Aðventfréttir - 01.02.1995, Page 3

Aðventfréttir - 01.02.1995, Page 3
HEIMSÓKN TIL VESTMANNAEYJA Það hefur ekki gerst síðan á 70 ára afmæli safnaðarins fyrir rúmu ári að kirk- jan okkar í Vestmannaeyjum hafi verið þétt skipuð en það endurtók sig á fös- tudagskvöldið þann 16. mars s.l. þá voru stödd hér 19 ungmenni úr Reykjavíkur- söfnuði og héldu stórkostlega samkomu með mikilli tónlist, söng og kröftugum boðskap. Að sjálfsögðu var búið að auglýsa samkomuna þannig að flestir í Eyjum vissu hvað til stóð. Meðal þeirra, sem komu var æskulýðsfulltrúi Landa- kirkju ásamt nokkrum úr æskulýðsdeild- inni. Unga fólkið í Hvítasunnusöfnuðin- um tók sig til og aflýsti samverustund, sem átti að vera í nýju Hvítasunnukirkj- unni þeirra og fjölmennti. Það endaði með því að það þurfti að sækja lausa stóla svo allir fengju sæti. Eftir að skipulagðri dagskrá kvöldsins lauk var haldið áfram að syngja fram eftir kvöldi. Morguninn eftir sáu gestirnir okkar um hvíldardagsskólann þar sem mikið var leikið og sungið. Inn í dagskrá hvíldard- agsskólans fléttuðu þau frásögn um það smáhópastarf sem þau taka þátt í og hvað það hefur gefið þeim. Eftir það fengu þau viðstadda til að prófa þessa aðferð við yfir- ferð lexíunnar. I lokin skiptist fólk á skoðunum um gildi smáhópastarfs við yfirferð hvíldardagsskólalexíunnar. Þessi heimsókn unga fólksins tókst það vel og vakti svo mikla ánægju að við erum farin að leggja áform um að fá þau aftur í heimsókn og það sem fyrst. Að fá svona ungt og kraftmikið fólk til okkar, sem er ófeimið við að vitna um trú sína fyrir öðrum er stórkostleg uppörvun og hvat- ning fyrir okkur. Við samgleðjumst Reykjavíkursöfnuði yfir því að eiga slíkan fjársjóð, sem jretta unga fólk er. Þau eru framtíðin og með sama áframhaldi þurfunt við ekki að hafa áhyggjur af fram- gangi safnaðarins. Við biðjum þess að Guð haldi áfram að leiða og blessa unga fólkið í söfnuðinum, þau þurfa á stuðn- ingi og bænum okkar halda. Kær kveðja frá Vestmannaeyjum. Olafur V. Þóroddsson. Helga og Helgi við upplestur. Fríður tónlistarhópur. Frá vinstri ífremri röð: Steinunn, Brynja Sif, Lísa, Mela?iie og Atina Magga. WOMEN’S MINISTRIES Störf og hlutverk kvenna — heimsókn Birthe Kendel Birthe Ketidel frá Stór-Evrópudeildinni heimsótti ísland 23.-25. mars s.l. í tilefni Ars konunnar til þess m.a. að kynna þann málaflokk tneðal kvettna ittnan Deildarinttar sem hún hefur veitt forstöðu, setn hefur á tslensku fengið nafnið Störf og hlutverk kvenna (Women's Ministries). Tilgangur þessa starfs er eins og fram kom í síðasta Aðventfréttablaði að hvetja konur til enn frekar að fullnýta hœfileika sína innan safnaðarins, tengja konur safn- aðarins hver annarri og stuðla að frekara framlagi kvenna í starfi og stjórn- un safttaðarins Hér fer á eftir skýrsla utn erindi Birthe sem hún flutti á tneðan á heimsókn hennar stóð. Ritstj. Heimsókn Birthe Kendel helgina 23.- 25. mars var mjög ánægjuleg. A föstu- dagskvöld fjallaði hún um Störf og hlutverk kvenna almennt innan safn- aðarins og syndi litskyggnur frá ýmsum löndum til frekari glöggvunar, m.a. frá Skipulagsnefnd helgarinnar: Úlfhildur, Guðný og Unnur. Finnlandi og Pakistan. Á eftir gaf hún sig á tal við safnaðarmeölimi og var greini- legt að margar konur syndu erindi henn- ar áhuga. Á hvíldardeginum hélt hún fjögurra stunda námskeið um sama efni. Þátttaka Birthe Kendel og Unnur í rceðustóli. var tæplega þijátíu manns. Hvatti hún til þess að: 1. Sent yrði bréf til stjórnar Samtak- anna, þar sem þess væri farið á leit að leiðtogi yrði valinn til þessara starfa. 2. Hver söfnuður skuli velja sér leiðtoga í samvinnu við safnaðarprest og myndi þannig starfshóp. 3. Gerð yrði könnun á þörfum kvenna (needs survey) í hveijum söfnuði. Könn- unina mætti síðan nota til að undirbúa námsdaga fyrir konur, athuga þörf fyrir lesefni og þýðingar. 4. Konur riti greinar í safnaðarblaðið urn málefni kvenna. 5. Kannað yrði hvort áhugi væri á náms- styrkjum o.f.l. Gerð var könnun á áhugasviðum. Þar kom í ljós að áhugi var mestur á efninu að biðja (15), í næst efsta sæti komu heilsu- boðskapur og biblíurannsóknir (14), í þriðja sæti að vera kristinn í vinnunni, uppeldismál og málefni fjölskyldunnar (13), í fjórða sæti voru lexíusmáhópar, ofbeldi gegn börnum og hlutverk kvenna í söfnuðinum (12), og í fimmta sæti kon- ur í kristilegu starfi (11). Onnur svör voru Framhald á næslu sídu. AðventFréttir 3

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.