Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 11
VIETNAM : AROÐöRSFORMOLUR OG ANDLEGT HERNAM. " Þessi stjórn var allt frá upphafi mjög andvig ("bitterly hostile " ) Genfarsamningunum og lýsti þvf yfir að sam- komulag við slíkan andstæðing ( sem Vietminh ) væri heimskra manna háttur ", Og hann bætir við : " Þessi óhliðholla afstaða 1 garð Genfarsamninganna var f fullu samræmi við stefnu Bandaríkjastjórnar Stefna Diemstjórnarinnar birtist fyrst 1 þvf, að hún neitaði að taka þátt 1 umræðufundum, sem fulltrúar beggja landshluta skyldu eiga með sér skv. samningunum til þess að eyða niis- klið og leysa vandamál sem upp kynnu að risa við undirbúning kosninganna. Gettleman skýrir þetta svo : " Það sem lá hér greinilega að baki var ótti hennar við að Vietminh mundi vinna kosningasigur, hversu vandlega sem að kosningunum yrði unnið og hversu gott eftirlit sem með þeim yrði haft ". Niðurstaða hins bandarfska prófessors er þannig staðfestingá orðum Eisenhowers, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, sem kvað það trú sfna að Vietminh hefði hlotið allt að 807° atkvæða fkosningunum sem fram áttu að fara 1956. Sú stefna Bandaríkjastjórnar að standa gegn lýðræðislegri lausn Vietnamsmálsins á grundvelli Genfarsamninganna er f raun og veru lykillinn að öllu þvf sem sfðar hefur gerzt. Auðvitað verður ekki gengið fram hjá þvf að lausn þess var engan veginn sjálfgefin, og að kalda strfðið kynti undir þá tortryggni og úlfúð sem ríkti milli andstæðra hópa f Vietnam sjálfu eftir fimmtán ára styrjöld ( þvf að nýlendustrfðið við Frakka var um leið borg- arastyrjöld ). En ef Bandaríkin hefðu ekki tekið upp þá óheilla- stefnu að hlaða undir völd Diems og afturhaldsklíku bans. má ætla að tekizt hefði að yfirstfga erfiðleikana. Hin fréklega hernaðaríhlutun Bandarikjanna kom f veg fyrir að það tækist, svo sem Gettlemen sýnir fram á : og hún var f að hindra að kosningarnar færu fram og landshlutarnir tveir yrðu sameinaðir. Arið 1956 leið og 1957 hóf Diem svo hinar alræmdu ofsóknir sfnar gegn menntamönnum og bændum S-Viemams sem unnið höfðu sér það til óhelgi að taka þátt f þjóðfrelsisstrfðinu gegn Frökkum og vildu ekki sætta sig við félagslega kúgun og banda- rfska leppstjórn. Fæstir þeirra sem fyrir ofsóknunum urðu, voru kommúnistar. Arangur ofsóknarherferðarinnar - manndrápa, fangelsana og útlegðardóma - var andkommúnfskt hernaðar- og fjölskyldueinræði Diems, og andsvarið var skæruhernaður hinna ofsóttu sem komizt höföu undan - og handamanna þeirra. Diem og Bandarikjamenn uppskáru eins og þeir höfðu til sáð. f marzmánuði 1958 lýsti Diem þvf yfir, að strfðsástand rikti f Vietnem. hvf hafa þessar staðreyndir verið rifjaðar upp hér, að um þær héfur ríkt þagnarsamsæri f vfðlesnustu biöðum landsins. Hinir hernumdu hugir blaðaritstjóranna heimta að iogið sé að Islend- ingum um allt eðli þessa hildarleiks sem vekur ógn og skelfingu allra er vilja sjá. Þeir heimta að logið sé að Eslendingum á sama hátt og Lyndon B.Johnson reynir að friða slæma samvizku Þjóðar sinnar með jafn augljósum ósannindum og fram komu f ávarpi hans til" The American Bar Association, f ágúst 1964. f tfu ár, bæði f stjórnartfð Eisenhowers, Kennedys og þeirrar sem nú stendur yfir, höfum við haft eitt ákveðið markmið, Þ.e. að virða samningana frá 1954 ". Þessir ritstjórar eru óhvikulir bandamenn hans og hinna strfðsglöðu herforingja hans sem reyna að ómerkja - með kommúnistagrýlunni - orð hinna sem vilja koma sannleikanum um Vietnam á framfæri. Þvf að áróðursformúia hljóðar svo : Strfðið f Vietnam hófst fyrir tilverknað kommúnista frá N-Vietnam ; þess vegna komumst við ekki hjá þvf að varpa sprengjum á það ( undanskilið : þótt okkur þyki það leitt). Réttlæting strfðsins og siðferðið sem ber það uppi byggist á þvf að höfuðlygi þessarar áróðursformúlu standi óhögguð. Ef allur almenningur sæi f gegnum hana þá væri voðinn vfs ; þá væri Bandaríkjastjórn stimpluð strfðsglæpa- stjórn, þá væru " verndarar " okkar stimplaðir strfðsglæpamenn, þá væri ” forystuþjóð Vesturlanda f baráttunni gegn kommúnism- anum ” stimpluð strfðsglæpaþjóð. Fyrst svo er, er þá að undra þótt talsmenn herstöðva - og æ fleiri herstöða - á Islandi séu jafnframt svo andlega hernumdir að þeir blygðast sfn ekki fyrir að réttlæta árásarstrfð Bandaríkjamanna gegn viemömsku þjóð- inni - eiturgasið, pyntingarnar og sprengjjiárásir á holdsveikra- spftala. A mælikvarða áróðursformúlunnar eru fjölmargir andans menn Bandaríkjanna - klerkar, prófessorar, vfsindamenn, stúdentar og listamenn - kommúnistar. Allirþessir menn betjast harðri baráttu gegn lyginni og villimennskunni - strfði Bandaríkjanna f Vietnam. Og ekki aðeins þeir, heldur fjöldi stjórnmálamanna. Einn þeirra.Wayne Morse, lét svo um mælt f öldungadeild Bandaríkjanna f ágúst 1965 : ” Eg hef lýst þvf yfir f marga mán- uði, að ég er sannfærður um það sem rneðlimur utanrikismála- nefndar ráðsins, að f Pentagon situr hættulegur og tillitslaus hópur manna, sem æskja eftir varnarstrfði við Kfna og vilja fá tækifæri til að varpa sprengjum á kjarnorkuver þess. £g álft þá vera hættulegustu glæframenn heimsins ". A meðan svo skorulega er mælt gegn áróðursformúlunni á Banda- ríkjaþingi þegja hinir andlega hernumdu Islendingar sem fastast. Og f Hvalfirði er verið að reisa nýja herbækistöð að kröfu glæframannanna f Pentagon. Loftur Guttormsson. IPJZTÞÚ.... að síðan í febrúar 1965 hafa Bandaríkjamenn varpað á Víetnam sprengjum sem nema þriðjungi alls þess sprengjumagns sem varp- að var á alla Evrópu í síðari heimsstyrjöld- inni að Bandaríkjamenn hafa ekki lýst stríði á hendur N-Víetnam, enda þótt þeir láti sprengjunum rigna yfir það að herafli Bandaríkjanna í S-Víetnam nemur nú 300 000 manns og her leppstjórnarinnar í Saigon um 565 000 manns að þrátt fyrir hinn gifurlega liðsmun og fátæk- legan herbúnað hefur Víetkong ( Þjóðfrelsis- hreyfingin ) 3/4 hluta S-Víetnams á valdi sínu að það kostar ríkissjóð Bandaríkjanna hundruð þúsunda dollara að jafnaði að fella hvern Vietkonghermann ( 34 585 felldir árið 1965 móti 1 241 Bandaríkjamanni ) að siðasta skoðanakönnun Gallups sýnir að 54% Bandaríkjamanna eru þvi hlynntir að Bandaríkin dragi her sinn til baka frá S- Víetnam, DAGFAR111

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.