Dagfari - 30.03.1976, Blaðsíða 3

Dagfari - 30.03.1976, Blaðsíða 3
DAGFARI 3 BÁRATTAN GEGN HER OG NATO Nokkur grundvallaratriði NA TO-samtrygging heimsauðvaldsins Nato er hlekkur I samtrygg- ingarkerfi heimsauövaldsins gegn frelsisbaráttu verkalýös um allan heim, islenska auövaldsins sem auBvalds annarra landa. HerstöBvar Nato á íslandi eru mikilvægur hlekkur i þessari varnarkeöju auövaldsins, þeim er stefnt jafnt gegn alþýöu manna á Islandi sem annarra landa. Dæm- in sem koma í hug i þessu sam- bandi eru mýmörg: Vietnam, Grikkland, Chile, Angola o.s.frv. Nú siöast hefur afhjúpast skýr- lega bandalag Nato viö kynþátta- kúgara Suöur-Afriku. Við leggjum ekki öll hernaðarbandalög að jöfnu Vopnastuöningur Sovét og Kina var mikilvægur til sigurs þjúöfrelsisaflanna i Vietnam, stuön. Kúbu o.fl. mikilvægur til sigurs frelsisaflanna I Angólu. Ekki fordæmum viö slik bandalög, þótt viö gagnrýnum oft framkvæmd þeirra. Þvert á móti gerum viö kröfu á hendur þeim rlkjum, þar sem auBvaldsskipu- lagiöhefur veriö afnumiö, verka- lýösrikjum heimsins.aB þau veiti miklu meiri aöstoB, i baráttu viB heimsauövaldiö. Ekki leggjum viö Nato og Varsjárbandalagiö aöjöfnu. Varsjárbandalagiö er bandalag verkalýösrikja, og þótt viö gagnrýnum þau, leggjumviö þau ekki aö jöfnu viö auövaldsrik- in. Viö leggjum einmitt áherslu á aö verja sigurvinninga verka- lýösbyltingar og þjóöfrelsisbar- áttu um viöa veröld. Til aö verja þessa ávinnina i baráttu gegn heimsauövaldinu, gerum viö kröfu um pólitiska byltingu i verkalýösrikjunum, sem felur m.a. I sér endurreisn og uppbygg- ingu verkamannaráöa og ráöa- lýöræöis, kröfur sem fela i sér virka alþjóöahyggju og alþjóö- lega skipulagningu i baráttu verkalý Bsstétta rinnar. Sameining verkalýðsstéttarinnar Tökum dæmi. Fjölmargir okk- ar gagnrýna störf verkalýössam- takanna og forystu. Þetta þýöir ekki aö viö snúm baki viö verka- lýössamtökunum. Þvert á móti verjum viö þau og réttinn til skipulagningar gegn árásum auövaldsins. Jafnframt setjum viö fram kröfur um breytta stefnu, skipulag og aukiö lýöræöi i verkalýöshreyfingunni til aö geta betur varist sókn andstæöingsins, til aö geta sameinaö verkalýöinni sókn á hendur andstæöingnum. Þetta gildir einnig á heimsmæli- kvaröa. Innan varkalýösstéttarinnar er deilt um leiöir I baráttunni. En hvaöa leiö, sem valin hefur veriö, hljótum viö aö gera kröfur á hendur stéttinni allrium aö verja þá ávinninga,semnáösthafa. Lifi sú stefna, sem getur sameinaö alþýöu allra landa til skipulegrar atlögu aö auövaldinu. Gegn þjóðerniss tefnunni Vissulega skulum viö verja tungu okkar og menningu. Þetta og margt fleira i félagslegu um- hverfi mannsins eru hagsmunir, sem fellur I hlut alþýöu allra landa aö verja, hagsmunir, sem auövald og heimsvaldastefna ganga þvert á. En vei þeirri hugmyndafræöi, sem sam- einar þjóö I baráttu gegn þjóö, sem gerir aö auövaldi eins lands tekstaö leiöa alþýöu sins lands til baráttu gegn alþýöu annars lands, sem blekkir þá alþýöu til innbyröis átaka, sem standa skyldi saman þvert á öll landa- mæri gegn auövaldi og heims- valdastefnu. Þaö hvernig þýska auövaldinu tókst á timum nasismans aö nýta þjóöernis- stefnuna til aö svikja verkalýöinn út i innbyröis styrjöld er ekki einsdæmi. Slikt gerist i nokkrum mæli á degi hverjum. Gegn NATO á grundvelli alþjóðahyggju Barátta herlendis gegn her- stöövum og Nato hlýtur aö grund- vallast á þvi, aö hún er samstööu- barátta meö alþýöu allra land sem á I samskonar baráttu viö heimsauövald og heimsvalda- stefnu. Okkar barátta hér á landi erhennar, hennar barátta, okkar. Kagnar Stefánsson ER LANDHELGISMALH) TENGT HERSETUNNI OGNATO? 1 pólitiskum umræöum hefur mikiB veriö um þaö rætt hvemig landhelgismáliö tengist herset- unni og aöild Islands aö NATO. Hefur mönnum sýnst sitt hverj- um, bæöi meöal hægri manna og herstöðvarandstæðinga. Hafa ummæli og skrif einstakra her- stöðvarandstæðinga verið túlkuð þannig af öörum herstöövaand- stæöingum, meö réttu eöa röngu, aö veriö sé aö hirta þá fyrir aö tengja I verki baráttuna gegn hemum og NATO viö landhelgis- málib. Þaö er rétt aö sáttmáli NATO og varnarsamningurinn viö Bandarikin gera alls ekki ráö fyr- ir þvi aö viö islendingar fáum neina vernd gegn ásælni NATO-rikis I auölindir okkar, studda hernaöarlegri árás. Ekki litilvægt pólitiskt atriöi a tarna. Þaö er augljós staöreynd aö landhelgismáliö og NATO- máliö eru tengd. Þegar erlent stórveldi, sem er félagi tslands i hernaöar- bandalagi, fer meö vopnuöum ránskap i islenskri auölindalög- sögu, er um að ræða svo augýni- lega tengd mái að þeim tengslum veröur ekki afneitaö. Þaö skiptir hins vegar miklu hvernig þessi tengsl eru túlkuö og hvernig meö þau er fariö á póli- tiskum vettvangi. Margir haegri menn og herstöðvarsinnar hafa reynt aö notfæra sér tengslin til þess að fá fram ákveðna pólitiska og áróðurslega niöurstööu meö þviaöreyna aö knýja fram samn- inga viö breta meö einhvers konar milligöngu NATO. Þetta viröistgert I þvi skyni aö geta eft- ir á hrópaöhúrra fyrir óhagstæö- um samningum og látiö Morgun- blaöiö og Visi lofsyngja NATO fyrir „hjálpina”: Þarna sjáiö þiö, NATO hjálpaöi okkur til aö losna viö breska flotann af miöunum! Gott bandalag, NATO! — Þessi stefna viröist vera leiöarljós rik- isstjórnarinnareöa a.m.k. annars stjómarflokksins. Herstöövarandstæðingar skilja tengslin á annan hátt og réttari. Af landhelgismálinu hefur sem sé ,, VORSTER GEIR Forsætisráðherra Suður-Afriku, Bandamaðurinn, forsætisráð- forystumaður kynþáttakúgun- herra islands, opinberlega i ; ar, leynifélagi i NATO NATO. SUÐUR-AFRÍKA! Leynileg aðild að NATO I október I974ferðaðist einn af æöstu mönnum vestur-þýska flughersins og fulltrúi Vestur-þýskalands i hermála- nefnd Nató, Gunther Rall, undir dulnefni til Suður-Afriku og skoöaði þar hernaðarmann- virki, þar á meðal kjarnorku- stöðvar. Vesturþýskt timarit kom upp um ferðina og leiddi þaö til þess að Rall neyddist til að segja af sér. Hinsvegar varð Georg Leber, varnarmálaráð- herra Vestur-Þýskalands, ekki fsrir neinum kárinum i sambandi viö þetta mál, og vitnaöist þó að Rall hafði farið feröina með vitund og vilja hans. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um stöðugt nánari her- málasamvinnu Nató við stjórn kynþáttakúgarana i Suður-Afriku, enda er þegar fariðaðkalla Suður-Afriku ,,hið leynilega aðildarriki Nató.” Ráðamenn Nató gera þó sitt besta til að láta þessa samvinnu fara leynt, bæði til þess aö espa ekki þrið jaheimsrikin á móti sér og eins vegna þess að formlega séö nær umsvifasvæöi Natóekki lengra suður en að hvarf- baugnum nyrðri. Mikilvægi sunnanverörar Afriku fyrir Nató og auö- hringana.sem ráða efnahagslifi Vesturlanda, er fyrst og fremst tvennskonar, i fyrsta lagi liggur siglingaleiðin frá oliurikjunum við Persaflóann til Vestur-Evrópu og Norður-Amériku suður fyrir Goðrarvonarhöfða og i ööru lagi er Afrika sunnanverð meö auðugustu svæðum heims hvað margskonar náttúruauðlindir snertir, gull og gimsteina, úran, kopar, oliu og margt flei. Þetta skýrir hversvegna Banda- rikjunum og fleiri vestrænum rikjum þótti svo óskaplega sárt að sjá á bak Angólu og lika hversvegna þau eru með lifið i lúkunum út af þvi að „kommún- istar” komist til valda i Ródesiu og stjórn Ians Smith fellur þar. Vitað er að náið hermálasam- starf hefur lengi verið með Suður-Afriku og ýmsum Nató-rikjum, einkum Banda- rikjunum og uppá siðkastið Vestur-Þýskalandi, og hefur vesturþýska fréttatimaritið Der Spiegel meðal annarra fjallað um það. Suður-Afrika stefnir markvisst að þvi að verða kjarnorkuveldi og hefur náið samstarf við Bandarikin og Vestur-Þýskaland á þvi sviði. Grunur leikur á að þvi að i undirbúningi sé að Nató fái flotabækisstöð i suðurafrisku hafnarborginni Simonstown, að minnsta kosti hefur verið ákveðið að stækka hafnarmann- virki þeirrar borgar margfalt meira en sem svarar hugsan- legum þörfum suðurafriska sjó- hersins eins. Blaöafulltrúi Nató viöurkenndi að aðeins mánuði eftir stjórnarbyltinguna i Portúgal i april 1974 hefði flota- stjórn Nató á Atlantshafi verið gefin fyrirmæli um að gera áætlanir til gæslu á siglinga- leiðum á Suður-Atlantshafi og Indlandshafi. A sviði fjarskipta hefur einnig lengi verið mikið samstari með Nató og Suður- Afriku. —n oröiö ljósara i verki en nokkru sinni fyrr aö aöildin aö NATO og vera Bandarikjahers á tslandi hefur alls ekki þann tilgang aö verja tsland. Tilgangurinn er sá aö notfæra sér tsland og Islend- inga til þess að fá útvarðsstöð fyrir varnarkerfi Bandarikjanna og Bretlands i valdatafli þeirra viö Sovétrikin á Atlantshafi. Þannig hafa islendingar veriö geröir aö peöi I valdatafli stór- velda sem veriö hafa aövigbúast kjarnorkuvopnum og öörumger- eyöingartækjum áratugum sam- an og hafa stööugt verið aö sýna meö framlerði sinu, t.d. i Vietnam og Tékkóslóvakiu, hversu vönd þau eru aö meöölum og eöallynd gagnvart smærri þjóöum. Hitt veröur siöan hver og einn aö gera upp viö sjálfan sig hvort honum finnst þaö veröugra og öruggara hlutskipti aö vera peö stórveldis 1 sllkri valdaskák eöa réttur og sléttur þátttakandi, sjálfstæöur, i öörum friösamlegri landaleik viö hliöina. Tengsl landhelgismálsins við NATO og hersetuna eiga aö vera herstöðvarandstæðingum knvj- andieggjan til starfs og afreka en ekki tilefni úrtöluháttar sem er vatn á myllu hægri aflanna 1 islenzku þjóðfélagi. Herstöðvar- andstæöingar eiga aö notfæra sér þessi tengsl til þess aö afhjúpa eöli og tilgang NATO og dvalar Bandarikjahers hérlendis, meö einbeittri og ótviráðri póíitiskri baráttu í ræöu, riti og verki. A.l. Skrifstofan er að Skólavörðustíg 45

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.