Gegn hvers konar erlendri ásælni - 01.09.1962, Qupperneq 3
Halldór Krístjánsson
frá Kirkjubóli:
Og nú er svo komið að upp-
hátt og feimnislaust er um það
talað, að lífskjör íslenzku þjóð-
arinnar hljóti að versna svo að
nemi einum fjórða hluta ef her-
inn hverfi úr landi. Þetta er
ekki rökstutt. Þetta er fullyrt.
Þessu eiga menn að trúa. Því
er treyst að íslenzkir menn trúi
því að þjóð þeirra geti ekki
unnið fyrir sér sjálf. Hersetan
á að verða varanleg og byggj-
ast á vantrú þessarar þjóðar á
íslenzka náttúru, og íslenzkt
framtak, íslenzkt land og ís-
lenzka þjóð. Slík vantrú virð-
ist þróast og grafa um sig í
skjóli hersetunnar; og er ef til
vill mesta hætta, sem herset-
unni fylgir. Ef sú trú verður
ráðandi, þarf ekki lengur að
veru íslenzkrar þjóðar grefur
hersetan í sundur.
Úr ræðu á útifundi í Reykja-
vík við lok Keflavíkurgöngunn-
ar 1961.)
Örlygur Hálfdánarson
ivar á íslandi!
Stuttir kaflar úr nokkrum ræöum
Halldór Kristjánsson
tala um sjálfstæða tilveru ís-
lenzkrar þjóðar.
Jón Sigurðsson lagði grund-
völl þeirrar sjálfstæðisbaráttu,
sem gerði hann að þjóðhetju ís-
lendinga, með því að gefa þjóð-
inni trú á sjálfa sig. Hann sann-
aði, að íslendingar hefðu aldrei
verið ómagar á Dönum eins og
margir trúðu. Hann gaf þjóð-
inni trú á sjálfa sig, sannaði
henni með sögu hennar og
fleiru, að hún gæti staðið á eig-
in fótum. Hann vissi það að
engin þjóð getur verið sjálfstæð
nema hún treysti sér til þess.
Þetta frumskilyrði fyrir til-
Örlygur Hálfdánarson,
form. Sambands ungra
f ramsóknarmanna:
Þau árin eru fá, sem ísland
hefur ekki verið hersetið síðan
í upphafi síðari heimsstyrjald-
arinnar. Heil kynslóð hefur vax-
ið úr grasi á þessum árum og
önnur þegar hafið göngu sína.
Ungi maðurinn, sem ég gat um
áðan er af fyrri kynslóðinni.
Kynslóðinni, sem hefur vanizt
því að landið sé hersetið. Hann
þekkir aðeins hersetið ísland.
Þjóðernistilfinning hans hefur
orðið fyrir óbætanlegum hnekk.
Hann gerir sér ekkj grein fyrir
þeim hættum, sem hinni fá-
mennu þjóð okkar stafar af
dvöl erlends hers í landinu. í
hans augum er það jafnvel eðli-
legt og sjálfsagt. Þetta hefur
verið svona síðan hann man
eftir sér.
Hvaða augum skyldi þá sú
kynslóð, sem nú er rétt að hefja
göngu sína líta hinn erlenda
her, verði hann hér áfram lang-
dvölum? ... Höfnum öllum her-
stöðvum í landi okkar og heit-
um því að unna öllu því sem
íslenzkt er, þótt við tileinkum
okkur það bezta, sem aðrar
þjóðir eiga.
(Úr ræðu á útifundi í Reykja-
vík við lok Keflavíkurgöngunn-
ar 1961.)
Krístján Thorlacius,
deildarstjóri:
Því verður ekki með rökum
neitað, að vopnlaus smáþjóð,
sem býr í hersetnu landi, er
eki frjáls og óháð. Þvert á móti
hefur hún tengzt öðru ríki
hættulega sterkum böndum,
jafnvel þótt það ríki sýni eng-
an yfirgang eða íhlutun um
innanlandsmál.
Við sjáum lítt fram í tímann
og þeir hlutir geta gerzt, sem
okkur órar ekki fyrir í dag. En
við eigum að læra af reynslu
okkar sjálfra og annarra.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld
reið alda einræðis og kúgunar
yfir mörg lönd, sem áður töld-
Kristján Thorlacius
ust traust lýðræðisríki. Hvern-
ig hefði farið íyrir okkar litlu
þjóð, ef hún hefði þá haft í
landi sínu hei’lið frá einhverju
því landi, sem á svipstundu
varð einræðinu að bráð. Ætli
það hefði þá ekki vei'ið um
seinan að segja upp hervarna-
samningi og óska brottfarar
hei'liðsins.
Gamli sáttmáli leiddi mikla
ógæfu yfir íslenzku þjóðina. Sá
samningur vai’ð upphaf sjö alda
ófrelsis hennar. Samt hafði
hann að geyma ákvæði, sem síð-
ar urðu grundvöllur í frelsis-
baráttu þjóðai’innar.
Því miður notfærðu íslend-
ingar sér ekki þau ákvæði fyrr
en seint og um síðir.
Sú saga má ekki endurtaka
sig.
Sáttmáli sá, sem íslendingar
hafa gert við Bandaríkin um
hersetu hér, felur í sér rétt til
einhliða uppsagnar.
Ég tel það vera skyldu við ó-
boi’na íslendinga, að sú kynslóð
sem kvaddi hingað erlendan
her með samningi, sjái um, að
þeim samningi verði sagt upp
og herinn hverfi af landi brott,
því ef hún gerir það ekki, „þá
munum vér eigi það ófrelsi gera
einum oss til handa, heldur
bæði oss og sonum vorum.“
Bux’t með herinn!
(Úr í’æðu á fundi hernáms-
andstæðinga í Austui'bæjarbíói
15. marz 1961.)
Hjörtur Eldjárn Þórarins-
son frá Tjörn:
. . . Þegar ég sat heima hjá
mér og ski’ifaði þessar línur
norður í Svarfaðai'dal fyrir
nokkrum dögum var veður eitt
hið fegursta sem komið hefur
á þessu sumri. Blíðusólskin og
hvergi ský á himni. Ég átti erf-
itt með að festa hugann við efn-
ið. Dalurinn og allur heimurinn
virtist svo barmafullur af sól-
skini og friði að öll umhugsun
um stríðsmenn og vopnabrak
virtist næsta fjarlæg og. óraun-
veruleg. Þá var mér litið út um
gluggann og það var sem ég
fengi högg í andlitið. Þrjú silf-
urgrá strik geystust þvert yfir
suðui’loftið. — Bandarískar orr-
ustuþotur ristu helrúnir sínar
á fagurbláan sumarhimin. Ég
segi ykkur satt, góðir samherj-
ar, mér gekk miklu skár að
skrifa og halda huganum við
efnið eftir en áður. Það var
ekki lengur fjai'lægt og óraun-
verulegt.
Og þannig er það. Okkur
hættir til að sljóvgast og
sættast við ástandið því meir
Hjörtur Eldjárn
sem það varir lengur. En það
er stórhættulegt og mun hefna
sín síðar.
(Úr Ávarpi frá Norðlending-
um, flutt á Þingvallafundi
1960.)