Gegn hvers konar erlendri ásælni

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Gegn hvers konar erlendri ásælni - 01.09.1962, Qupperneq 2

Gegn hvers konar erlendri ásælni - 01.09.1962, Qupperneq 2
Þorvarður örnólfsson: Þorvarður Örnólfsson Það er kominn tími til að vísa heim í fullri vinsemd þeim út- lendu hermönnum, sem hér eru. Þeir hafa verið nefndir varnar- lið íslands, en er það ekki öfug- maeli? Því að þeir gætu ekki, þótt fegnir vildu, orðið að liði við vörn þessa lands, þvert á móti: í stríði væru stöðvar þeirra skotmark, sem beindi hingað sprengjuflaugum and- stæðinganna — í friði eru þær gróðrastía spillingar, sem sýk- ir frá sér þjóðlíf okkar og veik- ir innri varnir þessa þjóðfélags. Þeir sitja hér sjálfum sér til leiða, en okkur til bölvunar. Herstöðvarnar eru okkur eng- in vernd, og þótt þær mali ein- hverjum gull, þá eru það vond kaup, því að þar eru minni hagsmunir þegnir, en meiri fargað. (Úr ræðu, sem flutt var á fundum hernámsandstæðinga sumarið 1960.) Jóhannes skáld úr Kötlum: . . . Og svo djúp var virðing hans fyrir lífi alls mannkyns að hann ((Stefán G.) reis einn og óstuddur gegn ógnum heims- styrjaldarinnar fyrri, grátbændi landa sína vestra um að taka engan þátt í slíkum glæp — reit Vígaslóða úr hjartablóði sínu komandi kynslóðum til varnar. Hvernig haldið þið að þessum bónda hefði litizt á vígbúnað- aræði heimsdrottnanna í dag? Hvernig haldið þið að hann hefði brugðizt við hernaðar- stefnu íslenzkra valdhafa í dag? — En trúið mér til: ekki mun líða á löngu þar til Klettafjalla- skáldið verður dregið vamar- laust upp úr gröf sinni og gert að eldheitum málsvara Atlanz- hafsbandalagsins. Þannig var einmitt farið að við sjálfan Jón Sigurðsson for- seta á hundrað fimmtugasta og fyrsta afmælisdegi hans á sunnudaginn var. Þá voru Ijós og' einföld orð hans um það, hversu örlagríkt það gæti orð- ið landinu að verða „uppnæmt fyrir einni hleypikúlu og fáein- um vopnuðum bófum“, gerð að ábending forvitrans um hlut- deild i kjarnorkuvopnuðu hern- aðarbandalagi. Þetta hafa ís- lendingar kallað að snúa faðir- vorinu upp á andskotann. Og manni verður spurn: Mundi Jón Sigurðsson hafa fagnað þeim vopnuðu bófum brezku krún- unnar sem þvældu núverandi valdhöfum til undansláttar í landhelgismálinu? Mundi Jón Sigurðsson hafa fagnað þeim amerísku hleypiskútum sem nú Jóhannes úr Kötlum er í bígerð að staðsetja ofan sjávar og neðan í Hvalfirði? Þarf að svara slíkum spurning- um fyrir munn þjóðhetjunnar sem varði öllu lífi sínu til að leysa þetta land af klafa er- Iendrar íhlutunar. (Úr ræðu á útifundi í Reykja- vík við lok Hvalfjarðargöng- unnar 1962.) Magnús Kjartansson, ritstjórí: Við sem í dag höfum geng- ið um þann hluta af landi okk- ar sem næstur er smán og lífs- hættu hernámsins höfum gert það til þess að hvetja hvert ann- að og þjóðina í heild til virkr- ar baráttu gegn hernáminu. Við erum hér saman komin til þess að minna á það að hernámið er sjálfskaparvíti; það er á valdi okkar, fólksins í landinu, að velta af okkur farginu hvenær sem við viljum. Aðstæður eru nú þannig í heiminum að það er ekki unnt að beygja okkur andartaki lengur en við viljum vera bogin. Við sönnuðum það sjálf fyrir tveimur árum þegar við neituðum að hlíta valdboði hinna svokölluðu verndara okk- ar og bandamanna og stækkuð- um landhelgina í 12 mílur; stór- veldin hafa neyðzt til þess að sætta sig við ákvarðanir okkar og munu verða að halda því á- fram ef við hvikum hvergi sjálf. Við höfum séð það síðustu vikur og mánuði hvernig fólk- ið hefur risið upp í einu land- inu af öðru, boðið steigurlátum stjórnarherrum byrginn og sópað þeim til hliðar í, sókn til aukins frelsis. Einmitt í slíkri baráttu fólksins sjálfs er lýð- ræðið fólgið. Við skulum hætta að einblína á herrana í alþing- Engar Magnús Kjartansson inu og stjórnarráðinu og á- kvarðanir þær sem þeim þókn- ast að taka; meirihluti þeirra manna sem þar situr nú mun aldrei vinna neitt annað til þarfa í hernámsmálunum en það sem fólkið í landinu knýr þá til að gera. Það erum við, alþingi götunar, stjórnarráð heimilanna, sem verðum að taka ákvarðanir okkar og tryggja með baráttu að þær verði framkvæmdar. (Úr ræðu á útifundi í Reykja- vík við lok Keflavíkurgöngunn- ar 1960.) Jónas Árnason, rithöfundur: ... Við höfum leyft okkur að leggja sérstakt traust á ykkur, Jónas Árnason fólkið hér úti á landsbyggðinni, við höfum leyft okkur að reikna i með ykkur sem sjálfsögðum samherjum okkar. Bóndinn, sem ræktar jörðina, hlýtur að. vera samherji okkar, af því að starf hans allt er þjónusta við. það líf sem samtök okkar eiga að vernda. Sjómaðurinn, sem dregur björg í bú, hlýtur að vera samherji okkar af sömu ástæðu. Hver sá sem stundar heilbrigð íslenzk störf til efl- ingar heilbrigðu íslenzku þjóð- lííi hlýtur að vera samherji okkar. Það hafði mikla þýðingu fyrir okkur sjálf, og fyrir mál- staðinn, að ganga þessa 50 kíló- metra frá Keflavík til Reykja- víkur, en það hefði orðið til lít- ils, ef þið vinnandi fólk, bæði hér í byggð og annarsstaðar, hefði ekki, með hljóðlátum hversdagsstörfum sínum, hald- ið þessum málstað, málstað ís- lands, í fullum heiðri, þrátt fyrir alla hernámsspillinguna síðustu ára. Allt þetta fólk, eða í einu orði sagt: alþýðan, ís- lenzka alþýðan, hlýtur að vera samherji okkar, af því líf henn- ar allt er ein óslitin Keflavík- urganga. i (Úr ræðu, sem flutt var á fundum hernámsandstæðinga sumarið 1960.)

x

Gegn hvers konar erlendri ásælni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gegn hvers konar erlendri ásælni
https://timarit.is/publication/960

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.