Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.08.1966, Blaðsíða 8
Nýtt kvæöi um guð / Kvæði um nýjan guð. Hó! Ég er guðinn. Vesali maður, hvers leitaröu ? Hér er ég, guð þinn. Sjá þessar borgir, ekki verða þær reistar á einum degi, en afturámóti eru engin vandkvæði á að leggja þær í rúst á einum degi. Hvers leitarðu ? Skjálfandi lfta þeir til mín sem þekkja mig. Grátandi konur þerra tár sfn myrku hári og dökku. Og valdsmenn þjóða bera ilmsmyrsl, alabastur á fætur mína. Hvers leitarðu ? Nagasakí, Nevaða, Kennedýhöfði, Spánarströnd. Þetta eru mínir staðir, þar eru mfn musteri. Bjálfar, fallið fram og tilbiðjið mig. Hó, ég er sprengjan! Heimir Pálsson. 8 DAGFARI ÁVARP til íslendinga frá ungu fólki Við undirrituð, sem höfum ólíkar skoðanir á ýmsum málum, erum sammála um, að við viljum ekki hafa herstöðvar eða herlið í landi okkar. Við viljum leggja áherzlu á þá sérstöðu íslendinga, að þeir hafa verið vopnlaus þjóð um langan ald- ur og að þeir hafa ekki háð styrjöld með vopnum við aðrar þjóðir. Við viljum, að íslendingar haldi þessari sérstöðu sinni og skipi sér í flokk þeirra þjóða, er leggja áherzlu á boðskap friðarins á alþjóðavettvangi. Við teljum, að landi okkar sé engin vörn að herbúnaði hér, en hins vegar sé það nú öruggt skotmark, ef heimsstrfð brytist út. Við álítum, að hervirkjaframkvæmdir í Hvalfirði séu hættu- legar og auki vanda þjóðar okkar. Jafnframt eru þær í ósamræmi við stefnu ýmissa annarra þjóða innan Atlantshafsbandalagsins um sam- drátt í gerð hernaðarmannvirkja og fækkun her- stöðva. Við viljum leggja áherzlu á þá hættu, sem menningu okkar er búin af starfrækslu fjölmiðlunartækja herstöðvarinnar f Keflavík. Við teljum af þessum ástæðum, að tilvera okkar sem sjálfstæðrar þjóðar í frið- lýstu landi sé því aðeins tryggð, að vrndinn verði bráður bugur að uppsögn hersamningsins við Bandarfki N-Amerfku og brottför hers þeirra héðan. Við skorum þvf á alla fslendinga, unga og gamla, hvar sem þeir eru í flokki, að vinna að fram- gangi þess og hvergi hika. Baldur Oskarsson, rithöfundur, Reykjavík. Björn Stefánsson, búnaðarhagfræðingur, Reykjavík. Björn Teitsson, stud.mag., Þingeyjarsýslu. Einar Örn Guðjónsson, verkamaður, Reykjavík. Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum, Borgarfirði. Guðvarður Kjartansson, gjaldkeri, Reykjavík. Gunnar Karlsson, stud. mag., Gfgjarhólskoti, Arnessýslu. Heimir Pálsson, stud.mag., Reykjavík. Helgi Guðmundsson, iðnnemi, Reykjavík. Hjördis Hjörleifsdóttir, kennari, Isafirði. Hjörtur Pálsson, fréttamaður, Reykjavík. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Norður-Isafjarðarsýslu. Jón Sigurðsson, stúdent, Reykjavík.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.