Dagfari - 01.10.2003, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.10.2003, Blaðsíða 2
Sölumenn dauðans Framsókn íslenskra sprotafyrirtækja á erlendum mörkuðum er af ýmsu tagi. Núna um daginn var tilkynnt að íslenska fyrirtækið Kögun hf. hefði í samvinnu við bandarískt fyrirtæki hreppt samning um þróun hugbúnaðar sem nota á í hernaði. Hælir fyrirtækið sér af því að þetta sé eitt stærsta verkefni á sviði hugbúnaðargerðar sem íslenskt fyrirtæki hafi fengið. Frá þessu er sagt í ijölmiðlum eins og um eðlileg viðskipti sé að ræða. Ekki er þó svo. í fyrsta lagi er verkkaupinn ekki fyrirtæki í áhætturekstri heldur opinber aðili, Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins, og hugbúnaðurinn er ætlaður fyrir Bandaríkjaher. Kögun hf. ætlar að græða á stríði og hernaði í heiminum. Sem betur fer hafa íslensk fyrirtæki ekki gert mikið af slíku, þótt nóg sé til af fyrirtækjum sem hafa þénað vel á viðskiptum við Bandaríkjaher hér á landi. Þeim viðskiptum var jafnan úthlutað á pólitískum forsendum og væri það athyglisvert rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga að kanna þá sögu. Nú í vor ákvað hins vegar íslenska flugfélagið Atlanta að græða á stríðsrekstri Bandaríkjamanna og Breta í írak, með því að sinna herflutningum fyrir árásarherinn. Hér er því greinilega ný þróun á ferð, sem fjölmiðlar forðast að taka til umræðu. Stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins hér á íslandi reyna stundum að kalla sig “friðarsinna” og svipta þannig hugtakið allri merkingu. En hvert er raunverulegt framlag þessa hernaðarbandalags til friðargæslu í heiminum? Jú, aðildarríki bandalagsins hafa yfir 80% “markaðshlutdeild” í vopnasölu heimsins. Sá hlutur fer vaxandi, enda er eitt af skilyrðunum fyrir inngöngu nýrra ríkja í bandalagið, að þau auki hlutdeild vígbúnaðar í þjóðarframleiðslu og kaupi helst vopnin af öðrum NATO-ríkjum. Helstu vopnakaupendur eru samt þróunarlönd í Asíu, Rómönsku Ameríku og jafnvel Afríku. Þar má ekki síst benda á bandalagsríki Vesturlanda á Arabíuskaganum. Einræðisríki eins og Sádí-Arabía, Kuweit og Jemen eru meðal stórvirkra vopnakaupenda. Hvers konar framlag er þetta til friðar í heiminum? I ljós hefur komið að Indónesíuher notaði bresk vopn til illvirkja gegn aðskilnaðarsinnum

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.