Dagfari - 01.02.1976, Síða 1

Dagfari - 01.02.1976, Síða 1
Gegn herstöðvum á Islandi - gegn Nató BARATTAN GEGN RANYRKJU OG HERNUM FER SAMAN pegar breskir togarar halda uppi veibuin innan íslenskrar fiskveiöilögsiigu og bresk her- skip sigla upp aö landsteinuni til að verja veiöiþjófana og sigla á íslensk varöskip, og NATO herinn situr á mcöan meö hcndur í skauti og horf- ir mót dagrcnningunni; þá opnast augu íslcnskra manna og þeir segja: þessi her var þá ckki hcr til aö verja okkur íslendinga. Og undrun þeirra er mikil. En aðrir þykjast klókir og scgja: ef bretinn hypjar sig ekki, þá rekum við herinn og göngum úr NATO. Og ein- hver spyr á móti: er þá allt í lagi með NATO ef hcrinn fer? Og munu þeir þá lygna aug- unum aftur sein opnuðu þau, eða fara að lesa moggann sinn. pað er talað fjálgum oröuin um að við séum í stríði við breta. Og þá r.iá vera aö ein- hver sjómaöur, sem þykir sinn hlutur hcldur rýr, spyrji sem svo: er ég virkilcga að berjast við brcska sjómcnn sem cru í sömu súpunni og ég? Og í söinu mund flýgur sú fregn að ckkert þokist í samninga- viðræöum Alþýðusambandsins og Vinnuvcitcndasambandsins og útlit sé fyrir allsherjarverk- fall. Hvcr er eiginlcga í stríöi við hvern? ----- □ ----- Nú er það svo að fólkið í þessu landi greinist í stéttir, aðallega tvær andstæðar stétt- ir sem heyja stöðuga barátlu, stundum svo hatramma að mestallt atvinnulíf í landinu laniast um lengri eða skemmri tíma. Verkalýðsstéttin skapar verðmæti með vinnu sinni, borgarastéttin, stétt atvinnu- rekenda og eignamanna, græð- ir á þessari verðmætasköpun og svífst oft einskis til að halda þessum gróða og auka hann. Gróðaöflunum lendir oft saman í gegndarlausri gróðasókn sinni, en einn sam- eiginlcgan óvin eiga þau, verkalýðinn. í stríðslok sameinuðust borgarastéttir hinna ýnisu landa í hernaðarbandalögum, í okkar heimshluta Norður- allanlshal'sbandalaginu, NA- rJO. Og NATO hefur aldrei verið ætlað að verja einstök lönd, hcldur sameinast borg- arastéttin þar í vörn og sókn gegn alþýðunni, verkalýðs- stéttinni og bandamönnum hcnnar. I höfuðstöðvum NATO í Brussel hefur enginn áhyggj- ur af síðasta þorskinum. Og þar hefur enginn áhyggjur af því þótt varðskip laskist í á- rekstri, né hcldur hvort fisk- veiðar íslendinga eða breta aukist eða minnki. Slíkt er smámál á þeim háa stað. Hins vegar hafa þeir áhyggjur af því að bandamenn skuli deila: breska og íslenska borgara- stéttin. NATO hefur ekki af- skipti af Jjessu deilumáli til aö koma í veg fyrir árás stór- veldis á óvopnað smáríki, heldur til að sætta stríðandi bandamenn: sameinaðir stönd- um vér, sundraöir föllum vér. það þykja sjálfsagt ekki góð tíöindi í Brussel þegar íslensk alþýða er farin að efast um verndarhlutverk hersins. ----- □ ----- íslensk alþýða berst gcgn veiðiheimildum handa bresku útgerðarauðvaldi. Óhjákvæmi- lega hefur sú baráíta fengiö á sig mynd baráttu gcgn ríkis- stjórn íslcnsku borgarastéttar- innar. Áður en fólk veit af er hcildsalinn Geir Hallgríms- son, persónugcrvingur íslensku borgarastéttarinnar, orðinn andstæðingur þess í landhelg- ismálinu. Borgarasléttin setur ekki fiskverndunina á oddinn, held- ur eigin hagsmuni. það er tal- að um fiskverndun, og það var talað um fiskverndun þeg- ar landhelgin var færð út í 50 rnílur. Er um leið voru kcyptir inn togarar í stórum stíl. Nú skyldi aldeilis auka veiðarnar. En fiskistofnarnir hafa bara minnkað. Afla- magnið 1974 náði ekki afla- magninu 1970, þrátt fyrir stækkun togaraflotans. tslenska útgcrðarauðvaldið vill sitja eitt að fiskimiðunum innan 200 mílna landhelginn- ar. En auðvaldið viíl heldur ekki tefla viðskiplahagsmun- um sínum í lucttu eða veikja hcrnaðarbandalag sitt, NATO. Alþýðunni er það hins vegar lífshagsmunamál að hindra rányrkju á fiskimiðunum. Hagsmunir hennar og gróða- fíkn auðvaldsins fara ekki saman. Nei, hcrinn var þá ekki hér til að vcrja okkur íslendinga. Herinn er hér til að verja ís- lenska auðvaldið. Herinn er hér til að verja bandaríska auðvaldið og breska auðvald- ið, í stuttu máli sagt: heims- auðvaldið. Einokunarauð- hringurinn Unilever á fiski- skip í V-þýskalandi, Bretlandi og víðar. Meðan Unilever sendir togara sína til að taka þátt í rányrkju á fiskimiðun- um við ísland og fær herskip brcska NATO-flotans sér til verndar, þá beinast augu dát- anna á Miðnesheiði að sigl- ingaleiðum rússa annars veg- ar og inn til landsins hins vegar. Hér finnst óvinurinn ekki í líki breskra herskipa heldur breskra og íslcnskra sjómanna og íslensks verka- lýðs. Nci. Islcnskur sjómaöur má ekki láta henda :2g að hcrjast við hrcskan sjóniann. jtegar auðhringurinn Unilever eða aðrir togaraeigendur, íslenskir eða útlendir, senda togara sína á Jslandsmið þá eru þeir ekki að hugsa um afkomu sjó- mannanna. Sjómenn vcrða að horfast i augu við þá stað- reynd að ofveiðin hefur stofn- að fiskistofnunum í hættu, og aukin sókn á miðin leiðir til þess eins að þessi matarkista verður tæmd. þeir verða að hefja baráttu gegn rányrkju og fyrir því að afkoma þeirra verði tryggð með öðru cn því feigðarflani sem gegndarlaus og skipulagslaus aukning fisk- veiða er. Og í þeirri baráttu verður óhjákvæmilega gengið á gróða útgerðarauðvaldsins. Já. Hver cr aö berjast við hvern? Barátlan hefur beinst gegn veiðiheimildum handa útlendri úlgerð. En baráttan hefur líka beinst æ meir gegn íslensku ríkisstjórninni, rikis- stjórn íslenska auðvaldsins, sem sífellt er með hugann við viðskiptahagsmuni sína. Og baráttan verður að beinast jafnframt gegn ofveiði ís- lensku útgerðarinnar. Utgerð- in getur ekki aukið gróða sinn með meiri afla nema með of- veiði. Og sjómenn geta ekki byggt afkomu sína í jafnríkum mæli og áður á hlut. Kjarabaráttan hlýtur að verða harðari þegar sjómenn neyð- ast til að ganga enn meir á gróða útgerðarauðvaldsins. þcgar allt kemur til alls stcndur barátlan milli alþýðu og auðvalds, alþýðu alls hcimsins og heimsauðvaldsins. Við verðum að halda uppi stööugri baráttu gegn her- stöðvununi og NATO. Ekki vegna þess að NATO ver ekki ísland gegn bretum. Heldur vegna þess að NATO stendur ævinlega gegn alþýðunni. Bar- áttan gegn rányrkju og bar- áttan gegn NATO faila í sama farveg, vegna þecs að í bar- áttunni gegn rányrkju stendur alþýðan gegn auðvaldi. Vcrkamenn, sjómenn og annað alþýðufólk geta aldrei treyst öðrum en sjálfum sér til að stöðva þá rányrkju og Framhald á 4. síðu.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.