Hvalfjarðargangan - 21.06.1962, Blaðsíða 3
inda, ekki sízt þeim sem fram-
undan eru.
Lúðvík Th. Helgason:
Lúðvík var önnum ',:afinn við
búðarafgreiðslu, þegar við hittum
hann að máli. Við biðjum hann
að segja fáein orð um álit sitt á
hernáminu, þegar færi gefst.
— Ég hef ekki frekar en aðrir
fundið nein skynsamleg rök, sem
mæla með hersetunni. Hins vegar
eru fjölmargar ástæður til þess
að við eigum að láta herinn fara.
Hann er afsiðunartæki og kallar
yfir okkur stórfellda árásarhættu.
Ég vil taka þátt i hvers konar
aðgerðum, sem rrtiða að því að
losa okkur við þennan ófögnuð.
um stöðvum verði komið upp hér
á landi.
verður almennur, er ekki lengi
verið að grafa undan þjóðartil-
veru Islendinga.
um á íslenzkri grund. Ég álít
stórhættulegt fyrir þjóðina, ef
reisa á aðra herstöð á þéttbýlasta
svæði landsins.
Rannveig Haralds-
dóttir:
ADGANGA!
Jón Júlíusson:
Jón hefur tekið þátt í báðum
Keflavíkurgöngunum og segist
áreiðanlega ekki ætla að sleppa
þessu tækifæri til að mótmæla
hersetunni. Hann leggur áherzlu
á, að engin vörn sé í hernum en
margvíslegur ósómi fylgi honum.
Eg geng til að mótmæla hvers
konar afsali íslenzkra landsrétt-
Þórarinn Jónsson:
Þórarinn Jónsson er járnsmíða-
nemi ættaður frá Smáragrund á
Jökuldal. Þegar við spurðum
hann, hvað hann teldi háskalegast
við hersetuna, svaraði hann:
— Ég álít langhættulegast, að
ungt fólk hefur verið alið upp í
þeim hugsunarhætti, að þjóðin
geti ekki lifað án hersins og pen-
inganna þaðan. Ef slíkur mórall
Við hittum Rannveigu, þar sem
hún starfar í Samvinnutrygging-
um og spyrjum hana, hvers vegna
hún ætli að ganga úr Hvalfirði.
— Ganga ekki allir af sömu á-
stæðum? spyr hún. Ég vil leggja
mitt fram eins og aðrir til að
stuðla að því, að herinn fari. Og
það er fyrst og fremst hættan,
sem af honum stafar, sem ég hei
í huga.
Guðrún Sverrisdóttir:
Guðrún Sverrisdóttir er nítján
ára skrifstofustúlka og hefur ekki
tekið þátt í mótmælagöngum áð-
ur.
— Þú hefur verið í Ameríku,
Guðrún. Ætlarðu að móðga
Bandaríkjamenn með því að mót-
mæla herstöðvum þeirra?
— Eg kunni vel við mig í
Bandaríkjunum, en það væri sama
hver í hlut ætti, ég myndi ganga
til mótmæla erlendum herstöðv-
Björn Stefánsson:
Björn Stefánsson er menntaður
á landbúnaðarháskóla í Noregi
Hann er nú ritstjóri Búnaðar-
blaðsins.
— Utanríkisstefna Islendinga
er mótuð af nytsömum sakleys-
ingjum, segir Björn. Og þar á ég
við menn eins og Bjarna Ben. og
Guðmund í., sem eru handbendi
stéttarbræðra og samstarfsmanna
morðhundanna í Alsír og hlita
þeirra forsjá. Eg hugsa, að hér
komizt ekki kommúnismi á, með-
an herinn er, en það er eins lík-
legt, að hér verði ekki mannlíf,
ef hann situr. Ég er að sjálfsögðu
feginn því, meðan kommúnistar
ráða hér ekki, en ég tek hitt fram
fyrir. Ólafur Thors getur belgt
sig upp og sagzt vilja deyja fyrir
hugsjónir hernámsins, en hann
hefur ekki umboð til þess að lýsa
því yfir fyrir aðra og ég hugsa,
að unga fólkið kjósi lífið.