Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 8
stefnan er frá formlegri gagna-
söfnun til víðtækari upplýsinga
og ráðlegginga innan ramma sið-
fræðinnar. í þessu felst að
stjórn Bandaríkjanna gefur gaum
siðfræði Vatíkansins og tekur
tillit til hennar í eigin stefnu-
mörkun. Þetta stríðir gegn hug-
myndafræði hlutleysis í sam-
skiptum ríkis og kirkju eins og
það er skráð í stjórnarskránni.
5. Afstaða páfans í siðgæðis-
málum. Páfinn er ákafur tals-
maður Ritningarinnar sem staðals
í siðgæðismálum varðandi hjú-
skap, fóstureyðingar, kynlíf eða
afneitunar köllunarinnar. Meðan
páfinn styrkir stöðu sína útá við
sem slíkur talsmaður félagslegs
gildismats, beinast spjótin frem-
ur að talsmönnum frjálslyndis í
guðlausu samfélagi.
Það er væntanlega ekki með ráði
gert, að frjálslyndisstefnan innan
mótmælendahreyfingarinnar hefur
með túlkun sinni á Ritningunni
beint evangelísku kirkjudeild-
unum (lágkirkjunni) inn á
áhrifasvæði páfans. í reynd
grefur mótmælendakirkjan sem
slík undan valdsviði Ritningar-
innar er tekur til kristninnar í
orði og athöfn, en eykur áhrifa-
mátt páfans sem því nemur.
Skýringin er reyndar einföld.
Harðstjórn er kristnum mönnum
þyrnir í auga, en við leggjum við
hlustir um leið og talað er af
myndugleik, ákveðni og fullvissu.
"Þessi er vegurinn farið hann."
Þegar prestarnir bregðast leitar
fólkið þangað sem talað er af
myndugleik og því boðin þátttaka
í ósviknum boðskap.
6. Ritningin sem grundvöllur.
Gegnum tíðina hefur kenning-
arlegur grundvöllur kaþólsku
kirkjunnar verið tvíþættur:
Scriptura et Traditio, þ.e. Rit-
ningin og hefðbundið kenn-
ingakerfi kirkjunnar, svonefnt
magisterium ecclesiae. Siðbótin
hafnaði þessu og kenndi Sola
Scriptura, Ritningin ein. Stefna
"Unnið er að því að
brúa bilið milli ka-
þólskra og mótmæl-
enda en sú brú mun
jafnframt fjarlægja
mótmælendur frá Rit-
ningunni."
kaþólsku kirkjunnar í dag er að
gefa Ritninguna út í samvinnu
við mótmælendur og gera hana
aðgengilegri almenningi. Hafa ber
þó í huga að Ritningin er ennþá
Ritning kaþólsku kirkjunnar og
þannig háð sögulegri túlkun
hennar en ekki þannig að ka-
þólska kirkjan sé kirkja Ritn-
ingarinnar háð kenningum henn-
ar.
7. Afstaða páfans í félags-
málum. Félagslegt réttlæti,
mannréttindi, jafnvel fóstursins,
réttlátari skipting auðæfanna,
friður grundvallaður á réttsýni,
kærleikur og mannúð. Með þessi
mál í brennideplinum nær páfinn
jafnt til sinna íhaldsömustu sem
meginþorra mótmælenda.
Að lokum þetta. Þrátt fyrir alla
þá jákvæðu viðleitni sem á sér
stað milli kaþólskra og mótmæl-
enda má það ekki gleymast að
kaþólska kirkjan stendur enn
föst fyrir hvað varðar þau atriði
er kölluðu fram mótmælenda-
hreyfinguna á sínum tíma.
Kaþólsk kirkja samþykkir ekki
Ritninguna eina og henni sam-
kvæmt frelsast maðurinn ekki
fyrir trúna eina á Krist einan
fyrir náðina eina saman.
Páfinn hefur ítrekað tekið fram
að hann leggi áherslu á
kenningarkerfi kirkjunnar
(magisterium), Maríutrú,
altarissakramenntiskenninguna,
dýrlinga, óskeikul-leik páfans,
þátt prestanna í sakramentum,
skriftir, frelsun fyrir verk og
fyrirbænir látinna. Af þessum
farvegi mun kirkjan ekki víkja.
Samkirkjuleg eining er í augum
kaþólsku kirkjunnar einungis
mögulegt út frá hennar eigin
skilmálum. Á biskupaþingi 1979,
í Chicago, ítrekaði núverandi
páfi: "Vinnum að þvi sem fyrr að
laða okkar tvístruðu bræður til
okkar í anda skilnings,
þolinmæði og af miklum kærleik;
hvikum þó hvergi frá hinni
sönnu kenningu kaþólsku
kirkjunnar." Höfum það hugfast
að þrátt fyrir breyttan
áhersluþunga á félagslegt rétt-
læti þá er kaþólska kirkjan
óhagganleg í kenningarlegu till-
iti. Páfinn er aðeins hennar
sterkasti talsmaður. Unnið er að
því að brúa bilið milli kaþólskra
og mótmælenda en sú brú mun
jafnframt fjarlægja mótmælendur
frá Ritningunni.
Lauslega þýtt, Ómar Torfason