Dagfari - 30.03.1976, Blaðsíða 4

Dagfari - 30.03.1976, Blaðsíða 4
Um sjálfstæðis- baráttu Sú falskenning á varla lengur upp á pallborBiB hjá sæmilega vitibornum islendingum aB erlend stórveldi beri hag vom svo mjög fyrir brjósti, aB þau séu reiBubúin aB taka á sig marghátt- aBar kvaBir til staBfestingar vin- áttu sinni og einlægni umhyggju. Brezk stjórnvöld, sem ýmist kenna sig viB ihaldssemi eöa sósialisma,hafa gengiö rösklega fram i þvi um langt skeiö aö beria inn i islenzka þjóð þau sannindi, sem raunar blasa viö á spjöldum mannkynssögunnar, aB sérhvert stórveldi hugsar framar öllu um eigin hag og traðkar óspart á hag smáþjóöar, sjálfstæöi hennar og frelsi, ef þvi býBur svo viö aö horfa. A undanförnum mánuðum hefur þaö smám saman orBiö deginu ljósara aö brezka her- veldiB leggur sig i framkróka til aB kippa undan þjóö vorri þeim grundvelli, sem efnahagskerfi hennar er á reist, svelgja gjör- samlega frá henni helstu lifsbjörg hennar, fiskinn i sjónum. Sam- timis hafa brezk stjórnvöld haft i frammi æriö kaldhæönislegan fagurgala og hræsni af viBur- styggilegasta tagi, minnt á þaö hvaö eftir annað meö bros á vör, að vér séum bandalagsþjóö þessa herveldis, vinir og fóstbræður samkvæmt nær þvi þriggja ára- tuga gömlum sáttmála. Sem betur fer viröast islend- ingar hafa rankaB svo viö sér, aö þeirætli að bregðast við aðförum þessum af fullri einurö og fesiu, enda mun hverjum manni ljóst, hversu mikiö er nú I húfi i verald- legum efnum. A hinn bóginn get ég ekki aö þvi þvi gert, aö mér hefur lengi þótt gæta furöulegs skeytingarleysis þjóðar vorrar gagnvart ásókninni aö styrkustu stoöum hennar i andlegum efn- um, tungu og menningu. Þaö er ekki aöeins bandariska heriiöiö á MiönesheiBi sem darkað hefur i islenskri menningarhelgi meö þrotlausri fjölmiöla-útgerö, heldur hafa islendingar sjálfir reynst bæöi hugkvæmir og ötulir aö draga i bú margan ódráttinn úr engilsaxneskum vilpum, ekki sist siöan sjónvarpiö kom til skjalanna. SjónvarpiB á vegum islenzka rikisins býður flest kvöld vikunnar upp á kvikmyndir af glæpum, moröum, ránum og of- beldisverkum, sem þar aö auki eru kynósa og einatt þrungnar ákafri glysdýrkun og vegsömun prangs og auðs. Ekki er heldur látiB undir höfuö leggjast aö gera poppinu svonefnda góö skil hjá þessu rikisrekna fyrirtæki. En saklausri skemmtun eins og dæg- urlögum hafa erlendir brakúnar og mangarar breytt I stóriöju á fáum áratugum, ogum leiö slökkt i henni sérhvem listrænan neista, teygt hana meö vélum sinum neöar og neöar til þess aö auka söluna meöal fákæns múgs i miljónaborgum. Undir þennan óskunda, sem auglýstur er af tryllingi oghörku, leggja ritstjór- ar dagblaöa vorra aö jafnaöi meira rúm en undir raunveruleg menningarmál, og skiptir þar öngvu viB hverja stjórnmálastefnu blaBiö er kennt. Þvi má svo bæta viö aö iþróttir, sem aö réttu lagi eiga ekki aB vera neitt annaö en heilsurækt til þess aö auka hreysti manna, starfsþrek þeirra Óiafur Jóhann Sigurösson og llfsgleöi, jafnvel þær birtast langoftast I fjölmiBlum sem æöis- gengin og á stundum illvig keppni, þar sem allrar orku er neytt til þess eins og hreppa verö- laun, fé og frægö. Vitaskuld getur ekki hjá þvi fariöað fjölmiölar, einkum og sér Ilagi sjónvarp, eigi drjúgan þátt i aö móta UfsviBhorf barna og ung- linga. Sé lágkúrulegu eöa beinlln- is hraklegu efni varpaB aB þeim án afláts, hlýtur dómgreind þeirra aö brenglast og mat þeirra á verömætum aB veröa allt annaö en áöur tlökaöist á tslandi, — fyrir nú utan þaB aö sibylja á ensku á hverju heimili gæti smám saman stuölaB aö þvi að þjóBin yröi tvityngd. Herstööin á Miönesheiði er þvi ekki ein um þaö aB vega aö rótum sjálfstæöis vors, sýkja og spilla. Fjármála- stjórn vor hefur til aö mynda langa hriö veriB harla sérstætt fyrirbæri, og nú er svo komiB aö þessi verBbólguþjóö virBist beinlinis vera aö stinga sér á kaf i fen erlendra skulda. Sá einstak- lingur sem hleypir sér I skuldir langt umfram þaö sem skynsam- legt eða nauðsynlegt getur talizt, svo sem til kaupa á bresku kexi og sælgæti, hann veröur hvorki sjálfstæður né frjáls, heldur háður vilja og ráöi lánardrottna sinna. Um þjóð gegnir sama máli, eins og allir hljóta aB vita. Vér segjumst vera staöráönir i aö verja fiskimiBin, lifsbjörg vora, hvaB sem þaö kostar. En er meB nokkru móti unnt aB verjast þeim seiöskröttum innfluttrar lágmenningar og ómenningar sem öllum stundum riöa hér hús- um? Sú spurning gæti leitt af sér aðra, sem heföi ugglaust þótt fáránleg og ekki svaraverö fyrir fáum áratugum: Eigum vér nokkuö þaö I andlegum efnum sem jafngild ástæöa sé til að verja og vernda eins og lifiö i brjósti voru? AB gefnu tilefni hlýt ég að óttast aö sumir skelli ein- ungis I góm og glotti viö tönn. En þeim skal þá á þaö bent, aB vér eigum tungu sem á aö vera oss eins dýrmæt og lifiö sjálft. Þeim skal á það bent, að miöaldarit vor, samin á þessa tungu, eru viBsvegar á jaröarkringlunni tal- in til hæstu tinda heimsbók- menntanna, en fyrir þá sök — og um leiö vegna nútimabókmennta vorra — er islenzka kennd i mörg- um virtustu háskólum veraldar. Þeim skal ennfremur á þaö bent, aö menning vor er enginn forn- gripur, þótt hún standi á gömlum merg, heldur hefur hún einmitt vegna þess lifaö af óumræöilegar þrautir og býr sem fyrr yfir sköp- unarafli, yfir mikilli vizku og göfgi. Tungu vorri og menningu eigum vér þaö aö þakka, að oss auðnaöist aö risa úr öskustónni, endurheimta sjálfstæöi vort, og tókst áiBan, þrátt fyrir allt, aö móta islenzkt þjóöfélag á gruns- velli lýöréttinda og mannúöar. Ef vér kostum ekki kapps um aö vemda þessa tungu og þessa menningu gerumst vér einhverjir örgustu ættlerar i viöri veröld. Fyrir rúmum tveimur mánuB- um voru þau ummæli höfð eftir einu helzta skáldi Noröurlanda, að sjónvarpiB væri að gera alla að amerikönum. Hvaö skyldi skáld þetta hafa sagt, ef það heföi nú horft fáeinar vikur á islenzkt sjónvarp? Engin leiB er aB þola þaö lengur aö rikisrekiö sjónvarp þiggi ár eftir ár hismi, hrat og ruöur, sem erlendir aöiljar fleygja i þaö, aö ekki sé talaö um háskalegan óþverra. En úr þessu má bæta, og úr þessu veröur aö bæta: Ef vér á annað borö þykj- umst menn til aö reka sjónvarps- stöö,megum vérekki gleyma þvi, aö Island er ættjörö vor og enn tölum vér mál feöra vorra, og þessvegna veröur ekki undan þvi vikizt að flytja að mestu islenzkt efni, bæta og margfalda islenzka kvikmyndagerð. Um sjálfstæöis- baráttu vora að öðru leyti verB ég sagnafár i greinarkorni þessu, sem hripað er i skyndingu. Ég var aö þvi spuröur fyrir skömmu hvort ég væri bjartsýnn eða böl- sýnn, og ég svaraöi á þá lund, aö ég væri ekki sérlega bjartsýnn um þessar mundir, en þættist þó einatt eygja vonarljós I fjarska. Til aö mynda leyfi ég mér aö vona, aö hér veröi áöur en langt um lföur sú þjóBernisvakning sem purpi sundur flokksviöjar og fylki æskulýö vorum til varnar og sóknar I sjálfstæöisbaráttu vorri. Ég leyfi mér aB vona, aö sú bar- átta veröi háö á mörgum sviöum: til þess að vernda islenzka tungu og menningu, til þess aö hefta geigvænlegan uppblástur lands- ins og koma i veg fyrir frekari rányrkju, til þess aB losa okkur viö þá margháttuðu lægingu og spillingu sem fylgir þrásetu erlends herliös. Og umfram allt vona ég, aB sú barátta veröi ávallt háö I samræmi viö þá arf- leifB sem vér eigum dýrmætasta, þær fyrirmyndir sögu vorrar sem eru drengilegastar. 25. mars 1976. Ólafur Jóhann Sigurösson. FRÁ RITNEFND Dagfari er gefinn út af miönefnd herstöövaandstæöinga,' og er þetta annaö tölubiaö á árinu, þaö fyrsta kom út i febrúar. Blaöinu er dreift ókeypis i stóru upplagi og er ætlaö aö koma sem viBast á framfæri röksemdum herstöBva- og Natoandstæöinga, sem ekki er vanþörf á miöaö viö allan þann blaökost sem Natosinnar hafa yfir aö ráfia. 1 blaöinu koma fram mismun- andi skoöanir, mismunandi rök- semdafærsla, sem endurspeglar þaö, aö meöal herstöövaandstæö- inga er ágreiningur um mikilvæg mál, þótt sameinast sé i baráttu gegn herstöBvunum. Ritnefnd óskar eftir athugasemdum og ábendingum varöandi efni biaös- ins og dreifingu. Aö lokum bendir ritnefnd á, aö þaö byggist á fjárframlögum frá herstöövaandstæöingum um land allt, h vort blaöinu veröur yfirleitt haldiö út framvegis. Fjárframlög má senda á skrifstofu herstööva- andstæöinga, Skólavöröustig 45. DAGFARI Mars 1976 Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir visust af völum: Ætlarðu að lifa alla tið ambátt i feigðarsölum á blóðkrónum einum og betlidölum? Er ekki nær að ganga i ósýnilegann rann bera fagnandi þann sem brúðurinn heitast ann út i vorið á veginum og vekja hann? Jóh. úr Kötlum

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.