Gegn hvers konar erlendri ásælni - 01.09.1962, Side 1

Gegn hvers konar erlendri ásælni - 01.09.1962, Side 1
GEGN HVERS KONAR ERLENDRI r LANDSFUNDUR 14.-16. SEPT. Landsfundur hernámsandstæðinga hefst í Reykjavílc 14. september n. k. og verður til hans boðað með yfir þrjá- tíu almennum fundum víðsvegar um land. i stefnuskrá þedi-ri, sem sam- þylckt var á Þingvallafundi 1960 er áherzla lögð á að harizt verði annars vegar fyrir brottför hersins og fyrir hlutlcysi Islands í hernaðarátökum og liins vegar gegn „hvers konar erlendri ásælni“. Á fundum hernámsandstæð- inga nú í sumar og haust verður því m. a. rætt um þau áform NATO-manna að innlima Island í Efnaliagshanda- lag Evrópu. Barátta Islendinga gegn erlendum herstöðv- um hefur frá upphafi verið tvíþætt; viðleitni smáþjóðar, sem aldrei hefur vopnum beitt í skiptum sínum við aðrar þjóðir, gegn því ömurlega hlutskipti að vera dregin inn í hernaðarbrölt stórveldanna, hrunadans hins tryllta kjarnorkuvígbúnaðar, — hins vegar staðfastur vilji 180 þúsund manna að halda áfram að vera sjálfstæð Þjóð, þrátt fyrir sí- vaxandi ásælni auðugra nágranna. Viðleitni þjóðarinnar að standa utan við öll hernaðar- átök var að engu ger með samningunum '46, ’49 og ’51 og frá þeim tíma hefur hernáms- stefnan haldið velli. Enn er þó Island sjálf- stætt ríki. En jafnvel í viðleitni sinni að vera íslenzkir eiga landsmenn nú mjög í vök að verjast. Stefnt er að því öllum árum að inn- lima þjóðina í svonefnt Efnahagsbandalag Evrópu, en með því skrefi væri sjálfstæðis- barátta forfeðranna að engu gjör. Um leið og hernámsandstæðingar um land allt undirbúa nú þátttöku fulltrúa úr sér- hverju héraði á landsfund í Reykjavík 14.—16. september, telja þeir óhjákvæmilegt að taka til umræðu þetta örlagamál Islendinga. I scinustu hcimsstyrjöld var Hvalfjörður mikið notaður af Bandamönnum og flest- ar skipalestir á leið yfir norðanvert Atlantshaf komu bá við í Hvítanesi. Þar reis upp útlendur bær á skömmum tíma en íslenzkir ábúendur hrökluðust á brott. Nú er Hvíta- nes í eyði og byggingar allar komnar í rúst. Myndin sýnir er gönguntenn leggja af stað frá Hvítanesi. TIL HVERS VAR FARIN HVALFJARÐARGANGA? I Kvaða tilgangi var fjöldi fólks að leggja það erfiði á sig að ganga 60 km leið úr Hval- firði til Reykjavíkur nú um Jónsmessuna í sumar? Svarið er í fáum orðum þetta: ið við Keflavíkurflugvelli af landhernum og Ióransstöð ver- iff byggð á Snæfellsnesi í þeim yfirlýsta tilgangi að auðvelda kafbátum miðanir. Hernum BARATTAN KOSTAR FE Ekkert deiluefni eftir stríðs- lok hefur valdið jafn miklum og langvinnum stormum í þjóð- NATO-HRÆSNI Bandaríkjamenn og Rússar halda áfram að eitra andrúmsloft- ið með kjarnorkuvopnatilraunum og fullyrða báðir aðiljar að þeir verði að halda því áfram, þar eð andstæðingurinn hafi sprengt fleiri sprengjur. Samtök hernáms- andstæðinga fordæmdu harðlega kjarnorkutilraunir Rússa á síðast liðnu hausti og seinna tilraunir Bandaríkjamanna. Afstaða her- námsandstæðinga er i fullu sam- ræmi við kröfu þeirra um hlutleysi Islands í hernaðarátökum. Hins vegar sýnir þetta mál betur en nokkuð annað hræsni NATO- manna, sem hamast við að for- dæma tilraunir Rússa en hafa gert Islendinga samábyrga um kjarn- orkuvígbúnað Vesturveldanna. lífi íslendinga og hernámsmál- ið. Baráttan gegn hernámsstefn- unni hefur kostað miklar fjár- fórnir og stöðugt starf í hálfan annan áratug, — og enn verð- ur að kosta miklu til„ ef unnt á að vera að koma í veg fyrir endanlegt afsal íslenzkra lands- réttinda. Á fundum hernámsandstæð- inga verður DAGFARI, málg gagn samtakanna boðinn til sölu og verður andvirðinu var- ið til að greiða kostnað við fundarhöldin. Einnig fer nú fram um land allt áskriftasöfn- un að Dagfara (árgjaldið er 100 kr.) og veitt er viðtaka frjálsum framlögum styrktar- manna, er greiða ýmist 200 eða 500 krónur árlega. Með þessari miklu hópför vildu göngumenn beina athygli þjóðar sinnar að þeirri stað- reynd, að nú um nokkurt skeið hafa verið á döfinni fyrirætl- anir um að reisa nýja og vold- uga herstöð í Hvalfirði. Vitað er, að Bandaríkjamenn girnast þennan djúpa og þrönga fjörð og vilja koma þar upp herstöð fyrir kjarnorkukafbáta, en slík mannvirki myndu hins vegar stórauka þá gereyðingu- hættu, sem fylgja hinum er- lendu herstöðvum, ef til stríðs kæmi. Fjöldjaganga, sextíu kíló- metra veg til Reykjavíkur úr Hvalfirði var ákjósanlegasta að- ferðin til að vekja athygli þjóð- arinnar á þessum háskalegu á- formum. Hvað er það sem öðru frem- ur staðfestir gruninn um slík- ar fyrirætlanir? Ljóst er að um árabil hefur að þessu verið stefnt. Bandaríski flotinn hefur tek- InAoÁmV hefur verið leyft að mæla upp og kortleggja allan Faxaflóa. Rætt er um auknar „varnir“ í stjórnarblöðunum, jafnvel eld- flaugar og vetnisvopn á ís- landi. Og loks má nefna, að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar í vetur um almannavarnir var rætt um FLOTASTÖÐ í Hval- firði og svæðið umhverfis Hval- fjörð talið væntanlegt hættu- svæði. Hvalfjarðargangan náði til- gangi sínum og vakti feikilega athygli og umtal eins og fyrri mótmælagöngur. Þeir tvö hundruð íslendingar sem gengu alla leiðina úr Hvalfirði til Reykjavíkur, sáu uppskeru erf- iðis síns, er þúsundir bæjarbúa komu til móts við þá og fylgdu þeim á áfangastað í Lækjargötu, þar sem haldinn var stórglæsi- legur útifundur. Útg: Samtök hernámsandstœöinga. Áhm: Ragnar Arnalds. Félagsprentsmiöjan. LANOSBl 244715 ÍSLANÖS

x

Gegn hvers konar erlendri ásælni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gegn hvers konar erlendri ásælni
https://timarit.is/publication/960

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.