Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 4
SPJAUAB m ÍSIENZKT SJÓNVARP OG BANDARÍSKTIIID BJðRN TH. BJÍISSON LISTFRÆBING Sú spgrning er nú ofarlega f hugum manna hvort ríkisstjórnin muni ekki láta takmarka útsendingar bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar við herstöðina eina, þegar fslenzka sjónvarpið tekur til starfa f haust. Vitað er að ákvörðunin um stofnun hins fslenzka sjónvarps var af hálfu ríkisstjórnarinnar e.k. neyðar-andsvar við þvf ófremd- arástandi sem skapazt hafði við það að tugþúsundir Islendinga á Suðveaturlandi höfðu " óvart " gerzt fastir neytendur herstöðvasjón- varpsins. Menntamálaráðherra, Gylfi t>. Gfslason, lét svo ummælt f fyrravor að engan mundi hafa órað fyrir þvf að heimild sú sem ríkisstjórnin veitti til stækkunar Keflavíkursjónvarpsins, hefði jafn vfðtækar afleiðingar og raun hefur orðið á. Kvað hann það sfna per- sónulegu skoðun að núverandi ástand væri óviðunandi fyrir sjálfstæða menningarþjóð og þvf bæri að takmarka bandarfsku stöðina strax og hin fslenzka tæki til starfa ; en hann tók það jafnframt skýrt fram að rikisstjórnin hefði enn ekki tekið afstöðu til málsins. Sfðan hafa menn beðið árangurslaust f meira en heilt ár, án þess að ríkisstjórnin opinberaði stefnu sfna. Fyrirspurnum var beint tii hennar um þena efni á alþingi s. 1. vetur, en engin afdráttarlaus svör fengust gefin við þeim. Rikisstjórnin virðist enn vera stefnulaus f þessu alvarlegasta menningarvandamáli þjóðarinnar. Björn Th. Björnsson listfræðingur sem á sæti f Otvarpsráði og hefur frá upphafi unnið að undirbúningi stofnunar fslenzka sjónvarpsins, hefur góðfúslega fallizt á að svara nokkrum spurningum um þetta efni og framtfðarhorfur sjónvarps hér á landi. Hvaða lfkur telur þú til þess að rfkisstjórnin láti takmarka útsendingar bandarfska Keflavfkur- sjónvarpsins við herstöðina eina, þegar hið fs- lenzka tekur til starfa ? A þessu stigi málsins er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það. Svo mikið sýníst þó vfst, að ráðherrar Alþýðuflokksins hafi tekið þá afstöðu að takmarka beri Keflavíkursjónvarpið, og sennilega reyna þeir að vinna þá ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem fylgjandi eru áframhaldandi starfsemi þess á núverandi grundvelli, á sitt mál. Ríkisstjórninni er ekki stætt á þvf öllu lengur að fresta ákvörðun f málinu, þvf það er ómögulegt að halda áfram dagskrárgerð eða öðrum undirbúningi fyrir fslenzka sjónvarpið, nema úr þvf fáist skorið, hvort hið bandarfska muni starfa samhliða þvf eða ekki. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir einum sjónvarpslausum degi á viku, s. s. tfðkast f nokkrum öðrum Evrópulöndum, t. d. Hollandi og Sviss. Með þvf móti geta starfsmennirnir fengið sinn frftfma og liægt verður að komast af með eina vakt. Sjónvarpsdagskrá alla vikuna mundi hins vegar kosta vaktaskiptingu og allmarga starfs- menn f viðbót. Skjót ákvörðun f þessu máli er þeim mun brýnni sem tilkynna þarf með góðum fyrirvara, a. m.'k. 1 1/2 mánuði.hvenær fslenzka stöðin hefur útsendingar sfnar, svo bæði innflytjendur sjónvarpstækja og tilvonandi kaupendur geti hugsað sitt mál f tfma. Það má þvf segja. að ellefta stundin sé komin, þvf alla vega tekur fslenzka sjónvarpið til starfa f haust. Við höfum valið þann kost að fara ekki af stað með of langa dag- skrá, en þeim mun betri og vandaðri. Ef bandarfska sjónvarpið 4 DAGFARI mundi hins vegar starfa samhliða hinu fslenzka, breyttust viðhorf- in. Þá þýddi sjónvarpslaus dagur hið sama og við beindum fólki að hernámsstöðinni þann dag, sem kemur auðvitað ekki til mála. Eins yrði þá að endurskoða áætlaða lengd fslenzku dagskrárinnar, þ.e. tæpar þrjár stundir á virkum dögum, sem gæti, a.m.k. fyrst f stað, bitnað allmjög á gæðunum. Nú er vitað mál að r fk is s t j ó rn in hefur með stefnu sinni f sjónvarpsmá 1 inu alið upp fjölmennan hóp áhugamanna um hið bandarfska sjónvarp sem hef- ur með skriflegum áskorunum krafizt þess að mega njóta valfrelsis f sjónvarpsneyzlu sinni. Er ekki rfkisstjórnin hrædd um þessi " atkvæði ” ef hún sýndi þá reisn að loka herstöðvasjónvarp- inu fyrir fslendingum ? J ú, vafalaust. Það er raunar athyglivert að þeir menn sem áður voru deigir f sjónvarpsmálinu, en eru nú að herðast upp og sjá hver þjóðarskömm er hér á ferðinni, beita ekki fyrir sig þjóðernislegum sjónarmiðum, heldur benda þeir á að f bandarfskum reglugerðum urn sjónvarpsstöðvar erlendis er tekið skýrt fram að hvergi megi reka sjónvarpsstöðvar á vegum bandarfska hersins sem taki inn á sendisvæði viðkomandi lands ; af þessu leiðir, að ef Bandaríkin telja slg á annað borð ekki hafa verulegan pólitfskan hag af rekstri Keflavíkurstöðvarinnar f núverandi mynd, ættu þeir skv. sfnum eigin reglugerðum að takmarka sendingarnar strax og fslenzka stöð- in tekur til starfa. Það mætti þvf vel hugsa sér að stjórnarflokkarn- ir kysu heldur, af ótta við sjónvarps " betlarana ", að láta frum- kvæðið að takmörkun Keflavikurstöðvarinnar koma frá Bandaríkja- mönnum en þeim sjálfum. Vfst er um það, að sendimönnum Bandarikjanna hér á landi er umhugað um að valda ekki frekari árekstrum og óvinsældum en þegar er orðið með starfsrækslu Keflavikursjónvarpsins. Viðvíkjandi sjónvarpsrekstrinum sjálfum er þegar komið á daginn að árekstrar milli fslenzku stöðvaánnar og hinnar bandarfsku eru óumflýjanlegir og yrðu það f enn ríkari mæli, ef báðar störfuðu samtfmis, vegna þess að umboðsréttur sjónvarpsefnis er bundinn við Ameríku eða Evrópu ; þannig að ef evrópskur umboðshafi selur umboðsrétt efnis þá má bandarfska sjónvarpið ekki nota það. Þannig hefúr fslenzka sjónvarpið þegar tvfvegis orðið að grfpa f taumana til að banna flutning sliks efnis f Keflavíkursjónvarpinu. Sé stöð Bandarúcjamanna hins vegar takmörkuð við herstöðina eina eru þeir á bandarfsku höfundarréttarsvæði og vandamál af þessu tagi mundu þá ekki koma upp. Það mun rétt, að þeir gálgar sem nú óprýða mörg fallegustu húsin f bænum og vaxa sem skógur á sambyggingum, eru gerðir fyrir aðra tfðni en Reykjavíkurstöðin mun hafa og koma þvf að litlu, ef nokkru, gagni. Þar sem stöðin á Vatnsendahæð verður fjórum sinnum sterkari en sú bandarfska, en stöðin á Skálafelli tuttugu sinnum sterkari ( 5000 w móti 250 ), og net hennar þéttara ( 625 lfnur móti 525 lfnum bandarfska kerfisins ), mun fslenzka stöðin þurfa mun minni loftnet á Faxaflóasvæðinu, og þar sem hús liggja vel við, munu innbyggð loftnet að öllum lfkindum duga. Af þessum ástæðum segja tæknimenn okkur að Keflavíkurstöðin muni við samanburð verða eins og þokuslæðingur við hlið hinnar fslenzku, og sé þvf enga samkeppni að óttast, hvort eð væri. En ég lft á þetta sem þjóðmetnaðarmál en ekki tækniatriði og mundi sjálfur aldrei ljá máls á öðru, en að við værum hér fullkomlega sjálfráð- ir innan eigin menningarhelgi. Telur þ ú að dagskrá fslenzka sjónvarpsins verði með menningarbrag, svo notað sé jafn teygjan- legt hugtak i Ég mundi hiklaust svara þvf játandi. Skandinavfskir sjónvarpsmenn hafa sagt að varla sé hægt að gera ráð fyrir betri dagskrá en þeirri

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.