Dagfari - 01.10.2005, Blaðsíða 10

Dagfari - 01.10.2005, Blaðsíða 10
Fyrsti formaður SHA fallinn frá Samtök herstöðvaandstæðinga voru stofnuð árið 1972, en segja má að þau hafi risið á grunni eldri félagsskapar, Samtaka hernámsandstæðinga. Fyrst um sinn var skipulag SHA laust í reipunum og án formlegrar stjórnar. Arið 1975 skipuðu samtökin sér formann í fyrsta sinn og gegndi Andri Isaksson því embætti frá 1975 til 1976. Andri ísaksson á heimili sínu þann 6. ágúst síðastliðinn eftir alllöng veikindi. Hann varfæddur 14. nóvemberárið 1939, sonur hjónanna Isaks Jónssonar skólastjóra og Sigrúnar Sigurjónsdóttur kennara. Andri kvæntist Svövu Sigurjónsdóttur listsagnfræðingi og eignuðust þau fjögur börn. Andri Isaksson átti að baki glæsilegan fræðimannsferil á sviði sálfræði og uppeldisfræði og var meðal annars prófessor í uppeldisfræði við Háskóla Islands. Þá starfaði hann sem sérfræðingur hjá UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Samtök herstöðvaandstæðinga minnast góðs baráttumanns og votta fjölskyldu hans samúð sína. Gamlar myndir koma í leitirnar Á dögunum barst Samtökum herstöðvaandstæðinga sending með gömlum ljósmyndum sem teknar voru austur í Hornafirði í Stokksnesgöngu herstöðvaandstæðinga. Myndir sem þessar hafa mikið gildi fyrir samtökin sem reyna eftir fremsta megni að halda til haga upplýsingum um sögu sína. Friðarsinnar sem luma á skemmtilegum ljósmyndum í söfnum sínum eru því sem fyrr hvattir til að hafa samband við SHA. 10

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.