Hvalfjarðargangan - 21.06.1962, Blaðsíða 4
r ■■
TILKYNNIÐ ÞATTTOKU
Á SKRIFSTOFUNA
MJÓSTRÆTI 3
Þátttakendur I HvalfjarSar-
göngunni þurfa að láta skrá sig í
seinasta lagi á föstudag. Skrif-
stofan í Mjóstræti 3 verður opin
á hverjum degi frá kl. 9—22, sím-
ar 23647 og 24701. Nauðsynlegt
er að tjöldum og svefnpokum sé
komið til skila á skrifstofuna á
föstudag. Þeir sem geta eru
beðnir að útvega og lána tjöld,
vel merkt, en öðrum verður
tryggt svefnpláss.
Lagt verður af stað úr Reykja-
vík frá Bifreiðastöð Islands við
Kalkofnsveg kl. 1,30 á laugardag.
Verður þá ekið að Hvítanesi i
Hvalfirði, en Guömundur Böðvar-
son, skáld mun ávarpa göngu-
menn, áður en gangan hefst. Á
laugardag verða gengnir 26 km.
og er áætlað að komið verði í
náttstað á Kjalarnesi um kl. 10
á laugardagskvöld. Þar verður
risin tjaldborg og verða seldar
veitingar, áður en kvöldvakan
hefst.
Tvær ferðir verða frá Reykja-
vík um eftirmiðdag og kvöldið á
laugardag klukkan 17 og 21 frá
B. S. 1. Ferð til Reykjavikur
frá göngunni verður klukkan 19.
Einnig verða ferðir frá Kjalarnesi
í bæinn að kvöldvöku lokinni. Á
sunnudag verður fyrsta ferð í
tjaldbúð á Kjalarnesi kl. 10,30 um
morguninn og síðan með nokkru
millibili til móts við gönguna all-
an sunnudag. Gangan hefst þann
dag kl. 11 um morguninn. Ráð-
gert er að komið verði að Elliða-
ám um sjöleytið og hefst fundur í
Lækjargötu kl. 8,45. Ræðumenn
verða Jóhannes úr Kötlum og
Sverrir Bergmann.
Frá Hvítanesi
£ Hvalfirði,
flotastöð
Bandamanna
i seinasta
strfði.
Þaðan hefst
gangan kl. 3
á langardag.
Fjórar umsagnir um Hvalfjarðargönguna
Gils Guðmundsson rith:
Mótmælagang-
an, sem Samtök
hernámsandstæð-
inga efna til um
næstu helgi, hef-
ur sama tilgang
og Keflavíkur-
göngurnar. Fólk
úr ýmsum stjórn
málaflokkum og
með ólíkar skoð-
anir um margt, ber fram í sam-
einingu ákveðnar kröfur í máli,
sem það telur svo mikilvægt, að
um sé að tefla sæmd þjóðarinn-
ar og framtíðarheill. Göngufólk-
ið mótmælir því, að Hvalfjörður
eða nokkurt annað íslenzkt land-
Þeir tala á útifundinum
■Jóhannes úr Kötlum
Sverrir Bergmann
svæði verði látið í té undir her-
bækistöðvar. Það krefst þess, að
herstöðin, sem hér er nú, verði
lögð niður. Það berst fyrir því, að
aftur verði kleift að lýsa yfir
ævarandi hlutleysi Islands í
hernaðarátökum.
Guðni Jónsson próf:
Hvalfjarðargangan er táknræn
athöfn, sem hefur tvenns konar
tilgang. Annars vegar er til henn-
ar stofnað til þess að mótmæla
erlendri ásælni hér á landi, jafnt
í mynd herstöðva sem efnhags-
legrar og menningarlegrar undir-
okunar. 1 annan stað er hún tákn
og fulltrúi rótgróins sjálfstæðis-
anda Islenzku þjóðarinnar, þess
anda, er færði þjóðinni heim
lokasigur í langri frelsisbaráttu.
Sá andi lifir enn ókúgaður í
brjósti flestra Islendinga, og und-
ir merki hans — og aðeins hans
— verða sigrar framtíðarinnar
unnir.
Jón Pétursson vélstj:
Ég tel sem sannur íslendingur
alveg sjálfsagt að halda áfram
þessari stórmerku tilraun tvö
hundruð þúsund manna til að vera
sjálfstæð þjóð. Við verðum því að
vera vel á verði gegn allri er-
lendri ásælni, hvort heldur á fiski-
miðum, landi eða annars staðar í
þjóðlífi Islendinga. Ég tel sjálf-
sagt að halda gerða samninga
við erlend ríki, en gæta verður
þess líka, að þeir séu haldnir
gagnvart Islendingum. Úrsögn úr
NATO er því tómt mál að tala
um, en þó ég sé fylgjandi vest-
rænni samvinnu, verð ég strax
andvígur henni, ef hún ógnar
sjálfstæði landsins. Og svo há-
stemmdur get ég ekki verið að
vera fús til að deyja fyrir aðrar
þjóðir. Þvi tel ég Hvalfjarðar-
göngu heppilega til að minna á,
að sjálfstæðir Islendingar eru á
móti kafbátastöð i Hvalfirði, sem
eflaust yrði útbúin kjarnorku-
vopnum, og er það langt fyrir
neðan meðalgreind að sjá það
ekki, að af slíkri vernd stafar
meiri gjöreyðingarhætta en ör-
yggí-
Magnús Kjartansson ritstj:
Verið er að
ganga frá samn-
ingum um banda
ríska herskipa-
höfn og lægi
fyrir kjarnorku-
kafbáta í Hval-
firði.
Sérfræðingar
vinna að áætlun
um almanna-
varnir sem eiga að vera í því
fólgnar að grafa menn niður í
jörðina eða flytja þá upp i ó-
byggðir ef hættu ber að höndum.
Forsætisráðherra landsins hef-
ur lýst yfir því að betra sé að
deyja fyrir Atlanzhafsbandalagið
en lifa án þess.
Enginn getur hrundið þessari
viftfirringu nema fólkið sjálft,
með því að neyta lýðréttinda
sinna. Við höfum með tvennum
mótmælagöngum sannað stjórnar-
völdunum að allur þorri Islend-
inga vill lifa einn og frjáls í
landi sínu. Gerum Hvalfjarðar-
gönguna í ár þeim mun áhrifa-
ríkari sem tiiefnin eru alvarlegri
en nokkru sinni fyrr.
Útgefandi: Samtök hernámsandstæðinga. Ábm. Ragnar Arnalds. Prentað 1 Steindórsprenti.