Aðventfréttir - 01.02.1995, Qupperneq 10

Aðventfréttir - 01.02.1995, Qupperneq 10
HVERS VEGNA BYRJUÐU KONUR AÐ PRÉDIKA? Framhald af bls. 2 Fylgdu Biblíunni og andanum. Eftir að Catherine Booth (1829-1890) ságagnrýni á opinbert starf Phoebe Palmer á meðan hún heimsótti England skri- faði hún bókina Female ministry; Or Woman's Right to Preach the Gospel (Boðun kvenna, eða réttur konunnar til þess að prédika fagn- aðarerindið). Booth sem var metódisti varð meðstofnandi Hjáljt- ræðishersins. Rök liennar fyrir prédikunarþjónustu kvenna voru tvíþætt: Að konur á biblíu- tímum höfðu veriö leiðtogar og að það að bera vitnisburð opinberlega væri bein afleiðing af handleiðslu Heilags anda. Eftir að hafa skrifað þessa vörn kom hún bæði eiginmanni sínum og sjálfri sér á óvart með því að byrja að prédika.1" Nýttu þér yfirnáttúruleg tækifæri. Antoinette Brown (1825-1921) var 6 ára þegar foreldrar hennar snerust til trúar á vakningarsamkomum Charles G. Finney. Brown taldi kennurum á Oberlin College hughvarf til þess að leyfa sér að lesa guðfræði en skólinn neitaði að út- skrifa hana þrátt fyrir góða frammistöðu. Eftir að hafa fengið stöðu í Congre- gational kirkju (safnaðarkirkju) varð hún fyrsti vígði kvenpresturinn í Banda- ríkjunum árið 1853.17 Farðu nýjar leiðir. Frances Willard (1839-1898) snerist tii trúar í vakningu á meðal metódista 20 ára að aldri og hún ákvað með sjálfri sér að leiða aðra til Krists. I millitíðinni voru konur að skipuleggja sína eigin bindindis- hreyfingu (Woman's Christian Temperance Union - Krislileg samtök kvenna um bindindi) þar eð bindindis- hreyfingar Jtess tíma sem voru undir stjórn karla neituðu konum að tala opin- berlega.18 Willard sem var frægust allra forseta þessarar hreyfingar fékk því áorkað að hreyfingin stæði fyrir biblíulestrum og biblíulegri prédikun. I bók sinni Wontan in the Pulpit (Konur í ræðustóli) sem hún skrifaði 1888 skýrði hún frá því að „konur höfðu verið þvingaðar til þess að yfirgefa kirkjurnar og sameinast hópum eins og WCTU til þess að geta nýtt hæfileika sína til opinberrar boðunar fyrir Krist.“13 FERLI ELLENAR. Ferli Ellenar Harmon White sem leiddi hana inn í opinbert boðunarstarf líkist á Ellen White margan hátt sögu þessara annarra kristnu kvenna nítjándu aldarinnar. Ellen fæddist á metódistaheimili 1827 og hún, foreldr- ar hennar og systkini urðu hrifin af boð- skap William Miller um það að Kristur myndi koma aftur um það bil 1843. Þessi brennandi aðventtrú leiddi að lokum til þess að Harmon fjölskyl- dan var rekin úr metódistasöfnuðinum. Ellen fékk fyrstu sýn sína 1844. Hún var þá á fundi hóps sem var tal- inn viðeigandi fyrir trúaðar konur þess tíma að sækja - í bænarhópi með öðrum konum. Þó hún fyndi fýrir köllun Guðs um að segja frá sýn sinni var hún á báðum áttum. Það var áhættusamt fyrir konu að biðja eða að tala fýrir framan áheyrendur af báðurn kynjum. Þegar vakningarprédik- arinn Charles Finney hafði byrjað að leyfa konum að taka að sér þessi hlutverk 1827 höfðu kollegar hans ákært hann fýrir að styðja málstað sem myndi kljúfa söfn- uðinn.20 Arum seinna minntist Ellen White þess hvernig bróðir hennar hafði brugðist við hugmyndinni um að hún byrjaði að koma fram opinberlega. Hann skrifaði: „Eg fer þess eindregið á leit við þig að þú gerir ekki fjölskyldunni skömm til. Eg mun gera hvað sem er fyrir þig ef þú heldur ekki áformi þínu til streitu um að gerast prédikari." Svar Ellenar endurspeglar baráttu annarra kristinna kvenna á hennar tíma. Hvernig átti hún að meta mikilvægi gildandi hefða og afstöðu kirkjunnar gagnvart hinni yfirþyrmandi tilfinningu um kall Guðs? Ellen svaraði:„Get ég orðið íjölskyldunni til skammar ef ég prédika Krist og hann krossfestan? Þótt þú gæfir mér eins mikið gull og kæmist fýrir í húsi þínu myndi ég aldrei hætta að vitna fýrir Guð.“21 SVÖR AÐVENTISTA Hvers vegna byijuðu konur að prédika? Svör Sjöunda dags aðventista frá fýrstu tímum hreyfmgarinnar voru skýr. Þeir skýrðu áhersluþunga J1 2.22 Þeir hörmuðu reglugerðir kirkna sem nýttu sér lKor 14 og lTm 2 til þess að þagga niður í konum.23 Þeir studdu jafna stöðu karla og kvenna og vitnuðu til „kenni- valds guðlegrar opinberunar um að karl og kona eru eitt í Kristi Jesú.“M Þeir lýstu því yfir að jtað væri „réttur konunnar“ að taka þátt í opinberu guðs- þjónustuhaldi.25 Þeir skírskotuðu til kvenna á biblíutíma eins og Prisku sem fýrirmynd fýrir konur nútímans.26 Með því að stýra konum inn í ræðustólinn og í leiðtogastöður voru Sjö- unda dags aðvendstar nítjándu aldar holl- ir köllun sinni sem umbótamenn. Líkt og aðrar kristnar hreyfmgar sem spruttu upp í vakningunni miklu voru aðvendstar framkvæmdamenn. Starfsáform þeirra voru lögð á grundvelli tveggja megin- reglna: I fýrsta lagi mátu þeir biblíulegan sannleika umfram allt annað og í öðru lagi í orði og í verki leiðréttu þeir þær starfsaðferðir sem jteir sáu vera í and- stöðu við vilja Guðs. Þýðandi: Eric Guðmundsson Kit Watts er aðstoðar- ritstjóri Advendst Reriew. Tilvitnanir 1 Til dæmis, sjá yfirlit Lorna Tobler í „A More Faithful Witness“ (óútgefin ritgerð sem lögð var fram á West Coast Religion Teachers Conference, 2.-4. maí 1985) bls. 2-6. 2 Sheila Ruth, „Women Before the Law: Some Relevant Principles,“ í Issues in Feminism: A First Course in Women's Studies (Boston: Houghton Mifflin Co., 1980) bls. 322-326. 3 De Generatione Aniinalium, IV 6 775a, 15 tilvísun hjá Sheila Ruth, bls. 98. 4 Sama, bls. 99. 5 Godey's Lady's Book, 20. bindi 1840, bls. 273 tilvísun hjá Ann Douglas, The Feminization of American Culture (New York. Avon Books/ Alfred A. Knopf, 1977), bls. 67. 6 Til dæmis, sjá William G. McLoughlin, „Revivalism,“ í Edwin S. Gaustad, ritstj. The Rise of Adventism (New York: Harper, 1974), bls. 124. 7 Barbara J. Mc Haffie: Her Story: Women in Christian Tradition (Philadelphia: Fortress Press, 1986), bls. 90,91. 8 Sama, bls. 84. 9 Barbara Brown Zikmund, „The Feminine Thrust of Secretarian Christianity,“ í Rosemary Ruether and Eleanor McLaughlin, ritstj. Women of Spirit (New York: Simon and Schuster, 1979), bls. 206-209. 10 Ruth Tucker and Liefeld Walter, Daughters of the Church: Womcn and Ministry From New Testament Times to the Present (Grand Rapids: Academie Books/Zonder\,an Publishing House, 1987), bls. 245. Aherslur mínar. 11 Til dæmis, sjá Margaret Hope Bacon, Mothers of Feminism (San Francisco: Harper and Row, 1986), bls. 5-7, 78,79, 104-108,137-150. 12 Tilvísun hjá Tuckcr og Walter, bls. 260. 13 Sama 14 Sjá Bacon, bls. 111-114. 15 Tilvísun hjá Charles Edward Wliite, The Beauty of Holiness: Phoebe Pahner as Theologian, Revivalist, Feminist and Humanitarian (Grand Rapids: Francis Asbury Press, 1986), bls. 194. 16 Tucker og W'alter, bls. 264. 17 Edward T. James, ritstj. Notable American Women, 1607-1950: A Biographical Dictíonary (Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press, 1971), l.bindi, bls. 158-161. 18 Tucker og Walter, bls. 271. 19 Tilvitnun hjá Janette Hassey, No Time for Silence (Grand Rapids: Academic Books/Zondervan Publishers, 1986), bls. 33. 20 Nancy Hardesty, Lucille Sider Dayton, og Donald W. Dayton, „Women in the Holincss Movement: Feminism in the E\rangelical Tradition,“ í Ruether og McLaughlin, bls. 230. 21 Signs of the Times, 24. júní 1889. Úr ræðu sem Ellen White hélt í Washington D.C., 26. janúar 1889, yfir efnið: „Að vænta hinnar blessuðu vonar“. 22 D. Hewitt, „Let Your Women Keep Silence in the Churches,“ Review and Herald, 15. október 1857, bls. 190. 23 B.F.Robbins, „To tíie Female Disciples in the Third Angel's Message,“ Review and Herald, 8. desember, 1859, bls. 21,22. 24 S.C.W'elcome, „Shall the Women Keep Silent in Churches?“ Review and Herald, 23. febrúar 1860, bls. 109,110. 25 J.A. Mowatt, „Women as Preachers and Lecturers,- Review and Herald, 30. júlí 1861, bls. 65. 26 M.W. Howard, „Woman as a Co-worker,“ Review and Herald, 18. ágúst 1868, bls. 133. 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.