Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 4

Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 4
4 samfélagsins og hinn mikil- vægasta persónuleika þess. Þetta jók vald og virðingu presta- stéttarinnar. Biskupadæmi voru þar næst sameinuð í stjórnsýslu- einingar, að hætti skipulagningar ríkisins og biskupinn í atkvæða- mestu borg hvers landshluta var útnefndur erkibiskup. Afleiðing þessarar þróunar varð eðlilega sú að höfuðborg keisaravaldsins varð einnig höfuðstöðvar kirkjunnar. Aukin hlunnindi og virðing Árið 326 flutti Konstantínus keisari frá Rómarborg og gerði Konstantínópel að höfuðborg keisaraveldisins. Þetta varð til þess að biskupinn í Róm stóð nú ekki lengur í skugga keisarans eða erindreka hans. Virðingar- staða hans jókst. Vald og virðing er hafði tilheyrt keisaranum féll nú í skaut biskupsins og lét hann sig varða málefni borgar- innar i auknum mæli. Þessi þróun leiddi til þess að um langt tímabil var hann valdamesta persóna vesturhluta ríkisins. Vesturhluti keisaraveldisins hrundi og eftir stóð biskup Rómaborgar einvaldur. Smám saman óx ríkisvald páfa. Þetta átti sér stað í ríkum mæli er villtir þjóðflokkar réðust á Ítalíu og Vestur-Evrópu. Páfaríkið varð í raun og veru byggt á rústum Vestur-Evrópu. Er Alarik réðst til atlögu á Rómarborg árið 410 og eyddi henni kom Innocens I páfi fram á sjónar- sviðið sem hinn raunverulegi valdhafi borgarinnar. Rómverskri hefð viðhaldið Á fimmtu öld leystist keisaraveldið upp og biskup Rómar birtist þá sem fulltrúi rómverskrar hefðar. Rómversk hefð hafði einnig gagnger áhrif á kirkjuna. Leo mikli páfi (440- 461) lýsti þessari umbreytingu í ræðu sem hann hélt fyrir Rómverja á hátíð heilags Péturs og heilags Páls: "Þessir hafa stuðlað að því að þér eruð nú þekkt sem heilög þjóð, útvalin kynslóð, konungleg og prestleg borg. Vegna páfastóls heilags Péturs getið þér orðið höfuð alheims. "Gregor mikli páfi (590- 604) var ekki eingöngu andlegur leiðtogi Vestur-Evrópu, heldur einnig konungur Ítalíu. Þetta var aldrei kunngjört berum orðum en í raun var biskup Rómarborgar nú orðinn verald- legur valdhafi. Islam ógnar kirkjunni Náin tengsl eru milli þróunar páfavaldsins og hinnar miklu útbreiðslu islam. Tæplega eitthundrað árum eftir dauða Múhammeðs, árið 632, höfðu múhammeðstrúarmenn náð Sýríu, Palestínu, Persíu og Egyptalandi á sitt vald. Karþagó var lögð að velli árið 689 og innrásin á Spán hófst 711. Umsátur um Kon- stantínópel hófst 673. Sigur- vinningar Múhammeðstrúarmanna leiddu til þess að áhrif biskups- stólanna í Antiokkíu, Jerúsalem og Alexandríu fóru dvínandi. Áhrifa biskups Konstantínópel- borgar gætti einnig minna og kirkja Norður-Afríku hvarf algjörlega eftir að dregið hafði úr áhrifum hennar um nokkurt skeið. Þegar máttur Austróm- verska ríkisins dvínaði og einnig kirkja austurhlutans varð áhrifa- minni varð hlutverk páfastólsins sem höfuðmálsvari kristindómsins enn skýrara. Þessi staða styrkt- ist enn frekar er áhrifasvæði kirkjunnar jukust í vestri. Á Englandi ofsóttu og eyddu barbarar hinum keltneska kristindómi. En til þess að snúa þeim kristnu keltum sem lifðu árásirnar af til kaþólskrar trúar sendi Gregor páfi Águstín munk Stjórnmálamenn austurveldanna heimsækja einnig Vatíkanið. Hér heilsar utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, páfa, er þeir hittust i febrúar 1985. Jóhannes Páll II flylur svissnesku rikis- stjórninni þakkir i lok kurteisisheimsóknar. Aðvenlfréltir 1-2 1989

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.