að samkvæmt
43. grein hafi öryggisráðið
aðeins rétt til samninga við
ísland, þá segir nefndin, að
íslendingar vilji ekki hafa
herstöðvar á íslandi. Skiln-
ingurinn á greininni er að
mínu áliti alveg ótvíræður
og viljinn, sem þar kemur
fram, fullkomlega skýr ...
Við í nefndinni og ríkis-
stjórnin teljum mikils um
vert, að vilji Alþingis íslend-
inga komi skýrt og ótvírætt
fram um þetta efni, að þaö
sé bæði vilji þingsins og ís-
lenzku þjóðarinnar, að er-
lendar herstöðvar verði
ekki á íslandi.
Stefán Jóh. Stefánsson
23. júlí 1946.
lög og rétt á íslandi. íslenzk
yfirvöld hefðu engum lög-
um getað þar fram komið,
íslenzkir dómstólar ekki get-
að dæmj, mál þessara
manna, íslenzkir borgarar,
sem teldu á hlut sinn geng-
ið af hálfu hersins, ekki náð
rétti sínum nema eftir
milliríkj aleiðum. íslending-
ar hefðu ekki verið frjálsir
ferða sinna um sitt eigið
land, heldur þurft til þess
leyfi annarra. Um áhrifin á
þjóðerni okkar, sjálfsvit-
und, álit okkar út á við,
þarf ekki heldur að fara
mörgum orðum. í augum
umheimsins hefðum við
tæplega getað talizt til full-
valda þjóða, þegar þrjár
herstöðvar væru í landinu,
og yfirráð okkar á því þar
með skert, jafnvel með her-
stöð í hjarta okkar eigin
höfuðborgar. Málaleitunin
um herstöðvar af hálfu
Bandaríkjanna var gersam-
lega ósamræmanleg sjálf-
stæði íslands. Og mín skoð-
un er sú, að til lítils hafi þá
verið skilnaðurinn við Dani
og stofnun lýðveldisins, ef
skömmu siðar hefði átt aö
gera slíka skerðingu á sjálf-
stæði okkar.
En íslenzka þjóðin reis
upp — að vísu ekki sem einn
maður, en yfirgnæfandi
hluti hennar lýsti sig and-
vígan þessari málaleitun.
Og í alþingiskosningunum
var þetta staðfest. Þær
raddir og óskir hér á landi,
sem vildu herstöðvar, hafa
verið kveðnar niður i eitt
skipti fyrir öll. Þessi ákvörð-
un íslenzku þjóðarinnar
stendur óhögguð, að leyfa
engu erlendu ríki herstöðv-
ar í landi okkar.
Gunnar Thoroddsen í þing -
ræðu í scptcmber 1946.
Stúdentar andvígir herstöðvum
Mitt svar er á reiðum
höndum
/ eitt skipti fyrir öll
íslenzkar raddir
Útgefandi: Samtök hernámsancLstœðinga.
Ábyrgðarmaður: Bjarni Benediktsson. -
Prentsmiðj an Edda h. f.
miHiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Hvað viljum við ?
Samtök hernámsandstœðinga vilja með þessu litla
ölaði rifja upp fyrir þjóðinni, hvað nokkrir stjórn-
málaforingjar hennar og menntamenn hafa á undan-
förnum árum sagt um hervernd íslands og hlutleysi
íslendinga. Þótt tilvitnunum sé að mestu raðað eftir
ártölum, þá er hér ekki verið að rekja neina sögu. Hér
hefur aðeins verið safnað saman á einn stað fáeinum
tilvitnunum i þjóðkunna menn, tilvitnunum sem sýna
viðbrögð þeirra og viðhorf við utanrikispólitiskum at-
burðum á íslandi frá árdögum lýðveldisins. Það mœtti
auðveldlega gefa út mörg þvílík blöð með tilvitnunum,
sem gengju öll í sömu átt og þœr sem hér birtast; en
við þetta verður þó látið sitja að sinni.
Hvað vilja Samtök hernámsandstœðinga? Það er
mjög einfalt mál, enda hefur spurningunni margsinnis
verið svarað. En það má svara sömu spurningunni á
ýmsa vegu, og segja þó alltaf einskœran sannleikann.
Og spurningunni um markmið okkar má til dœmis
svara á þessa leið:
Samtök hernámsandstœðinga vilja engar landvarn-
ir á íslandi, aðrar en landvarnir andans — eins og Ey-
steinn Jónsson lýsti svo ágœta vel í rœðu sinni við
stjórnarráðshúsið 18. júní 1944.
Samtök hernámsandstœðinga vilja enga hervernd,
sem Ólafur Lárusson kvað á sinum tíma verri en enga
vernd og byði öllum hœttum heim ef styrjöld brytist
út. —
Samtök hernámsandstœðinga vilja ekki að þjóðin
lifi á hernámspeningum, sem Einar Ólafur sagði fyrir
röskum 15 árum, að vœru skækjufé.
Samtök hernámsandstœðinga eru á sama máli og
Áki Jakobsson var fyrir fimmtán árum, er hann taldi
herstöðvar á íslandi sjálfstœðisskerðingu.
Samtök hernámsandstœðinga eru á sama máli og
Ólafur Thors í september 1946, er hann taldi útlendar
herstöðvar á íslandi ósamrœmanlegar sjálfstœði þess
og fullveldi.
Samtök hernámsandstœðinga skrifa án fyrirvara
undir rœður þeirra Gunnars ThoroddseJis og Sigurðar
Bjarnasonar hérna á öðrum stað á síðunni; við telj-
um, eins og Sigurbjörn Einarsson, að erlend herseta
sé ofraun siðgæði okkar og mennt; við tökum undir
með Gylfa Gíslasyni, að íslendingar eigi aldrei að
leyfa erlendum her dvöl í landinu á friðartímum; við
höfum sömu stefnu _ og Pálmi rektor, að hlutleysi i
hernaðarátökum sé íslendingum eðlilegt og einsœtt.
Samtök hernámsandstœðinga eru vissulega í góðum
félagsskap. Vilji þess er ekki nýr, heldur hefur hann
fram á seinustu ár átt athvarf í brjósti hvers íslend-
ings. Samtök okkar eru ekki bolsivistísk uppfinning,
heldur afsprengi islenzks anda; starfsemi þess er til-
raun til að koma landinu og utanríkispólitik þess aft-
ur á réttan kjöl.
Samtök okkar hafa að undanförnu sœtt aðkasti i
nokkrum blöðum — stefna okkar hefur verið talin í
ætt við landráð, verk okkar jaðra við afbrot, fjár-
munir okkar hafa verið kallaðir rúblur. við höfum
öðru þarfara að sinna en að elta ólar við slíkan mál-
flutning, og það skal ekki heldur gert hér á þessum
stað. En um leið og við leggjum þetta litla blað á
þröskuld húsanna, biðjum við íslendinga þess einlœg-
lega að kryfja þau mál til mergjar, sem hér er ennþá
eínu sinni brotið upp á. Vitaskuld kysum við að þið
fylgduð okkur sem flest að málum — að þið féllust á
sjónarmið Ólafs Lárussonar, Gunnars Thoroddsens og
Gylfa Þ. Gíslasonar, eins og þau birtast á þessum síð-
um. En við getum ekki krafið ykkur um slikt fylgi
fyrirvaralaust. Hins getum við krafizt af ykkur, að
þið reynið sjálf að mynda ykkur skoðanir á þessum
málum — í stað þess að fylgja hersetu, af því Morg-
unblaðið skipi ykkur að gera það eða hafa andúð á
hlutleysi, vegna þess að Alþýðublaðið unni hernaðar-
bandalögum. Það er ein frumskylda lifandi manns að
hugsa upp á sinar eigin spýtur.
Við krefjumst ekki fylgis ykkar — en við vœntum
þess, af því við teljum málstað okkar réttan. En hvað
sem öðru liður: svarið okkur ekki með áróðursgrein-
um blaða, heldur af liugsun ykkar sjálfra. Enda er því
ekki að leyna, að Samtök hérnámsandstœðinga telja
frjálsa hugsun fólksins bezta samherja sinn.
Samtök hernámsandstœðinga senda ykkur öllum
kveðju og góðar óskir um farnað á komandi sumri.