Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.02.1995, Blaðsíða 2
HVERS VEGNA BYRJUÐU KONUR AÐ PRÉDIKA? JARÐVEGUR FAGNAÐARERINDISINS En á meðal þessara aldagömlu skoðana var nýr raunveruleiki að spretta upp. Þó að kristin kenning haft oft verið notuð til þess að skapa konum þröngar skorður spruttu upp sprotar umbóta sem áttu eftir að bæta stöðu kvenna í þjóðfélaginu - ekki úr veraldlegu umhverfi - heldur úr jarðvegi fagnaðarerindisins. Innan hinna fjölmörgu nýju trúarhópa fengu konur tækifæri til að sýna siðferðis- legt hugrekki, hæfni, vitsmunalegar gáfur og leiðtogahæfileika. Og þær bytjuðu að prédika. Sagnritarar rekja þessi jákvæðu áhrif trúarvakninga á stöðu kvenna innan kirkjunnar og [tjóðfélagsins allt til siða- skiptanna.6 Þegar trúarvakningar riðu yfir England á sautjándu öld hófu einstaklingar að túlka Ritninguna upp á nýtt eftir óhefð- bundnum leiðum. Og afleiðingarnar urðu harkalegar ofsóknir. Púritanar, aðskilnaðarsinnar (separationists) og trúarhópar á borð viö baptista, millenaríana, rantera, seekers, kvekara og shakers flúðu England og leituðu hælis í Hollandi og Norður- Ameríku. Margir þessara hópa gáfu kon- um meira svigrúm til tjáningar en enska biskupakirkjan og rómversk kajtólska kirkjan höfðu gert. George Fox, frumherji kvekara og kona hans Margaret Fell töldu að hægt væri að færa rök fyrir jafnrétti kvenna og opin- herum málflutningi jteirra á grundvelli Ritningarinnar, sérstaklega réttum skiln- ingi á spádóminum í 2. kafla Jóelsbókar. Uppörvaðar af þessum spádómi sigldu konur innan kvekarahreyfingarinnar vest- ur yfir Atlantshafið og þoldu ómældar raunir - jafnvel pyndingar og dauða - er þær breiddu út kenningar kvekara í nýlendunum.7 Þegar hin fyrsta mikla vakning reið yfir England á fimmta áratug átjándu aldar knúði hún konur út í sviðsljósið. „Reynsla afturhvarfsins varð til dæmis að opinberri trúarathöfn þar sem konur voru hvattar til að taka þátt.“ John Wesley (1703-1791), frumherji metódista í Englandi, færði konur enn eitt skref áfram, með því að ætla þeim opinber trúnaðarstörf, til að byrja með innan kvennahópa safnaðarins. Því næst „hvatti hann til þess að þær töluðu opin- berlega í formi bæna, persónulegs vitnis- AÐVENTFRÉTTIR 58. árgangur- 2. tbl. 1995 Útgefandi: Sjöunda dags aöventistar á (slandi Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Guðmundsson Filmuvinna og prentun: Prenttækni hf. burðar, hvatningarorða og útlistunar á trúarlegum bókmenntum.118 A meðan afstaða hefðbundinna kirkju- deilda á borð við presbyteriana, lúterska og biskupakirkjuna breyttist afar hægt næstu tvö hundruð árin voru nýjar trúarhreyfingar reiðubúnar til þess að veita konum prests- og leiðtogastöður innan safnaðarins.9 ÖLD KONUNNAR Af hinum miklu vakningum varð hin önnur (1790-1835) sú allra áhrifamesta. Eitt af því sem gerðist var að staða kvenna komst á hærra stig en nokkurn tíma áður * á Á Sprotar umbóta, sem áttu eftir að bæta stöðu kvenna í þjóðfélaginu spruttu upp - ekki úr ver- aldlegu umhverfi heldur úr jarðvegi fagnaðarerindisins k í mannkynssögunni. Við lok nítjándu ald- arinnar höfðu konur enn ekki fengið at- kvæðisrétt en rödd þeirra tók að hljóma. I mikilvægu söguyfirliti benda Ruth Tucker og Liefeld Walter á að „konur tóku að láta í sér heyra og ná leið- togastöðum í mæli sem ekkert fordæmi var fyrir í mannkynssögunni og kirkjan umfram allar aðrar stofnanir varð mið- stöð Jtessara viðburða."10 Konur innar kvekarahreyfingarinnar, sem voru vanar að tala opinberlega og knúðar af djúpri trúarlegri sannfæringu, urðu öflugir leiðtogar í baráttunni gegn þrælahaldi og í kvenréttindahreyfing- unni. Þær voru einnig afar áhrifaríkar í því að koma af stað öðrum umbyltingum þess tíma. Til dæmis börðust þær fyrir neyslu náttúrulegra fæðutegunda, um- bótum innan fangelsa, auknum réttind- um indíána, umbótum í húsnæðismálum og eflingu friðarhreyfingarinnar.11 Þeim við hlið stóðu aðrar kristnar konur - metódistar, kongregationalistar, freewill baptistar, disciples og, já, aðvent- istar (úr vakningu Millers) og Sjöunda dags aðventistar - sem voru leiðandi á meðal ameríkana að höggva skörð í þann múr aðskilnaðar sem hélt konum frá þ\á að gegna prestsþjónustu, helga sig ýms- um starfsgreinum eða gegna opinberum stöðum. Viktor Hugo sagði það þannig: „Nítjánda öldin er öld konunnar." í RÆÐUSTÓLNUM Hvattar af trúarvakningum þráðu nítjándu aldar konurnar að segja öðrum frá þeirri trú sem þær höfðu uppgötvað. En þær stóðu frammi fyrir óyfirstígan- legum hindrunum. Það var ekki auðvelt að kveða niður hina rótgrónu hefð að konur skyldu þegja í kirkjunni. Hvernig náðu konur árangri í baráttu sinni við hinar hefðbundnu stofnanir? Aðferðir sem sex samtímakonur Ellen White notuðu voru: Hlustaðu eftir kalli Guðs. Jerena Lee, sem var afríkanskur metódista- og bisk- upakirkjuprédikari og hafði ferðast víða skrifaði árið 1849 um köllun sína. Hún segir að hún hafi heyrt rödd sem sagði: ,„Farðu og prédikaðu fagnaðarerindið!' Eg svaraði um leið upphátt, ,enginn mun trúa mér.' Aftur hlustaði ég og aftur virtist sama röddin segja - prédikaðu fagnaðar- erindið ég mun gefa þér orð að mæla.'“12 Ráðvillt varðandi það að prédika fyrir andsnúna áheyrendur velti Lee fyrir sér hvort röddin væri rödd Satans. Þegar prestur sagði henni að kirkjan kallaði ekki kvenprédikara létti henni mjög. En hún greindi frá [)ví að „hin heilaga orka sem brann hið innra nteð mér eins og eldur byrjaði að dofna"13 Iðkaðu biblíulegar meginreglur í lífi þínu. Lucretia Mott (1793-1880) var móðir sex barna þegar hún varð prédik- ari kvekara 28 ára að aldri. Hún var sannfærð um að kristnir einstakl- ingar ættu að iðka í lífi sínu það sem þeir préd- ika. Löngum höfðu kvek- arar viðurkennt að karlar og konur væru jöfn andlega. En Mott mætti mikilli andstöðu þegar hún viðhafði sömu túlkun hvað snerti réttindi kvenna og frelsi þræla. Þrátt fyrir þær svíviröingar sem hún varð að þola urðu áhrif hennar liður í því að sögulegar umbreytingar áttu sér stað. Hún lét biblíulegar meginreglur verða að veruleika í lífi sínu.H Viðurkenndu vígslu Guðs. Phoebe Palmer (1807-1874) var áhrifamesta kon- an innan metódista á nítjándu öld. Hún var ritstjóri tímaritsins Guide to Holiness (Leiðsögn í heilagleika) og ritaði 18 trúarlegar bækur og hélt fýrirlestra víðs vegar í kvenna- hópum og á tjaldsam- komum í 25 ár. Þó að Palmer hafi ekki sótt um réttindi til þess að prédika var hún sann- færð um „að hún væri undir guðlegri skipun og vígð af hinum mikla leiðtoga safnaðarins til sérstaks verks sem hún fann sig knúna til þess að framkvæma.“ 15 Fmmhald á bls. 10. Phoebe Palmer 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.