Hvalfjarðargangan - 21.06.1962, Blaðsíða 2

Hvalfjarðargangan - 21.06.1962, Blaðsíða 2
Ari Jósefsson: Ari Jósefsson, skáld, var á hraðri ferð þegar við hittum hann, og gat lítið talað við okk- ur. Auðvitað ætla ég að ganga! sagði hann. — Og hvers vegna? — Ég er á móti manndrápum. Á íslandi eru tæki til slikrar iðju. Burt með þau! Svo langar mig sjálfan til að' lifa svolítið lengur. laus í hernaði, en eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir án pólitískra skilyrða. Elísabet Guttorms- dóttir: Elísabet var nemendi í fimmta bekk Menntaskólans í vetur og segist ekki hafa gengið áður. Hún kveðst vera andvíg hvers konar vígbúnaði og bendir á, að brott- vísun hersins myndi verða öðrum þjóðum gott fordæmi. — Ég heyri suma tala um, að þessi ganga sé þýðingarlaus, en Helga Hauksdóttir: Helga Hauksdóttir starfar í Búnaðarbankanum og leikur á fiðlu með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún tók þátt í Keflavíkurgöng- unni í fyrra. ÞAU ÆTLA — Auðvitað fyrst og fremst þau, segir Þorsteinn, að okkur er engin vörn I hernum, en hins veg- ar stafar af honum margvísleg hætta. Það hefur alla tíð verið hættulegt smáþjóðum að hafa er- lendan her í landi sinu — allt frá dögum Rómverja, en í dag bætist það við, að vopnabúnaður er nú orðinn svo fullkominn, að verði hinn erlendi her fyrir árás, verð- um við Islendingar sprengdir í loft upp um leið. Hrafn Magnússon: VIÐTÖL VIÐ UNGA REYKVI Hanna Kristín Stefánsdóttir: Hann Kristín varð stúdent fyr- ir þrem árum og vinnur nú á lög- fræðiskrifstofu. Hún hefur ekki tekið þátt í mótmælagöngum áð- ur. — Eg álít, segir Hanna, að slík- ar hópgöngur séu tvímælalaust heppilegar til að vekja athygli á þeirri stórkostlegu hættu, sem vofir stöðugt yfir, meðan herinn dvelur í landinu. Smáþjóð eins og við Islendingar getur aðeins tryggt líf sitt og sjálfstæða menningu gegn ásælni erlendra stórvelda með því að vera hlut- ég álít, að ef svo er, þá sé allt starf í þágu friðar gagnslaust. Okkur ber skylda til, að gera það sem við getum til að koma í veg fyrir, að kafbátastöð verði reist í Hvalfirði. Þorsteinn Óskarsson: Þorsteinn tók þátt í Keflavík- urgöngunni í fyrra. Við spyrjum hann, hvað honum finnist sterk- ustu rökin, sem mæla gegn her- setu Bandaríkjamanna. Hrafn Magnússon segist álíta, að aukinn vígbúnaður treysti ekki friðinn í heiminum, hvorki ný herstöð á Islandi né annars staðar. — fig er sannfærður um, að friður verður ekki tryggður nema öll hernaðarmannvirki séu lögð niður og herbandalög leyst upp. Með því að vísa hernum úr landi værum við að hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama og myndum stuðla að friði þjó'a í milli. Bryndís Schram: Bryndís bjóst ekki við að geta gengið alla leið, þar eð sýningar á ,,My fair lady“ verða um helg- ina. fig hef talsvert fylgzt með baráttu Skota gegn kjarnorku- kafbátastöðvum í landi sínu, þeg- ar ég hef dvalizt í Edinborg, og ég hef sannarlega mikinn áhuga fyrir að koma í veg fyrir aö slík- — Heldurðu að gangan verði erfið? spyrjum við. — Nei nei, alls ekki. Þetta verður fyrst og fremst ánægjan. — Og hvers vegna gengur þú? — fig er hrædd um, að kjarn- orkukafbátastöð í Hvalfirði yrði okkur miklu hættulegri en her- stöðin í Keflavík. Ég geng, af því að ég veit, að engin vörn er í her- liðinu, og ég vil taka þátt í að vekja athygli almenings á þess- ari augljósu staðreynd.

x

Hvalfjarðargangan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvalfjarðargangan
https://timarit.is/publication/961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.