Barátta gegn herstöðvum - 01.03.1974, Page 4

Barátta gegn herstöðvum - 01.03.1974, Page 4
4 BARÁTTA GEGN HERSTÖÐVUM Alyktnn liðsfundar _iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii> ! Raddir úr at Almennur liðsfundur var haldiim hjá Samtökum herstöðva- andstæðinga 22. mars sl. Þar var meðal arrnars fjallað um samkomulagsgrundvöll ríkisstjómarinnar um herstöðvamálið og eftirfarandi ályktun gerð: Tillögur þær sem ríkisstjóm íslands hefur samþykkt sem gmndvöll samkomulags við Bandaríkjastjóm em undanslátt- ur frá málsstað herstöðvaandstæðinga í tveimur veigamiklum atriðum. Þar er fallist á frávik frá því ákvæði málefnasamn- ingsins, að herinn fari allur fyrir lok kjörtímabilsins. Jafn- framt er á það fallist, að Island hafi skyldum að gegna við NATO. Lýsa samtökin yfir andstöðu við þennan undanslátt. Eins og nú er málum komið, ber að skoða tillögur þessar, ef þær verða að vemleika, sem áfangasigur í baráttunni fyrir algerri brottför alls sem hemaði viðkemur frá Islandi og úr- sögn Islands úr NATO. Við leggjum áherslu á, að alls ekki má kvika frá neinu ákvæði þessara tillagna í viðræðum við Bandaríkjastjóm. Aðstandendur blaðsins fóru á stúfana á dögunum = og leituðu til fólks á förnum vegi og báðu það að tjá = skoðanir sínar á herstöðvamálinu og eru viðtölin sem = hér fara á eftir afraksturinn. Herstöðvaandstæðingar = hafa kynnt sjónarmið sín að undanförnu í fjölmiðlum = eftir því sem tækifæri hafa gefist til, fólkið sem við | ræðum við hér á eftir hefur lítil tækifæri til að tjá Í skoðanir sínar opinbérlega, en hefur engu að síður = ýmislegt til málanna að leggja. Fréttir — Framh. af bls. 8 stöðvaandstæðingum á Akureyri taisverð vonbrigðL Fjöldafundurinn í Háskólabíói í þeirri stemmingu sem skapað- ist meðal herstöðvaandstæðinga 1 kjölfar Sögu fundar Varins lands, ákváðu samtökin að efna til fjöldafundar til að undirstrika kröfu þjóðarinnar um herlaust land Fyrst voru athugaðir mögu- leikar á því að fá Laugardals- höllina undir slíkan fund, en þegar það reyndist ómögulegt, svona á miðju keppnistímabili, var ákveðið að halda fundinn i Háskólabíói. Samkoman var undirbúin vandlega, fengnir ræðumenn og skemmtikraftar og síðan auglýst. Það fór sem flesta varði Háskólabíó var alltof lítill staður fyrir baráttufundi Her- stöðvaandstæðinga. Milli þrjú og fjögur þúsund manns sóttu fund- inn og urðu margir frá að hverfa sökum þregsla. Umferðaröng- þveiti varð í nágrenni bíósins þegar fólk streymdi að, bæði á Hringbraut, Suðurgötu og á Hagatorgi og aftur þegar fólk fór af fundi. Árangur fundarins var mikill og augljós. Fyrir utan þá upplýsingamiðlun sem fram fór og þá baráttugleði og sigur- vilja sem hann skapaði, safnaðist inn mikið fé bæði með samskot- um og sölu á merkjum, blöðum og -bæklingum. Frjálsu framlög- in námu rúmlega 300.000 krón- um. 1 fyrsta sinn i sögu samtak- anna losnuðu þau við skuldir sín- ar og höfðu auraráð. Þetta blað er ávöxtur þess. Á fundinum bættust samtökunum fjöldi styrktarmanna sem mánaðarlega láta fé af hendi rakna til barátt- unnar samtökunum tiil mikils stuðnings. Fundahöld. Talsvert hefur verið um fundi um herstöðvamálið undanfama mánuði í skólum og víðar. Þá hefur jafnan verið leitað til sam- takanna um að útvega ræðumann til að tala þeirra máli og hefur ávallt verið gert. Samtökin Varið land hafa hins vegar ætíð neitað = að senda menn á fundi en vísað = á Varðberg, félag áhugamanna 5 um vestræna samvinnu. sem oft- = ast hafa sent Magnús Þórðarson, — launaðan erindreka NATO á Is- = landi á fundina. Aðspurður hefur = Magnús lýst yfir þvi að þetta = hlutverk sé honum bæði ljúft og = skylt, enda sé það hans starf að = gæta hagsmuna NATO hér. Útá- = við hafa því herstöðvaandstæð- = ingar meira átt í höggi við NATO = en ameríska herinn og aftani- 5 osso hans. Þetta hefur í reynd = sýnt okkur, hversu óaðskiljanleg = herstöðvamálið og NATO eru og = sannfært okkur enn frekar um 5 nauðsyn öflugrar baráttu gegn = NATO. = I útvarpi og sjónvarpi hafa verið nokkrar umræður um her- stöðvamálið. Þar hafa fulltrúar herstöðvaandstæðinga átt í höggi við hernaðarsinna úr ýmsum flokkum. öfugt við landverjur telja herstöðvaandstæðingar sig hafa hag af hverskonar umræð- um um herstöðvamálið og kapp- kosta þessvegna að vekja fólk til umhugsunar og rökræðna um þetta mál meðan landverjur laumast með veggjum með Vot- ergeit vixla sína. Barátan utan Reykjavíkur Út um land hafa herstöðva- andstæðingar viða látið til sín heyra. Á Akureyri var haldinn fjölmennur fundur I Borgarbíói 2. febr. og þar skorað á ríkis- stjómina að reka herinn og segja landið úr NATO. I Borgamesi var haldinn mik- ill fundur 27. jan. s.l., við erfið veðurskilyrði og þair skorað á rikisstjómina að standa við heit sín í herstöðvamálinu. Á Isafirði var einnig haldinn fundur gegn hersetu á Islandi. Á Borg i Grímsnesi var einn fundurinn til, 24. febr., og þar krafist brottfar- ar hersins og úrsagnar úr NATO. Þrátt fyrir harðan vetur og kuldatið hefur glóð baráttunnar sjaldan verið heitari og sigurvilj- inn meiri. Við hittum fyrst að máli Stefán Runólfsson verkstjóra hjá Ríkisskip.“ — Ég get strax sagt það hreint út að ég vil engan her hafa i landinu,” sagði hann.“ Ég tel okkur enga þörf fyrir að haaf hann. Mér finnst herset- an hafa haft slæm áhrif. Ég held að hún hafi breytt hugs- unarhætti fólks til hins verra.“ — Hvað finnst þér um varið land? — Varið Iand — Ég lít nú á það sem hálfgerðan skrípa- leik. Mér hefur virst, að marg- ir sem skrifuðu undir hafi gert það af þægð við aðra. Menn em beðnir um að skrifa undir og þeir gera það. Ég held að það sé ekki mark takandi á þessu mundirskriftum. — Hvert telur þú vera raun- verulegt hlutverk hersins í Keflavík? Ég held að Banda- rikin vilji ekki sleppa því sem þeir hafa einu sinni náð í, það sé fyrst og fremst þess vegna sem hann er hér. Ég álít að okkur sé engin vörn í þessum her. Hann ver okkur ekkert þótt það verði stríð milli stór- veldanna. Jónmundur Einarsson var stuttorður og gagnorður þcgar við tókum hann tali við vinnu sína viö liöfnina. — Mín vegna má herinn fara strax á rnorgun" sagði hann. Við eigum engan her að hafa, það er skerðing á sjálfstæði okk Ingibergur Vilmundarson verkamaður við höfnina tók mjög í sama streng. — Ég lít þannig á að fyrst við vorum að losa okkur við Dani og erlent vald úr landinu, og lýsa yfir sjálfstæði, þá eig- um við að reyna að standa við það. En það gerum við ekki með því að hafa erlendan her. Ég held að hersetan hafi skaða í för með sér fyrir Is- lendinga. Við höfum að vísu ekki mikil samskipti við her- mennina sem slíka nema auð- vitað ein stétt manna sem hef- ur mikil samskipti við þá og græðir á þeim. Nú svo má ekki gleyma því að það vinna marg- ir íslendingar fyrir þá og þeir væru betur komnir í vinnu fyrir sitt eigið Iand. — Hvert er raunverulegt hlutverk herstöðvarinna rhér að þínu mati? — Ja, við vitum það að Bandaríkjamenn og Atlands- hafsbandalagið leggja mikla áherslu á. að hafa hana hér, hún er nokkurs konar varðstöð fyrir þá, eða við ættum kann- ske að kalla hana stökkpall. En þessi her ver okkur ekki á einn eða annan hátt, þó að til styrjaldar kæmi. Hann væri al- gerlega gagnslaus ef stórveld- in færu saman. — Einu sinni gátum við orð- ið sjálfstæðir þótt það væri nú varla nema-nafnið og ég held að vi&—ættum að- - reyna að halda því áfram, sagði Daniel Jóelsson vcrkamaður i Ölgerð- inni, þegar við spurðum liann álits á herstöövamálinu. — Þú telur þá að herset- unni fylgi skerðing á sjálfstæði landsins? Það er nú ekkert að álíta ,það hljóta allir að sjá það og vita. — Telurðu að hersetan hafi haft slæm áhrif á íslenzkt þjóð- líf. — Auðvitað hefur hún haft það. Her hefur alltaf slæm áhrif. Við þurfum ekki annað en að líta á Varið land. Helm- ingur kjósenda er búinn að skrifa undir skjal þar sem beð- ið er um áframhaldandi her- setu. Ég veit ekki hvað eru slæm áhrif ef það er ekki þetta. — Hvem telur þú tilganginn með dvöl hersins hér á landi? — Ég hef nú alltaf litið svo á að hann væri hér til að verja hagsmuni peningaaflanna bæði á íslandi og annars staðar. Hann er hér ekki af neinni góðsemi við íslendinga, við þurfum ekki að halda það. Ég hef aldrei frétt af neinni góð- semi stórveldanna í garð smá- ríkja. — Nú halda sumir formæl- endur hersetunnar því fram að herinn sé hér til að tryggja sjálfstæði okkar. Hvað finnst þér um þessa röksemd? Það sér það náttúrlega hver maður sem vill sjá, að ef við ekki komumst af án forsjár erlendra stórvelda, þá emm við ekki sjálfstæðir lengur. Það liggur alveg í augum uppi. I Þjóðleikhúsinu tókum við tali Birgi Sveinbjörnsson sviðs- mann. — Þið komið alveg á réttum tima, við emm héma að vinna við senuna við Jón Arason eft- ir Matthías, það er einmitt mik- ið ádedlustykki á erlenda kúg- un í landinu. — Hvers vegna ert þú á móti hemum? — Ég óttast það að hann sælist eftir æ meiri ítökum í landinu ef hann ekki fer og við verðum ekki sjálfstæðir í okkar eigin landi. Ég tel að við eig- um að losa okkur við herinn og segja okkur úr NATO. Við get- um tekið þátt í alþjóðlegu sam- starfi, en við eigum að standa utan hemaðarbandalaga. — Hvert telur þú hlutverk hersins? — Það er fyrst og fremst fjármagn og auðvald sem stend- ur á bak við hann. Það em hagsmunir þess sem hann er að verja, ekki okkar. — Vestur á Bræöraborgar- stíg hittum við eldri konu, Þórunni Pálsdóttur. Við báðum hana að scgja okkur viöhorf sitt til hcrsctunnar. — Það er fljótsagt, sagði hún. Ég hef alltaf verið verka- lýðssinni og alveg frá því að ég var ung kona í Reykjavík og Ólafur heitinn Friðriksson fór að starfa að málefnum verkalýðsins í Reykjavík. Og auðvitað er ég á móti hernum. fsland á að vera fyrir íslendinga BARÁTTA GEGN HERSTÖÐVUM Útg.: Samtök herstöðvaandstæðinga. Ábm.: Ámi Hjartarson. Prentsmiðja Þjóðviljans prentaði. lllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUt Umræður í útvarpi og sjónvarpi

x

Barátta gegn herstöðvum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barátta gegn herstöðvum
https://timarit.is/publication/971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.