Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 4
4
/^LJI| r Hver stjórnaði
Vsrll LL valdaráninu?
I stefnuskrá samtakanna
"Föðurland og frelsi"'sem
hér er birt, er að sjálf-
sögðu ekki getið um þátt
bandarískra heimsvaldasinna
í að steypa stjórn Alþýðu-
einingarinnar, enda hefði
það illa samrýmst hinum
"þjóðernissinnaða" áróðri.
En áætlunin gerði ráð fyrir
fjárhagslegum, pólitískum
og hernaðarlegum stuðningi
Bandaríkj amanna.
Strax eftir sigur Salvador
Allende í forsetakosningunum
í september 1970 hófust til-
raunir Bandaríkjastjórnar
í^þá átt að steypa fyrsta
lýðræðislega kjörna marxíska
forseta í sögu Ameríku. 1
fyrstu voru uppi mótsagnir
milli þeirra sem mæltu með
beinni íhlutun og hinna,
sem^vildu að ástandið £ Chile
"þróaðist" fyrir þrýsting
efnahagslegra þvingunarað-
gerða. Síðarnefnda stefnan
varð ofaná, og eins og fram
kemur m.a. í svonefndum ITT-
skjölum, var tekin upp sú
aðferð að loka fyrir öll lán,
sem Bandaríkjastjórn veitti
beint, svo og þau sem veitt
höfðu verið fyrir milligöngu
Alþjóðabankans. Um leið hófst
efnahagslegt stríð við Chile ,
m.a. í sambandi við koparút-
flutning til ýmissa Evrópu-
landa, en þjóðnýttu fyrir-
tækin, sem verið höfðu í eigu
Bandaríkjanna, kröfðust
greiðslu fyrir koparinn. Þar
að auki var stjórnarandstöö-
unni í Chile veitt efnahags-
aðstoð til þess að kosta her-
feröina gegn Allende.
Þessar aðstæður eru allar
þekktar og hafa verið sannaðar.
Hvað snertir framlag Banda-
ríkjanna síðustu mánuðina er
myndin öllu óljósari þegar
þetta er ritað (6. okt.). 18.
september s.l. var stofnað í
Róm e.k. útibú frá Alþýðu-
einingunni, og þar er nú
verið að undirbúa til prent-
unar "svarta bók" um íhlutun
Bandaríkjamanna x chilensk
stjórnmál fyrir valdarán og
í sambandi við valdaránið
sjálft. Enda þótt ekki leiki
nokkur vafi á því, að Banda-
ríkin hafi gegnt úrslitahlut-
verki í þessu máli, bæöi
efnahagslega og hernaðarlega,
er enn of snemmt að tala um
þær aðferðir, sem notaöar
voru. En þó er unnt að benda
á nokkrar staðreyndir.
Samæfingar bandaríska
oy chílenska hersins
1 fyrsta lagi skyldu menn
taka eftir, að allan tímann,
sem Allende sat við völd, hélt
chilenski herinn samböndum
sínum við Bandaríkin. Þegar
Bandaríkjastjórn hætti lán-
veitingum til Chile gilti það
ekki um hernaðarlega "aðstoö"
og ekki heldur um sameigin-
legar heræfingar. Þannig
fékk chilenski herinn t.d. 12
miljónir dollara í hernaöar-
aðstoð fjárhagsárið 1972 -
1973, og 850.000 dollara til
þjálfunar starfsliðs. Þessar
tölur eru gefnar upp af
Bandaríkjastjórn. í ágúst-
mánuði s.l. var þess hvað
eftir annað getið í chilenskum
blöðum, að mikill fjöldi
bandarískra "ráðgjafa" og
"sérfræðinga" væri kominn til
landsins. Enn mikilvægari
í sambandi við valdaránið
eru þó svonefndar Unitas-her-
æfingar, sem chilenski og
bandaríski flotinn ætluðu aö
standa að í sameiningu um
miðjan september. Af þessu
tilefni höfðu bandarískar
flotadeildir komið til Chile
og voru þar til sérstaks
öryggis daginn sem valdaránið
var framið og næstu daga á
eftir. Einnig ber að taka
e'ftir því, aö á sama tíma og
þessar flotadeildir gátu haft
eftirlit með ströndum Chile,
sennilega í samráði við varn-
armálaráðuneytin í Banda-
ríkjunum og Brasilíu, í því
skyni að grípa inní gang
mála ef á þyrfti að halda.
Bandaríkjastjórn hafði stöðugt
samband við stjórnarand-
stöðuna x Chile í gegnum
sendiráö sitt í Santiago.
Skv. upplýsingum sem m.a.
birtust í Newsweek 24.
september 1973, vissi banda-
ríska ríkisstjórnin um valda-
ráðið áður en það var framið.
Juan Perón, forseti Argentínu,
lýsti því einnig yfir í
Buenos Aires, að Bandaríkja-
stjórn hefði haft hönd í
bagga bæði fyrir valdaránið
og meðan á því stóð. Sterk-
ustu líkur sem enn hafa komið
fram og benda til að svo
hafi verið, eru skyndiheim-
sókn bandaríska sendiherrans
til Washington, þar sem hann
átti tveggja daga viðræður
við Henry Kissinger 7. og 8.
september, og sú staðreynd,
að tugir bandarískra orrustu-
flugvéla voru til taks á
flugvellinum í Mendoza, sem
er bær í Argentínu, örskammt
frá landamærunum og ekki
steinsnar frá Santiago. Enn-
fremur hefur verið bent á,
að í árásinni á forsetahöll-
ina 11. september var m.a.
beitt tækni, sem vitað er
að chilenski herinn hafði
ekki yfir að ráða.
Fasistastjórnin er
kostuó af USA
Meðan beðið er eftir nákvæm-
ari upplýsingum um raunveru-
legan hlut Bandaríkjanna í
valdaráni fasistanna í Chile
er óhætt að spá því með
fullri vissu, að bandarískar
fjármálastofnanir og þær
"alþjóðlegu" stofnanir sem
Bandaríkjamenn stjórna,
muni hafa úrslitaáhrif á
framtíð herforingjastjórn-
arinnar. Sú truflun á
chilensku atvinnulífi, sem
fasistasamtökin, herinn og
bandarísku dollararnir hafa
valdiö, verður langvarandi.
Herforingjastjórnin verður
dýr í rekstri, og það mun
kosta margar miljónir doll-
ara að endurreisa atvinnulíf-
ið þegar pólitísk andspyrna
hefur verið brotin á bak
aftur, ef það tekst. 5.
október s.l. ákvað Banda-
1 ** • • V
rikjastjorn að veita fas-
istunum byrjunarlán uppá
24 miljónir dollara.
(Að mestu eftir greininni
"Þingræðisleg leiö til
fasisma" Kommentar No. 10,
1973).
- IH
GRIKKLAND: VAKTASKIPTI HERFORINGJANNA
I fyrravetur leit Papadopúl-
os yfir ríki sitt, og sjá: allt
féll honum harla v.el. Banda-
ríkin búin að koma upp einni af
stærstu herstöðvum heims í land-
inu, herinn kominn með ítök í
öllum stjórnum og nefndum og al-
menningur hafði verið tiltölulega
þægur um skeið. NÚ gat hann
farið að snyrta sig í framan
fyrir almenningsálitinu í heim-
inum. Hann hófst handa, keyrði
í gegn nýja stjórnarskrá, lét
kjósa sig forseta, sleppti
nokkrum pólitískum föngum og
dubbaði upp borgaralega stjórn,
sem vera skyldi framhliðin á
"lýðræðinu". Svo steig hann út
á svalirnar á höllinni sinni og
sagði við fólkið: - NÚ er komið
lýðræði.
Allir urðu glaðir yfir hinu
nýfengna lýðræði. Nú hlýtur á-
standið að fara að skána. Nú
hljótum við að fá völdin í okkar
hendur.
Svona hugsuðu stúdentarnir
grísku einnig. Nú hljóta her-
foringjarir að víkja úr skóla-
nefndunum og valdið að færast
okkur í hendur. Nú þurfum við
ekki að fara í herinn, ef við
látum í ljós óánægju yfir skól-
anum.
En breytingarnar létu á sér.
standa. Verðbólgan óx, flóttinn
úr sveitunum var samur við sig
og lítið bólaði á valddreifingar-
aðgerðum stjórnarinnar.
Stúdentarnir urðu langeygir
eftir lýðræðinu. I janúar og
febrúar í fyrra fóru þeir að
spyrja upphátt um það. Þeir
fóru í mótmælaaðgerðir og verk-
föll ef verða mætti til þess að
töfra það fram. En viti • menn
Þann 14. febrúar var lögreglan
send á þá til að þagga niður í
þeim. Lýðræðið var semsé ekki
tilbúið enn.
Stúdentunum brá vitanlega í
brún, þvi að þetta var £ fyrsta
sinn, sem þeir fengu að kenna á
kylfunum. En þeir létu ekki bug-
ast og^andófið og baráttan fyrir
akademisku frelsi og lýðpæði £
háskólunum hélt áfram að harðna.
Hámarki náði hún svo £ nóvember,
er stúdentar tóku á sitt vald
Tækniháskólann £ Aþenu.
Fyrst leit svo út, að herfor-
ingjarnir ,og stjórnin ætluðu að
lata undan stúdentunum, þv£ ekk-
ert var aðhafst af þeirra hálfu
fyrst um sinn. En þar kom að
yfirvöldum leiddist þófið og
lögregla vopnuð skriðdrekum og
vélbyssum gerði árás á tækniskól-
ann. Eftir mikið blóðbað, þar
sem amk. 100 stúdentar létu l£f-
ið (opinberar tölur sögðu, að
13 hefðu látizt, en einhverra
hluta vegna fengu fjölskyldur
hinna látnu ekki afhent l£kin
af þeim og lögreglan lagði
hald á dánarvottorðin, svo að
eitthvað hefur hún haft á sam-
viskunni) og fjöldi særðist.
Stjórnin lýsti yfir neyðar-
standi vegna þessa og næstu
daga voru hundruð manna hand-
tekin.
Nokkrum dögum s£ðar var svo
Markezinis og Papadopúlos steypt
af stóli. Herforingjarnir höfðu
vaktaskipti.
Vitundaraukning
En stúdentarnir voru ekki
einir. Með þeim börðust verka-
menn, einkum ur byggingaiðnað-
inum, en þeir hafa lengi verið
uppreisnargjarnir og oft barið
á lögreglunni (enda hræöist hún
þá jafnmikið og stúdentarnir
hræðast hana). Þá nutu þeir,
mikils stuðnings almennings,” sem
meðal annars kom fram £ þv£, að
fólk færði þeim mat £ tækniskól-
ann og faldi þá sem voru á
flótta undan lögreglunni.
Og hlutdeild verkamanna hef-
ur s£nar forsendur. Meðal bygg-
ingaverkamannanna er rikjandi
atvinnuleysi, sem eykst mjög á
veturna. Verðbólgan er gífurleg.
Opinberar tölur um verðhækk-
anir herma, að þær hafi numið
um 25% á timabilinu 1. jan.-
1. des. £ fyrra. Fyrir launa-
fólk var hún þó enn meiri, þv£
meginhækkanirnar hafa verið á
matvælum og þær hækkanir hafa
numið um 50% á sama' t£ma. Til
dæmis má nefna, að á há'lfu öðru
ári hefur brauð hækkað úr 5
drökmum £ 12, 1 l£tri af mjólk
úr3,50 £ 7 og pund af tómötum úr
2 £ 12 drökmur. Við þetta bæt-
ist gifurlegur flótti úr sveit-
unum, svo að sumsstaðar eru eng-
ir eftir nema börn og gamalmenni
niðurniðsla landbúnaðarins og
útflutningur vinnuafls.
En að þessu sinni höfðu her-
foringjarnir siðasta orðið. Þeim
tókst að brjóta uppreisnina á
bak aftur og herða tök s£n á
stúdentunum. En af þessari upp-
reisnartilraun lærði griskur al-
menningur eitt: hann lærði að
meta afl samstöðunnar. Meðvit-
und hans jókst mikið við þessa
atburði. Svo herforingjarnir
hafa ekki enn bitið úr nálinni
með afleiðingar uppreisnarinnar.
ValdarániÓ
Eins og áður sagði var framið
valdarán £ hita bardagans. "Lýð-
ræðið"var ekki djúptækara. Papa-
dopúlos hafði ekki staðiö sig
£ stykkinu og varð að gjalda
fyrir það. Sterkasti maður hinn-
ar nýju stjórnar er talinn vera
maður að nafni Ioannides, yfir-
maður öryggislögreglunnar.
Flestir telja, að hið nýja valda-
rán sé eins og þaö fyrra skipu-
la^t af CIA og að ástæðan fyrir
þvi hafi verið getuleysi Papa-
dopúlosar við að endurreisa
borgaralegt lýðræði £__landinu.
A yfirborðinu er l£tið breytt
og valdaránið sjálft kostaði
engar blóöfórnir. Þetta voru
aðeins heimiliserjur herfor-
ingjanna. Stúdentarnir gleðj-
ast þó yfir þv£ að hafa velt
Papadopúlosi þv£ að það er
mjög mikill stuðningur við þá
frh. á bls. 7