Aðventfréttir - 01.04.1996, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.04.1996, Blaðsíða 2
Eg sit hér einsömul í dimmri stofu tengdasonar míns - og bíð átekta. Ljósið utan af veröndinni varpar daufum bjarma sínum inn í stofuna til mín. Af og til er bifreið ekið eftir götunni fyrir utan. Eg hef reynt að fá mér blund en mér tekst það ekki. Eg er að bíða eftir því að nýr sproti á fjöl- skyldutrénu sjái dagsins ljós - og í huganum arka ég án afláts fram og til baka fyrir utan fæðingar- stofuna á meðan ég í rauninni er að passa eldri systkyni hins nýfædda sem sofa á efri hæðinni. Næstum hálf önnur kiukkustund er liðin frá því að sonur minn og tengdadóttir lögðu af stað á sjúkrahúsið. Fæðinga- hríðir hennar voru kröft- ugar og tíðar. Ef til vill er þetta nú þegar um garð gengið. Eg reyni að hugsa ekki um allt það sem getur farið úrskeiðis. Eg á erfitt með að taka því að slúlkan sem mér er farið að þykja svo vænt um skuli þurfa að þjást svo mikið. Eg bið fyrir henni. Það er í raun allt sem ég get gert. Það tekur tíma að eign- ast barn. Eg gjörþekki það. Innst inni finnst mér þetta bara hafa tekið of langan tíma. Eg minni Guð á hve stór- kostleg tengdadóttir mín er. Minni hann á vingjarnleika hennar og trúfesti. Nú er komið miðnætti. Klukkan verður 1. Nú er hún hálf tvö. Bífreið er ekið upp innkeyrsluna. Mitch flýtir sér inn um bakdyrnar. Orskoti síðar stendur hann í dagstofunni. Hann er ákfur og glaður. Aðvent FRÉTTIR 59. árg. - 4. tbl. 1996 Útgefandi: S.d. aðventistar á Islandi Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Guðmundsson Setning: Sigríður Hjartardóttir Umbrot: Bergsteinn Pálsson Filmuvinna og prentun: Offsetprent/Geirsprent hf. Barn er oss fætt... Eftir June Strong Það er stúlka! (Einmitt jiað sem við ósk- uðum okkur.) Fæðingin hafði verið auðveld. (Þökk fyrir, Guð!) Móðirinni heilsast vel. Hún hafði nefnl að hún væri svöng. Barnið er heilbrigt og fullt af fjöri. Stúlka! Eg trúi því tæplega. Nú getur enginn okkar sofið. Við sitjum áfram og spjöllum. Okkur er sama þó það sé hánótt og að framundan sé annasamur dagur. Hve dásamlegt það er að sitja hér með syni sínum og njóta með honum einum af hápunktum lífs hans. Jafnvel eftir 6000 ára sögu þessarar úr sér gengnu plánetu gefur tilurð nýs lífs tilefni til fagnaðar og er uppspretta undrunar. Guð veitti mannkyninu dásam- lega gjöf þegar hann gerði þau fær um að skapa litlar mannverur, sem í líkama sínum eru einning tveggja ætta. Guð varð einnig sjálfur hluttakandi í þessu fyrirkomulagi þegar hann lét son sinn verða þátttakanda í hinni mannlegu fjölskyldu. Þannig sameinaðist stjórnandi alheimsins örlögum glataðrar plánetu. Þegar barnið í Betlehem kom í heiminn á sinni auðmjúka hátt var mikil áhætta tekin því hið hreina, himneska blóð hans blandaðist þá blóði hins gallaða, úrkynj- aða mannkyns. Svo er Guði fyrir að þakka að þetta varð hon- um ekki til ósigurs. Jersús skildi nauðsyn þess að þrýsta sér að guðlegum föður sínum. Hann þekkti þörf sína og þá hættu sem stöðuglega steðjaði að honurn. Afleiðing þess er að nú er hann þess megn- ugur að bjóða okkur líf sem nær lengra en hinn náttúrulegi, aumkunar- verði lífsarfur okkar. Það nær allt til heilagrar eilífð- ar þar sem syndir feðrana þjaka börnin ekki Iengur. Eilífðar, þar sem við virð- um ekki lengur nýfætt barn fyrir okkur til að sjá hvaða neikvæða eiginleika það kynni að hafa fengið í vöggugjöf. Jesús er í sannleika ljós heimsins. Hve drungaleg væri ekki framtíðarsýn okk- ar ef hann hefði ekki orðið þátttakandi í sögu mann- kynsins. Hríðir Maríu löngu liðna nótt í fjárhús- inu leiddu til mikilvægustu fæðingar allra tíma. Mann- kynið öðlaðist frelsi frá þrældómi. Skært ljós smaug gegnum koldimm- una. Skildi nokkurn undra að englarnir sungu! Hvert skipti sem barn fæðist skildum við gleðjast vegna barnsins sem var vafið reifum og lagt í jötu. Nýfædd börn okkar eiga sér framtíðarvon vegna þess að Jesús kaus að bera sorg, þjáningar og dauða. Nú er ég orðin amma í sjöunda sinn, og ég óska að taka þátt í að lofa hann sem frelsara og konung - ekki bara nýja barnsins okkar vegna, heldur líka vegna barna ykkar og barnabarna - hvar sem þau kunna að ver í heiminum. Lofum hann. Tignum hann. Og Jjökkum honum. ÞVÍ AÐ BARN ER OSS FÆTT, SONUR ER OSS GEFINN (Jes 9.5) lýöandi: Eric Gudmundsson Forsíðumyndin er eftir Guðnýju Kristjáns. 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.