Aðventfréttir - 01.02.1989, Side 3

Aðventfréttir - 01.02.1989, Side 3
3 KLERKUR OG KONUNGUR Hvers vegna er það mikilvægt fyrir kaþólsku kirkjuna að vera sjálfstætt ríki? Jóhannes Páll II páfi tekur þált i kvöldmáltiðarguðsþjónustu í Liverpool á meðan á Englandsheimsókn stóð fyrir nokkrum árum að viðstöddum fjölda framámanna. Eftir: V.Norskov Olsen Hið veraldlega hlutverk páfa- stólsins og áhrif páfa á stjórn- málasviðinu koma skýrast í ljós þegar tekið er eftir því að hver þjóðin á fætur annarri stofnar nú til stjórnmála-sambands við Vatikanið. Hið tvíþætta hlutverk rómversk- kaþólsku kirkjunnar er ráðgáta sem, að þvi er virðist, stofnar til guðfræðilegra, kirkjustjórnar- farslegra og pólitískra mótsagna. Hvert var upphaf þessa tvíþætta hlutverks? Hvers vegna lagði kirkjan einnig áherslu á að verða sjálfstætt ríki? Til þess að finna svörin við þessum spurningum verðum við að líta til sögunnar. Auður og völd hlotnuðust kirkjunni er hún á fjórðu öld varð ríkiskirkja hins rómverska keisaradæmis. Smám saman óx innan kirkjunnar hálfpólitískt stjórnskipulag sem veitti henni nýjan skilning á stjórnmálalegu valdi. Dregið var úr mikilvægi veraldlegs póli- tísks valds í því skyni að efla og undirstrika mikilvægi hins andlega valds kirkjunnar. Að lokum var svo komið að kirkjan taldi sig hafa rétt til að ákvarða, ekki einungis í trúarlegum efnum, heldur einnig hvað varðaði lög og veraldlegt vald. Sameining kirkju og ríkisvalds Er Konstantínus keisari hafði lýst sjálfan sig kristinn vann hann að því að sameina kirkjuna og ríkisvaldið. Opinber tilskipun var gefin út árið 321 e.Kr. þess efnis að kirkjunni væri heimilt að eignast fasteignir og einnig var sunnudagurinn fyrirskipaður sem dagur almennrar tilbeiðslu. Keisari Rómarveldis styrkti kirkjuna með ríkulegum gjöfum í formi fjárframlaga, bygginga og landeigna. Auðugar fjölskyldur fylgdu fordæmi hans og færðu kirkjunni miklar eignir staðsettar utan Rómaborgar. Þegar á fimmtu öld var kirkjan orðin helsti landeigandi Evrópu. Viðurkenning Konstantínusar keisara á kirkjunni hafði mikil áhrif á stjórnskipulag hennar sem í æ ríkari mæli varð spegilmynd af stjórnskipulagi hins rómverska ríkis. Er kristindómurinn breiddist út var biskup settur yfir hverja borg og tilheyrandi landsvæði. Á hann var litið sem talsmann Aðventfréttir 1-2 1989

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.